Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 863

Málsnúmer 1904012F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 382. fundur - 17.04.2019

Fundargerð 863. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 382. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 863 Málið áður á dagskrá 862. fundar byggðarráðs. Forsvarsmenn Hjólreiðafélagsins Drangeyjar, Hallbjörn Björnsson og Pétur Ingi Björnsson, komu á fund ráðsins undir þessum dagskrárlið og kynntu áform sín um framkvæmd bikarkeppni HRFÍ í Skagafirði 23. júní 2019 og ósk um mögulega aðkomu sveitarfélagsins að mótshaldinu.
    Byggðarráð tekur jákvætt í erindi félagsins og felur Sigfúsi Ólafi Guðmundssyni verkefnastjóra að vera félaginu innan handar með undirbúning mótshaldsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 863. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 863 Lagður fram ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 2018. Þorsteinn Þorsteinsson lögg. endurskoðandi fór yfir og kynnti ársreikninginn fyrir fundarmönnum. Undir þessum dagskrárlið sátu Una A. Sigurðardóttir starfsmaður KPMG, Ásta Ólöf Jónsdóttir aðalbókari og sveitarstjórnarfulltrúarnir Jóhanna Ey Harðardóttir og Laufey Kristín Skúladóttir.
    Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 23 "Ársreikningur 2018 - Sveitarfélagið Skagafjörður". Samþykkt samhljóða.
  • .3 1904043 Hótel Varmahlíð
    Byggðarráð Skagafjarðar - 863 Lagt fram tilboð frá Stefáni Gísla Haraldssyni í hlutafé sveitarfélagsins í Hótel Varmahlíð ehf. Stefán Gísli býður 1.001 kr. í 1.500.000 kr. hlut sveitarfélagsins. Engin starfsemi hefur verið hjá félaginu í mörg ár og eigið fé neikvætt.
    Ólafur Bjarni Haraldsson vék fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði Stefáns Gísla í allt hlutafé sveitarfélagsins Hótel Varmahlíð ehf. og fellur jafnframt frá forkaupsrétti sínum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 863. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með átta atkvæðum. Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 863 Lagt fram til kynningar bréf frá forsætisráðuneytinu, dagsett 2. apríl 2019 þar sem tilkynnt er að ráðuneytið hyggst halda fund 7. júní 2019 á Sauðárkróki um málefni þjóðlendna. Sveitarstjórn og forsvarsmönnum fjallskilanefnda er boðið á fundinn. Bókun fundar Afgreiðsla 863. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 863 Á ársþingi SSNV sem haldið var 5. apríl 2019 var samþykkt tillaga um að vísa Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra til umfjöllunar í sveitarstjórnum á starfssvæðinu. Tillagan lögð fram ásamt greinargerð. Óskað er eftir að athugasemdir berist fyrir 1. maí 2019.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til umfjöllunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 863. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 863 Lögð fram drög sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að reglugerð um veiðar með dragnót við Ísland.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn í samráðsgátt þar sem ítrekuð eru fyrri mótmæli byggðarráðs við ákvörðun ráðherra um afléttingu friðunar á hluta Skagafjarðar fyrir dregnum veiðarfærum og þess krafist að tekið verði tillit til þeirra.
    Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson leggur til að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs svohljóðandi:
    "Sveitarstjórn vill ítreka fyrri mótmæli við ákvörðun ráðherra um afléttingu friðunar á hluta Skagafjarðar fyrir dregnum veiðarfærum og þess krafist að tekið verði tillit til þeirra."
    Samþykkt með níu atkvæðum.


    Afgreiðsla 863. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 863 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. apríl 2019 frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem ráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 111/2019 - Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Umsagnarfrestur er til og með 30.04.2019.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að leggja fram drög að umsögn fyrir ráðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 863. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 863 Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis dagsettur 4. apríl 2019. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að leggja fram drög að umsögn fyrir ráðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 863. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 863 Lögð fram til kynningar áfangaskýrsla Flugklasans Air 66N dagsett 31. mars 2019, varðandi starf klasans 8. október 2018 - 31. mars 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 863. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.