Byggðarráð Skagafjarðar - 861
Málsnúmer 1903015F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 382. fundur - 17.04.2019
Fundargerð 861. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 382. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 861 Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2019 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Lóðir sem niðurfellingin gildir um verði tilgreindar á sérstakan hátt á yfirlitskortum yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins. Ofangreind samþykkt um niðurfellingu gatnagerðargjalda gildir um lóðir sem voru byggingarhæfar 1. janúar 2019.
Jafnframt beinir byggðarráð því til sveitarstjórnar að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af nýjum götum sem verða byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar á árinu 2019.
Ákvæðið vari til 31. desember 2019. Ákvæðið verður ekki afturvirkt og miðað er við að byggingarleyfi hafi verið veitt innan þessara tímamarka. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 "Tillaga - tímabundin lækkun og niðurfelling gatnagerðargjalda 2019". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 861 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. mars 2019 frá vinabæ sveitarfélagsins, Kristianstad í Svíþjóð varðandi dagskrá vinabæjamóts sem verður haldið þar í maí n.k.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera drög að svarbréfi til vinabæjatengiliða. Bókun fundar Afgreiðsla 861. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 861 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. mars 2019 frá Kvenfélaginu Einingu á Skagaströnd, þar sem félagið leitar eftir stuðningi við fjáröflunarverkefni.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið en samþykkir að synja því. Bókun fundar Afgreiðsla 861. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 861 Lagt fram bréf frá Útlendingastofnun, dagsett 13. mars 2019 varðandi forathugun á vilja sveitarstjórnar til að gera þjónustusamning við stofnunina vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd.
Byggðarráð hefur áður boðist til að taka á móti kvótaflóttamönnum og búa þeim framtíð í sveitarfélaginu. Hvað varðar beiðni Útlendingastofnunar telur sveitarfélagið að það hafi ekki þá innviði eða burði til að taka á móti stórum hópi umsækjenda um vernd, til viðbótar kvótaflóttamönnum. Af því leiðir, að byggðarráð getur ekki orðið við beiðninni að svo komnu máli. Bókun fundar Afgreiðsla 861. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 861 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. mars 2019 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn. Bókun fundar Afgreiðsla 861. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 861 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 13. mars 2019 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 861. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 861 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 18. mars 2019 frá Drangey, smábátafélagi Skagafjarðar þar sem eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða:
"Félagsfundur Drangeyjar haldinn 17. mars 2019 vill færa sveitarstjórn Skagafjarðar þakkir fyrir góða liðveislu við smábátaútgerð við Skagafjörð bæði í málum er varða byggðakvóta og dragnótaveiðar á innanverðum Skagafirði." Bókun fundar Afgreiðsla 861. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum. - .8 1903114 Stofnframlög Íls hækkun á hámarksbyggingarkostnaði og fleiri breytingar á reglugerð nr 555 2016Byggðarráð Skagafjarðar - 861 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 13. mars 2019 frá Íbúðalánasjóði varðandi reglugerð um breytingu á reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðisstofnanir og almennar íbúðir, nr. 555/2016, þar sem m.a. kveðið á um hækkun á hámarksbyggingarkostnaði almennra íbúða sem skilgreindur er í 12. gr. reglugerðarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 861. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
- .9 1903169 Áætlun um tekjutap vegna áforma um frystingu framlags ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélagaByggðarráð Skagafjarðar - 861 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 18. mars 2019 varðandi áætlun um tekjutap sveitarfélaga vegna áforma um frystingu framlags ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga árin 2020 og 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 861. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 861 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 14. mars 2019 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti varðandi framsal valds til ráðningar starfsmanna hjá sveitarfélögum. Vísað er til álits umboðsmanns Alþingis, mál nr. 9561/2018. Bókun fundar Afgreiðsla 861. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.