Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 344

Málsnúmer 1903012F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 382. fundur - 17.04.2019

Fundargerð 344. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 382. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 344 Stefán Gunnar Thors frá VSÓ-ráðgjöf kom á fundinn og fór yfir með nefndarmönnum framkomnar ábendingar og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma. Stefáni var falið að vinna breytingar á fyrirliggjandi tillögu, s.s. breytta legu á jarðstreng, ítarlegri upplýsingar um umhverfisáhrif og meiri kröfur á umhverfismat Landsnets. Einnig að verði bætt við fleiri skýringarmyndum. Ákveðið að Stefán komi á næsta fund nefndarinnar og í framhaldi verði haldinn kynning fyrir fulltrúa í Sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.