Fara í efni

Aðstaða til móttöku farþega skemmtiferðaskipa í Sauðárkrókshöfn

Málsnúmer 1903293

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 153. fundur - 01.04.2019

Lagðar voru fyrir fundinn hugmyndir að nýrri flotbryggju í smábátahöfninni á Sauðárkróki. Bryggjan kæmi til með að þjóna sem viðlegukantur og aðkoma fyrir léttabáta sem ferja munu farþega skemmtiferðaskipa í land.
Nefndin felur hafnarstjóra og sviðstjóra að vinna áfram að útfærslu viðlegukants fyrir léttabáta fyrir næstu fjárhagsáætlanagerð.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 160. fundur - 02.10.2019

Lagðar voru fyrir fundinn mögulegar útfærslur að flotbryggjum ætluðum m.a. til móttöku á léttabátum úr skemmtiferðaskipum í Sauðárkrókshöfn. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður um 15 milljónir króna.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að gengið verði frá pöntun á flotbryggjueiningum samkvæmt tillögu 01 dags. 10. september 2019 og vísar málinu til afgreiðslu í byggðarráði. Nefndin leggur til að sá hluti kostnaðar sem fellur til árið 2019 verði greiddur af Hafnarsjóði.