Fara í efni

Íbúasamráðsverkefni sambandsins og Akureyrar

Málsnúmer 1902242

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 859. fundur - 07.03.2019

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. febrúar 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi íbúasamráðsverkefni. Öll sveitarfélög hafa tækifæri til að sækja um þátttöku verkefninu. Verkefnið snýst um að aðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017: „Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa“. Gert er ráð fyrir að velja þrjú sveitarfélög til þátttöku til viðbótar við Akureyrarkaupstað, sem átti frumkvæði að verkefninu. Umsókn þarf að styðjast við samþykkt sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti að taka þátt í verkefninu og vísar ákvörðuninni til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 381. fundur - 13.03.2019

Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi.
Vísað frá 858. fundi byggðarráðs 27. febrúar 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. febrúar 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi íbúasamráðsverkefni. Öll sveitarfélög hafa tækifæri til að sækja um þátttöku verkefninu. Verkefnið snýst um að aðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017: „Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa“. Gert er ráð fyrir að velja þrjú sveitarfélög til þátttöku til viðbótar við Akureyrarkaupstað, sem átti frumkvæði að verkefninu. Umsókn þarf að styðjast við samþykkt sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti að taka þátt í verkefninu og vísar ákvörðuninni til sveitarstjórnar.

Ákvörðun um að Sveitarfélagið Skagafjörður taki þátt í fyrirliggjandi verkefni, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir þurfi að víkja af fundi,