Veitunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Míla - Skagafjarðarveitur 2020, ljósleiðaralögn
Málsnúmer 2006087Vakta málsnúmer
Farið var yfir stöðu verkefnisins, þau svæði sem eru í vinnslu og þau sem eftir eru. Nokkrir bæir í Hólminum eru enn ótengdir en til stendur að tengja þá á þessu ári. Stefnt er að því að klára það sem eftir verður á árinu 2021 ef nægilegt fjármagn fæst til framkvæmda.
2.Reykjarhóll - undirbúningur vegna borunar hitaveituholu
Málsnúmer 1904028Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri fór yfir skýrslu frá Ísor sem unnin var 2016 og benti á nauðsyn þess að hugað verði að borun nýrrar vinnsluholu i Varmahlíð á næstu árum. Enn er notendum að fjölga og er hola VH-12 sem er aðal vinnsluholan á svæðinu nánast fullnýtt. Lítið varaafl er til staðar og er því áhættan vegna hugsanlegrar bilunar orðin veruleg. Sviðstjóra er falið að fylgja rannsóknum eftir og láta klára að staðsetja nýja vinnsluholu.
3.Varmahlíð Reykjarhóll 2020 hitaleit, rannsóknarboranir
Málsnúmer 2008141Vakta málsnúmer
Búið er að bora 7 nýjar rannsóknaholur vegna hitaleitar. Samkvæmt minnsiblaði frá Ísor frá 28.9.2020 kemur fram að mesti hitinn á svæðinu liggur nokkuð vestar en áður var talið. Vinna þarf frekar úr nýfengnum upplýsingum og gera spá um frekari nýtingu og staðsetningu á nýrri vinnsluholu. Sviðsstjóra falið að halda verkefninu áfram í samvinnu við Ísor.
4.Tenging Ásgarðs í Viðvíkursveit og álagning heimæðargjalds
Málsnúmer 2008145Vakta málsnúmer
Nefndin fór yfir efni erindisins. Leitað hefur verið að sambærilegu máli og ekki eru fordæmi um að tengigjöld hafi verið reiknuð á þann hátt sem lagt er upp með í erindinu. Veitunefnd sér sér ekki fært að samþykkja erindið og er því hafnað. Sviðsstjóra falið að senda bréf þessu til staðfestingar.
5.Hólmurinn, hitaveita Vallanes - Stokkhólmi kostnaðaráætlun
Málsnúmer 2009213Vakta málsnúmer
Lagður var fram útreikningur á áætuðum kostnaði vegna verksins. Heildarkostnaður er áætlaður tæpar 20 milljónir og rúmast þetta verk ekki innan fjárhagsramma ársins 2020. Sviðssjóra falið að svara erindinu, senda bréf á sveitarstjórn Akrahrepps og fá skýr svör um hvort fólk muni taka inn hitaveituna á næsta ári, verði uppá það boðið.
Fundi slitið - kl. 15:00.