Byggðarráð Skagafjarðar - 859
Málsnúmer 1903001F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 381. fundur - 13.03.2019
Fundargerð 859. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 381. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 859 Lagt fram bréf dagsett 15. febrúar 2019 frá undirbúningsnefnd Varmahlíðarskóla vegna afmælishátíðar sundlaugarinnar í Varmahlíð. Þann 27. ágúst n.k. eru 80 ár liðin frá vígslu sundlaugarinnar.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur Sigfúsi Ólafi Guðmundssyni verkefnastjóra að afla frekari upplýsinga hjá undirbúningsnefndinni. Bókun fundar Afgreiðsla 859. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 859 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. febrúar 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi íbúasamráðsverkefni. Öll sveitarfélög hafa tækifæri til að sækja um þátttöku verkefninu. Verkefnið snýst um að aðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017: „Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa“. Gert er ráð fyrir að velja þrjú sveitarfélög til þátttöku til viðbótar við Akureyrarkaupstað, sem átti frumkvæði að verkefninu. Umsókn þarf að styðjast við samþykkt sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti að taka þátt í verkefninu og vísar ákvörðuninni til sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 21 "Íbúasamráðsverkefni sambandsins og Akureyrar" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 859 Lögð fram umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar úr máli 1902281 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 11. febrúar 2019. Óskað er umsagnar um umsókn Magnúsar Sigmundssonar f.h. Hestasport-Ævintýraferða ehf., kt. 500594-2769, um leyfi í flokki II, gististaður án veitinga, frístundahús, vegna Einimels 2a-f.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 859. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 859 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28.02. 2019, úr máli 1902434 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagngar um um umsókn Birgis Þórðarsonar, kt. 070660-5479, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Bræðraborg, Ríp 2, sumarhús, fasteignanúmer 2325629, hús númer 30101, 551 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 859. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 859 Lagður fram viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2018 ásamt greinargerð. Gert er ráð fyrir að hækka rekstrartekjur um 80 milljónir króna og rekstrargjöld um 37 milljónir króna. Einnig er gert ráð fyrir að viðskiptakröfur hækki um 45 milljónir króna og handbært fé lækki um samsvarandi fjárhæð.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 22 "Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2018-2022" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 859 Byggðarráð samþykkir hér með að taka verðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 348 milljónir króna til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Byggðarráð samþykkir einnig að vísa málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 23 "Umsókn um langtímalán 2019" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 859 Lagt fram til kynningar afrit af bréfi dagsettu 20. febrúar 2019 frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, varðandi ítrekun á þörf á byggingu hjúkrunarrýma á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 859. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
- .8 1902225 Umsagnarbeiðni þingsályktunartillaga um endurskoðun á lagaumhverfi varðandi uppkaup á landiByggðarráð Skagafjarðar - 859 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 27. febrúar 2019 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 184. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 859. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 859 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 21. febrúar 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandenda, 255. mál.
Byggðarráð fagnar framkomnu frumvarpi og leggur áherslu á að það nái fram að ganga. Bókun fundar Afgreiðsla 859. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 859 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 21. febrúar 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um velferðartækni, 296. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 859. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.