Fara í efni

Lóðarmál Skeljungs í Varmahlíð

Málsnúmer 1904051

Vakta málsnúmer

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 2. fundur - 27.09.2016

Takið var fyrir bréf frá Skeljungi til Sveitarfélagsins Skagafjarðar dagsett 16. júní 2016 undirritað af Ólafi Jónssyni.
Í bréfinu leitar olíufélagið Skeljungur eftir lóð undir eldneytisafgreiðslu í Varmahlíð. Málið rætt og ákveðið að leita frekari gagna.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 3. fundur - 10.11.2016

Tekið var fyrir bréf frá Skeljungi, sjá fundargerð síðasta fundar. Formanni falið að svara erindinu.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 4. fundur - 22.12.2016

Fjallað um samskipti nefndarinnar við Skeljung vegna lóðarmála (sjá bókun síðustu funda). Formaður og Arnór áttu fund með Pacta lögmönnum á Sauðárkróki til ráðgjafar við frekari samskipti við Skeljung.
Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum sem stjórn Menningarseturs Skagfirðinga hefur aflað sér hafnar hún kröfu Skeljungs alfarið um yfirráðarétt yfir lóð með landnr. 146132 í Varmahlíð. Stjórn Menningarseturs vísar málinu til byggðarráðs Sveitarfélagasins Skagafjarðar.