Glaumbær (146033) Byggðasafn - Umsókn um stöðuleyfi fyrir þjónustuhúsi.
Málsnúmer 1904124
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 346. fundur - 16.04.2019
Hrefna Jóhannesdóttir oddviti, fh. Akrahrepps og Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri, fh. Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sækja um leyfi til að byggja þjónustuhús við Byggðasafnið í Gaumbæ, Skagafirði landnúmer 146033. Meðfylgjandi uppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðing. Uppdráttur er í verki númer 190214, nr. 01 og er hann dagsettur 25.03.2019. Samþykkt að veita stöðuleyfi. Stöðuleyfi gildir til 1. maí 2020
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 85. fundur - 17.05.2019
Hrefna Jóhannesdóttir oddviti, fh. Akrahrepps og Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri, fh. Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sækja um leyfi til að byggja þjónustuhús sem staðsetja á við Byggðasafnið í Gaumbæ, landnúmer 146033. Húsið verður byggt að Borgarflöt 27 á Sauðárkróki og flutt þaðan á undirstöður að Glaumbæ, þar sem húsið hefur fengið stöðuleyfi til 1. maí 2020. Meðfylgjandi uppdráttur gerður á Veitu- og framkvæmdasviði Sveitafélagsins Skagafjarðar af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðing. Uppdráttur er í verki 190214, númer 01, dagsettur 25.03.2019. Erindið samþykkt.