Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2019
Málsnúmer 1904029
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 382. fundur - 17.04.2019
Vísað frá 362. fundi byggðarráðs 3. apríl 2019.
Lögð fram drög að viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn gerir ráð fyrir að fjárfesting eignasjóðs hækki um 97,5 mkr. vegna framkvæmda við Aðalgötu 21. Fjárfestingunni verði mætt með aukinni lántöku að fjárhæð 47,5 mkr. og lækkun handbærs fjár um 50,0 mkr.
Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Við gerum athugasemdir við gerð þessa viðauka, annarsvegar þar sem um er að ræða mikla framúrkeyrslu á verkefni sem Byggðalistinn styður ekki, og hinsvegar þar sem viðbótar kostnaði á að mæta með aukinni lántöku og lækkun á handbæru fé. Eðlilegt þætti að halda þeim línum sem settar voru við fjárhagsáætlanagerð til að sýna ábyrga fjármálastefnu í verki.
Ólafur Bjarni Haraldsson
Jóhanna Ey Harðardóttir
Álfhildur Leifsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: Það er mikið áhyggjuefni að kostnaður við framkvæmdir við Aðalgötu 21 sé að fara úr böndunum langt umfram upphaflegar áætlanir. Nú er fjárframlag aukið um 97,5 milljónir eða rétt um 50% á einu bretti vegna svokallaðra nýrra verka sem tengjast m.a. brunavörnum og aðgengi fatlaðra. Slíkar framkvæmdir hefðu varla átt að vera ófyrirséðar frá upphafi verksins miðað við þær byggingarreglugerðir sem skylt er að fara eftir. Ekki sér fyrir endann á því hver endanlegur kostnaður við framkvæmdir verður. Sömu aðilar og standa að sýningunni hafa jafnframt haldið utan um einstaka verkþætti og stjórnað framkvæmdum. Sveitarfélagið hefur greitt fyrir verkin eftir framvindu, en ekki tókst útboð á lagfæringum á húsinu í upphafi þegar því var ætlað annað hlutverk og útboð ekki endurtekið þegar nýjar forsendur lágu fyrir. Mikilvægt er að farið verði ofan í saumana á því hversvegna útgjöld vegna verkefnisins hafa farið svo langt fram úr áætlunum og hvernig komið verði böndum á kostnað vegna þess sem eftir er af framkvæmdum.
Fyrir liggur að annarsvegar stuðningur og ívilnanir vegna Sýndarveruleika ehf. og hinsvegar endurbóta á Aðalgötu 21, svo húsnæðið geti hýst þá sérhæfðu starfsemi sem þar á að fara fram, munu fela í sér aukin rekstrargjöld og skerða framkvæmdagetu sveitarfélagsins næstu áratugi.
Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson, VG og óháð
Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun meirihluta.
Það var samstaða í sveitarstjórn um að reyna að lágmarka framkvæmdir í Aðalgötuhúsunum og ber kostnaðaráætlunin það með sér. Sá viðauki sem til umræðu er hér í dag er tvískiptur, viðbót við eldri verk og ný verk. Stærstu liðir í viðaukanum eru nýtt vindfang og anddyri, m.a. vegna aðgengis hreyfihamlaðra í Gránu. Gert er ráð fyrir lagfæringu á gólfi á efri hæð Gránu sem ekki var inni í upphaflegri kostnaðaráætlun. Stór hluti af rými á efri hæð Gránu er óráðstafað en alltaf verið ljós og vilji sveitarstjórnar að koma þar inn starfsemi af einhverju tagi. Það að fara í lagfæringar á gólfi efri hæðar Gránu nú mun því ekki valda röskun á starfsemi neðrihæðar hússins þegar ákvörðun verður tekin um hvað fer þar inn. Alltaf hefði þurft að fara í þessa framkvæmd, á einhverjum tímapunkti, þegar sveitarfélagið hefði gert upp hug sinn varðandi það hvaða starfsemi henti best þar inn. Í upphaflegri hönnun var ekki gert ráð fyrir sprinkler kerfi í Gránu heldur var gert ráð fyrir hefðbundinni brunahólfun. Á seinni stigum var ákveðið að setja upp sprinkler kerfi í húsið í stað brunahólfunar í samræmi við kröfur brunavarna og áætlaða notkun hússins. Að framansögðu er ljóst að bæta þarf við til verksins og líkt og lög og reglur gera ráð fyrir þarf viðauka vegna breytingar á fjárhagsáætlun.
Þessi viðauki mun ekki hafa áhrif á áform um aðra uppbyggingu sveitarfélagsins í Skagafirði, hvort sem um er að ræða fyrirhugaðar framkvæmdir í skólamálum eða veitumálum líkt og ýjað hefur verið að í fjölmiðlum undanfarið, enda fjárhagsstaða sveitarfélagsins sterk.
Það er einnig rétt að minna á að heildaráhrif framkvæmdarinnar voru metin af Delotte 195 m.kr. á samningstímanum og þrátt fyrir þennan viðauka er ljóst að verkefnið er mjög hagfellt fyrir sveitarfélagið.
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2019 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með 5 atkvæðum. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttur VG og óháð, ásamt Ólafi Bjarna Haraldssyni og Jóhönnu Ey Harðardóttur, Byggðalista, óska bóka að þau sitji hjá.
Lögð fram drög að viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn gerir ráð fyrir að fjárfesting eignasjóðs hækki um 97,5 mkr. vegna framkvæmda við Aðalgötu 21. Fjárfestingunni verði mætt með aukinni lántöku að fjárhæð 47,5 mkr. og lækkun handbærs fjár um 50,0 mkr.
Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Við gerum athugasemdir við gerð þessa viðauka, annarsvegar þar sem um er að ræða mikla framúrkeyrslu á verkefni sem Byggðalistinn styður ekki, og hinsvegar þar sem viðbótar kostnaði á að mæta með aukinni lántöku og lækkun á handbæru fé. Eðlilegt þætti að halda þeim línum sem settar voru við fjárhagsáætlanagerð til að sýna ábyrga fjármálastefnu í verki.
Ólafur Bjarni Haraldsson
Jóhanna Ey Harðardóttir
Álfhildur Leifsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: Það er mikið áhyggjuefni að kostnaður við framkvæmdir við Aðalgötu 21 sé að fara úr böndunum langt umfram upphaflegar áætlanir. Nú er fjárframlag aukið um 97,5 milljónir eða rétt um 50% á einu bretti vegna svokallaðra nýrra verka sem tengjast m.a. brunavörnum og aðgengi fatlaðra. Slíkar framkvæmdir hefðu varla átt að vera ófyrirséðar frá upphafi verksins miðað við þær byggingarreglugerðir sem skylt er að fara eftir. Ekki sér fyrir endann á því hver endanlegur kostnaður við framkvæmdir verður. Sömu aðilar og standa að sýningunni hafa jafnframt haldið utan um einstaka verkþætti og stjórnað framkvæmdum. Sveitarfélagið hefur greitt fyrir verkin eftir framvindu, en ekki tókst útboð á lagfæringum á húsinu í upphafi þegar því var ætlað annað hlutverk og útboð ekki endurtekið þegar nýjar forsendur lágu fyrir. Mikilvægt er að farið verði ofan í saumana á því hversvegna útgjöld vegna verkefnisins hafa farið svo langt fram úr áætlunum og hvernig komið verði böndum á kostnað vegna þess sem eftir er af framkvæmdum.
Fyrir liggur að annarsvegar stuðningur og ívilnanir vegna Sýndarveruleika ehf. og hinsvegar endurbóta á Aðalgötu 21, svo húsnæðið geti hýst þá sérhæfðu starfsemi sem þar á að fara fram, munu fela í sér aukin rekstrargjöld og skerða framkvæmdagetu sveitarfélagsins næstu áratugi.
Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson, VG og óháð
Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun meirihluta.
Það var samstaða í sveitarstjórn um að reyna að lágmarka framkvæmdir í Aðalgötuhúsunum og ber kostnaðaráætlunin það með sér. Sá viðauki sem til umræðu er hér í dag er tvískiptur, viðbót við eldri verk og ný verk. Stærstu liðir í viðaukanum eru nýtt vindfang og anddyri, m.a. vegna aðgengis hreyfihamlaðra í Gránu. Gert er ráð fyrir lagfæringu á gólfi á efri hæð Gránu sem ekki var inni í upphaflegri kostnaðaráætlun. Stór hluti af rými á efri hæð Gránu er óráðstafað en alltaf verið ljós og vilji sveitarstjórnar að koma þar inn starfsemi af einhverju tagi. Það að fara í lagfæringar á gólfi efri hæðar Gránu nú mun því ekki valda röskun á starfsemi neðrihæðar hússins þegar ákvörðun verður tekin um hvað fer þar inn. Alltaf hefði þurft að fara í þessa framkvæmd, á einhverjum tímapunkti, þegar sveitarfélagið hefði gert upp hug sinn varðandi það hvaða starfsemi henti best þar inn. Í upphaflegri hönnun var ekki gert ráð fyrir sprinkler kerfi í Gránu heldur var gert ráð fyrir hefðbundinni brunahólfun. Á seinni stigum var ákveðið að setja upp sprinkler kerfi í húsið í stað brunahólfunar í samræmi við kröfur brunavarna og áætlaða notkun hússins. Að framansögðu er ljóst að bæta þarf við til verksins og líkt og lög og reglur gera ráð fyrir þarf viðauka vegna breytingar á fjárhagsáætlun.
Þessi viðauki mun ekki hafa áhrif á áform um aðra uppbyggingu sveitarfélagsins í Skagafirði, hvort sem um er að ræða fyrirhugaðar framkvæmdir í skólamálum eða veitumálum líkt og ýjað hefur verið að í fjölmiðlum undanfarið, enda fjárhagsstaða sveitarfélagsins sterk.
Það er einnig rétt að minna á að heildaráhrif framkvæmdarinnar voru metin af Delotte 195 m.kr. á samningstímanum og þrátt fyrir þennan viðauka er ljóst að verkefnið er mjög hagfellt fyrir sveitarfélagið.
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2019 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með 5 atkvæðum. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttur VG og óháð, ásamt Ólafi Bjarna Haraldssyni og Jóhönnu Ey Harðardóttur, Byggðalista, óska bóka að þau sitji hjá.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að vísa viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar að bóka eftirfarandi:
VG og óháð standa ekki að samþykkt viðaukans í byggðaráði eða sveitarstjórn. Viljum við jafnframt vekja athygli á því að samkvæmt sveitastjórnarlögum eiga gögn funda að liggja fyrir 24 klst. fyrir fund sem því miður var ekki raunin með viðaukann.
Sveinn Finster Úlfarsson fulltrúi Byggðalistans óskar að bóka eftirfarandi:
Ég geri athugasemdir við gerð þessa viðauka, annarsvegar þar sem um er að ræða mikla framúrkeyrslu á verkefni sem Byggðalistinn styður ekki, og hinsvegar þar sem viðbótar kostnaði á að mæta með aukinni lántöku og lækkun á handbæru fé. Eðlilegt þætti að halda þeim línum sem settar voru við fjárhagsáætlanagerð til að sýna ábyrga fjármálastefnu í verki.