Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25.1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93.995 um matvæli og lögum nr. 22.1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar skamman frest sem veittur var til umsagnar jafn umdeildu og stóru máli sem frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, er. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir jafnframt yfir vonbrigðum með frumvarpið og telur að verði það lögfest muni það ógna lýðheilsu þjóðarinnar og heilbrigði búfjár í landinu en þegar hefur komið fram að Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur sýklalyfjaónæmi eina helstu ógn sem steðjar að lýðheilsu í heiminum í dag. Það er skoðun sveitarstjórnar að lýðheilsa og matvælaöryggi eigi ávallt að vega þyngra en viðskiptahagsmunir. Flestar þjóðir eru með virkar varnir til handa innlendri matvælaframleiðslu, til viðhalds matvælaöryggi, framleiðslu heilnæmra búvara og til að viðhalda byggð. Sveitarstjórn leggur áherslu á sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar og hvetur íslensk stjórnvöld til að kanna hvort endurskoða megi viðkomandi ákvæði innan EES-samningsins með það að markmiði að sækja um undanþágu fyrir Ísland vegna lítillar notkunar á sýklalyfjum í landbúnaði og alþjóðlegra skuldbindinga hvað varðar verndun íslenskra búfjárkynja. Reynist það ekki unnt ber stjórnvöldum að lágmarki að gæta að því að ekki verði opnað fyrir innflutning á ógerilsneyddum og lítt meðhöndluðum dýraafurðum frá þriðju ríkjum, þ.e. utan EES. Jafnframt að tryggja að búfjárafurðir sem fluttar eru til Íslands séu ekki framleiddar þar sem ekki er gerð eins ríkuleg krafa um dýravelferð en farið er fram á gagnvart íslenskum framleiðendum, og að kröfur um sláturhús, kjötvinnslur og sýnatökur verði ekki minni gagnvart innflutningi búfjárfurða frá EES-löndum en eru hér á landi. Þá verði sett ríkuleg skilyrði um upprunamerkingar og rekjanleika innfluttra afurða, auk þess sem eftirlit með matvælum verði stóreflt og skyndisýnatökum beitt í því skyni. Miðað við núverandi stöðu er smitvörnum hér á landi einnig verulega ábótavant og því brýn nauðsyn að sporna með öllum ráðum við því að smitsjúkdómar berist til landsins í innlenda búfjárstofna. Verði frumvarpið að lögum mun það hafa neikvæð áhrif á starfsumhverfi landbúnaðarins en í Skagafirði eru hundruð beinna og óbeinna starfa tengd landbúnaði í héraðinu. Það væri í hæsta máta óábyrgt af Alþingi Íslendinga að samþykkja frumvarp sem hefur slíkar afleiðingar án þess að tryggja samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar, endurskoða tollasamninga og móta framtíðarsýn fyrir atvinnugreinina.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir jafnframt yfir vonbrigðum með frumvarpið og telur að verði það lögfest muni það ógna lýðheilsu þjóðarinnar og heilbrigði búfjár í landinu en þegar hefur komið fram að Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur sýklalyfjaónæmi eina helstu ógn sem steðjar að lýðheilsu í heiminum í dag. Það er skoðun sveitarstjórnar að lýðheilsa og matvælaöryggi eigi ávallt að vega þyngra en viðskiptahagsmunir. Flestar þjóðir eru með virkar varnir til handa innlendri matvælaframleiðslu, til viðhalds matvælaöryggi, framleiðslu heilnæmra búvara og til að viðhalda byggð.
Sveitarstjórn leggur áherslu á sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar og hvetur íslensk stjórnvöld til að kanna hvort endurskoða megi viðkomandi ákvæði innan EES-samningsins með það að markmiði að sækja um undanþágu fyrir Ísland vegna lítillar notkunar á sýklalyfjum í landbúnaði og alþjóðlegra skuldbindinga hvað varðar verndun íslenskra búfjárkynja. Reynist það ekki unnt ber stjórnvöldum að lágmarki að gæta að því að ekki verði opnað fyrir innflutning á ógerilsneyddum og lítt meðhöndluðum dýraafurðum frá þriðju ríkjum, þ.e. utan EES. Jafnframt að tryggja að búfjárafurðir sem fluttar eru til Íslands séu ekki framleiddar þar sem ekki er gerð eins ríkuleg krafa um dýravelferð en farið er fram á gagnvart íslenskum framleiðendum, og að kröfur um sláturhús, kjötvinnslur og sýnatökur verði ekki minni gagnvart innflutningi búfjárfurða frá EES-löndum en eru hér á landi. Þá verði sett ríkuleg skilyrði um upprunamerkingar og rekjanleika innfluttra afurða, auk þess sem eftirlit með matvælum verði stóreflt og skyndisýnatökum beitt í því skyni. Miðað við núverandi stöðu er smitvörnum hér á landi einnig verulega ábótavant og því brýn nauðsyn að sporna með öllum ráðum við því að smitsjúkdómar berist til landsins í innlenda búfjárstofna.
Verði frumvarpið að lögum mun það hafa neikvæð áhrif á starfsumhverfi landbúnaðarins en í Skagafirði eru hundruð beinna og óbeinna starfa tengd landbúnaði í héraðinu. Það væri í hæsta máta óábyrgt af Alþingi Íslendinga að samþykkja frumvarp sem hefur slíkar afleiðingar án þess að tryggja samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar, endurskoða tollasamninga og móta framtíðarsýn fyrir atvinnugreinina.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum.