Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Ársreikningur Hafnasambands Ísl. 2018
Málsnúmer 1903254Vakta málsnúmer
Lagður var fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2018.
2.Sauðárkrókshöfn - skipulagsmál
Málsnúmer 1808083Vakta málsnúmer
Lögð var fram til samþykktar skipulagslýsing fyrir endurskoðað deiliskipulag hafnarsvæðisins á Sauðárkróki.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir lýsinguna og leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst samkvæmt skipulagslögum 123/2010.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir lýsinguna og leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst samkvæmt skipulagslögum 123/2010.
3.Aðstaða til móttöku farþega skemmtiferðaskipa í Sauðárkrókshöfn
Málsnúmer 1903293Vakta málsnúmer
Lagðar voru fyrir fundinn hugmyndir að nýrri flotbryggju í smábátahöfninni á Sauðárkróki. Bryggjan kæmi til með að þjóna sem viðlegukantur og aðkoma fyrir léttabáta sem ferja munu farþega skemmtiferðaskipa í land.
Nefndin felur hafnarstjóra og sviðstjóra að vinna áfram að útfærslu viðlegukants fyrir léttabáta fyrir næstu fjárhagsáætlanagerð.
Nefndin felur hafnarstjóra og sviðstjóra að vinna áfram að útfærslu viðlegukants fyrir léttabáta fyrir næstu fjárhagsáætlanagerð.
4.Sorphirða í dreifbýli
Málsnúmer 1808218Vakta málsnúmer
Ræddar voru tímasetningar fyrir opna íbúafundi um sorpmál í dreifbýli.
Sviðstjóra falið að auglýsa fundina.
Sviðstjóra falið að auglýsa fundina.
5.Nova - Leigusamningur hafnarmastur á Sauðárkróki
Málsnúmer 1903307Vakta málsnúmer
Lagður var fyrir nefndina drög að leigusamningi á milli Hafnasjóðs og Nova um leigu á aðstöðu í hafnarmastri á Sauðárkrókshöfn.
Nefndin leggur til að leiguupphæð samnings taki mið af sambærilegum samningum sem Hafnasjóður hefur gert og felur hafnarstjóra að ganga frá samningi.
Nefndin leggur til að leiguupphæð samnings taki mið af sambærilegum samningum sem Hafnasjóður hefur gert og felur hafnarstjóra að ganga frá samningi.
6.Snjómokstur - útboð 2019
Málsnúmer 1903295Vakta málsnúmer
Lögð voru fyrir fundinn útboðsgögn vegna snjómokstursútboðs fyrir Sauðárkrók árið 2015.
Stefnt er að útboði á snjómokstri á Sauðárkróki til næstu þriggja ára fyrir lok apríl mánaðar.
Endanleg útboðsgögn verða borin undir nefndina áður en verkið er boðið út.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Stefnt er að útboði á snjómokstri á Sauðárkróki til næstu þriggja ára fyrir lok apríl mánaðar.
Endanleg útboðsgögn verða borin undir nefndina áður en verkið er boðið út.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Fundi slitið - kl. 11:35.
Ingvar Gýgjar Sigurðarson, sat 6. lið fundar.