Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga
Dagskrá
Gestir fundarins Ásta Björg Pálmadóttir sveitarsstjóri og Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
1.Lóðarmál Skeljungs í Varmahlíð
Málsnúmer 1904051Vakta málsnúmer
Tekið var fyrir bréf frá Skeljungi, sjá fundargerð síðasta fundar. Formanni falið að svara erindinu.
2.Tjaldsvæðið í Varmahlíð
Málsnúmer 1904054Vakta málsnúmer
Tekið fyrir tölvubréf frá Sigfúsi Inga Sigfússyni frá 9. nóvember 2016. Í bréfinu kemur fram að samningur rekstraraðila um rekstur tjaldsvæðsisins í Varmahlíð er runnið út. Fyrir liggur áhugi á stækkun lóðar undir tjaldsvæði í tengslum við endurnýjun samnings um rekstur.Samþykkt að hanna skipulagsuppdrætti sem voru unnir en ekki samþykktir á sínum tíma og vinna tillögu með tilliti til þeirra.
3.Stígar og upplýsingaskilti
Málsnúmer 1305317Vakta málsnúmer
Tekið fyrir bréf frá reiðveganefnd Hestamannafélagsins Skagfirðings frá 9. nóvember 2016 undirritað af Hjalta Þórðarsyni og Jónínu Stefánsdóttur. þar eru dregnar upp tillögur að reiðvegi vestan Reykjarhóls frá Grófargilsrétt að brú að þjóðvegi 1 yfir Víðimýrará. Byggingarfulltrúa falið að máta tillöguna við aðalskipulag sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri og byggingarfulltrúi véku af fundi.
4.Lóðamál í Varmahlíð
Málsnúmer 1811037Vakta málsnúmer
Fjallað um lóðarmál við Reykjarhólsveg og breytingu á eignarhaldi nokkurra lóða.
Fundargerðin skráð í fundakerfi sveitarfélagsins af Kristínu Jónsdóttur eftir fundargerðarbók stjórnar Menningarseturins.
Fundi slitið.