Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 860

Málsnúmer 1903008F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 382. fundur - 17.04.2019

Fundargerð 860. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 382. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 860 Málið síðast á dagskrá 858. fundar byggðarráðs þann 27. febrúar 2019 og því vísað til umsagnar veitunefndar. Fyrir fundinum liggur bókun og umsögn 56. fundar veitunefndar frá 1. mars 2019.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða Valdísi Jörgensdóttur og Nico Leerink á næsta fund byggðarráðs til að ræða erindi þeirra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 860. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 860 Lagður fram tölvupóstur frá Íbúðalánasjóði, dagsettur 5. mars 2019 þar sem tilkynnt er um að sjóðurinn hefur opnað fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum fyrir árið 2019. Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2019.
    Byggðarráð samþykkir að beina því til stjórnar Skagfirskra leiguíbúða hses. að kanna hvort grundvöllur sé hjá félaginu fyrir umsókn um stofnframlög í þessari úthlutun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 860. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 860 Lögð fram umsókn dagsett 5. mars 2019 frá Húsfélaginu Víðigrund 5 (Oddfellowreglan), um niðurgreiðslu fasteignaskatts skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
    Byggðarráð samþykkir að veita 30% styrk vegna álagðs fasteignaskatts 2019 á félagsheimili með fastanúmer F2132365.
    Bókun fundar Afgreiðsla 860. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 860 Lagt fram fundarboð og dagskrá vegna aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga sem barst með tölvupósti þann 11. mars 2019. Aðalfundurinn verður haldinn 29. mars 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 860. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 860 Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra úr máli 1903106. Óskað er umsagnar um umsókn Sigmundar Jóhannessonar f.h. Félagsheimilisins Höfðaborgar um tímabundið áfengisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna leiksýninga hjá Leikfélagi Hofsóss sem fyrirhugað er að halda dagana 29. mars til 20. apríl 2019 í félagsheimilinu. Áætaðar eru 9 sýningar sem hefjast kl. 20:30 og lýkur kl. 22:30.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 860. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 860 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 11. mars 2019 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 860. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 860 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. mars 2019 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál.
    Byggðarráð samþykkir að senda eftirfarandi bókun til nefndasviðs Alþingis:
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar framkominni tillögu en leggur til að spurningin í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu verði skýrari og skorinorðaðri. Spurningin hljóði svo: „Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?"
    Bókun fundar Afgreiðsla 860. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 860 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 11. mars 2019 frá Landssamtökum landeigenda á Íslandi varðandi aðalfundarboð samtakanna sem verður haldinn 14. mars 2019 í Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 860. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.