Gautastaðir 146797 - Umsókn um byggingarreit
Málsnúmer 1902213
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 343. fundur - 18.03.2019
Birgir Gunnarsson kt. 050263-5419 sækir um heimild til að stofna byggingarreit fyrir frístundahús á landi eyðijarðarinnar Gautastaða (146797), Stíflu í Fljótum. Meðfylgjandi afstöðumynd gerð hjá Stoð ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni. Númer uppdráttar er 01, verknúmer 784901. Dagsetning uppdráttar 29. janúar 2019. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.