Fara í efni

Reykjarhóll - undirbúningur vegna borunar hitaveituholu

Málsnúmer 1904028

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 58. fundur - 03.04.2019

Lögð var fram til kynningar skýrsla frá ÍSOR vegna jarðhitasvæðisins í Reykjarhól við Varmahlíð.
Vinnsla úr holu VH-12 í Reykjarhól hefur aukist jafnt og þétt síðan vinnsla úr henni hófst árið 2005. Vinnsla var kominn í rúma 24 l/s að meðaltali árið 2015 og hefur verið svipuð síðustu þrjú ár.
Ljóst er að huga þarf að borun á nýrri holu í Reykjarhól til að tryggja rekstraröryggi veitusvæðisins.
Veitunefnd samþykkir að hafin verði undirbúningur að nýrri vinnsluholu í samráði við ÍSOR.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 61. fundur - 12.08.2019

Lagður var fyrir tölvupóstur frá Herði Tryggvasyni, tæknifræðingi hjá ÍSOR, varðandi vinnu við frekari rannsóknir á jarðhitasvæðinu í Reykjarhóli í Varmahlíð.
Í tölvupóstinum er lögð fram kostnaðaráætlun við borun fjögurra rannsóknarholna í Reykjarhól. Áætlunin innifelur undirbúning, borun, úrvinnslu og greinargerð vegna verksins.
Tilgangur rannsóknanna er að staðsetja nýja vinnsluholu í Reykjarhól.
Kostnaðaráætlun vegna verksins eru um 10,5 milljónir.
Veitunefnd felur sviðstjóra og verkefnastjóra að undirbúa framkvæmd verksins.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 70. fundur - 28.09.2020

Sviðsstjóri fór yfir skýrslu frá Ísor sem unnin var 2016 og benti á nauðsyn þess að hugað verði að borun nýrrar vinnsluholu i Varmahlíð á næstu árum. Enn er notendum að fjölga og er hola VH-12 sem er aðal vinnsluholan á svæðinu nánast fullnýtt. Lítið varaafl er til staðar og er því áhættan vegna hugsanlegrar bilunar orðin veruleg. Sviðstjóra er falið að fylgja rannsóknum eftir og láta klára að staðsetja nýja vinnsluholu.