Veitunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Vinnureglur um númerslausar bifreiðar, starfsleyfi verktaka
Málsnúmer 1906274Vakta málsnúmer
2.Hitaveita - Hofsós að Neðri Ási og Ásgarði - verkframkvæmd
Málsnúmer 1904025Vakta málsnúmer
Farið var yfir stöðu framkvæmda við lagningu hitaveitu og ljósleiðara frá Hofsósi að Neðra Ási og Ásgarði. Búið er að leggja stofnlögn hitaveitu og ljósleiðara að Marbæli.
Verktakakostnaður við verkið var komið í um 50% af tilboðsupphæð um mánaðarmót júlí / ágúst og telst verkið á áætlun.
Verktakakostnaður við verkið var komið í um 50% af tilboðsupphæð um mánaðarmót júlí / ágúst og telst verkið á áætlun.
3.Reykjarhóll - undirbúningur vegna borunar hitaveituholu
Málsnúmer 1904028Vakta málsnúmer
Lagður var fyrir tölvupóstur frá Herði Tryggvasyni, tæknifræðingi hjá ÍSOR, varðandi vinnu við frekari rannsóknir á jarðhitasvæðinu í Reykjarhóli í Varmahlíð.
Í tölvupóstinum er lögð fram kostnaðaráætlun við borun fjögurra rannsóknarholna í Reykjarhól. Áætlunin innifelur undirbúning, borun, úrvinnslu og greinargerð vegna verksins.
Tilgangur rannsóknanna er að staðsetja nýja vinnsluholu í Reykjarhól.
Kostnaðaráætlun vegna verksins eru um 10,5 milljónir.
Veitunefnd felur sviðstjóra og verkefnastjóra að undirbúa framkvæmd verksins.
Í tölvupóstinum er lögð fram kostnaðaráætlun við borun fjögurra rannsóknarholna í Reykjarhól. Áætlunin innifelur undirbúning, borun, úrvinnslu og greinargerð vegna verksins.
Tilgangur rannsóknanna er að staðsetja nýja vinnsluholu í Reykjarhól.
Kostnaðaráætlun vegna verksins eru um 10,5 milljónir.
Veitunefnd felur sviðstjóra og verkefnastjóra að undirbúa framkvæmd verksins.
4.Öflun aukins neysluvatns fyrir Sauðárkrók
Málsnúmer 1904185Vakta málsnúmer
Farið var yfir vinnu vegna öflunar á auknu neysluvatni fyrir Sauðárkrók.
Í júlímánuði voru boraðar fjórar kaldavatnsholur, tvær í Veðramóti og tvær í Skarðsdal. Borunin tókst vel og er ljóst að holurnar munu bæta stöðu kaldavatnsmála á Sauðárkróki til muna.
Í júlímánuði voru boraðar fjórar kaldavatnsholur, tvær í Veðramóti og tvær í Skarðsdal. Borunin tókst vel og er ljóst að holurnar munu bæta stöðu kaldavatnsmála á Sauðárkróki til muna.
5.Ísland ljóstengt 2019 - útboðsverk
Málsnúmer 1904027Vakta málsnúmer
Farið var yfir kostnað vegna lagningu ljósleiðara frá Ásgarði að Vatnsleysu samhliða lagningu rafstrengs um hluta svæðisins.
Sviðstjóra falið að halda áfam viðræðum við verktaka um lagningu ljósleiðara með rafstreng.
Sviðstjóra falið að halda áfam viðræðum við verktaka um lagningu ljósleiðara með rafstreng.
Fundi slitið - kl. 11:30.
Umhverfis- og samgöngunefnd hefur óskað eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa vegna samþykktana og mun veitunefnd fylgjast með framvindu málsins.