Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

85. fundur 17. maí 2019 kl. 12:45 - 14:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sæmundargata 1a og 1b - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1904101Vakta málsnúmer

Mateinn Jónsson kt. 250577-5169 sækir f.h. Kaupfélags Skagfirðinga kt. 680169-5009 um leyfi til að breyta notkun iðnaðarhúss við Sæmundargötu 1A og 1B, í geymsluhúsnæði. Fasteignanúmer F2132301 og F2132302. Meðfylgjandi uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249. Uppdrættirnir eru í verki 302621, númer. A-100, A-101 og A-102, dagsettir 1. október 2014, breytt 14. september 2018. Erindið samþykkt.

2.Hólar,Bjórsetur - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis

Málsnúmer 1904216Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 190476 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 26. apríl 2019. Óskað er umsagnar um umsókn Bjarna Kristófers Kristjánssonar, f.h. Bjórseturs Íslands - brugghús slf, kt. 530314-0810, Hólum, um tækifærisleyfi vegna bjórhátíðar sem fyrirhugað er að halda þann 1. júní 2019 að Hólum í Hjaltadal. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

3.Skagfirðingabraut 1 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1904100Vakta málsnúmer

Berglind Ösp Þrastardóttir kt. 120796-3649 og Þröstur Ingi Jónsson f.h. Pollahús ehf. kt. 470515-0230 eigenda fjöleignahúss með fasteignanúmerin F2132087 og F2132088 við Skagfirðingabraut 1 á Sauðárkróki, sækja um leyfi fyrir svalahurð á suðurhlið hússins, ásamt því byggja verönd og skjólveggi á lóðinni og koma fyrir setlaug. Fyrir liggur samþykki eiganda Skagfirðingabrautar 3 á fyrirhuguðum framkvæmdum. Erindið samþykkt.

4.Glaumbær (146033) Byggðasafn - Umsókn um stöðuleyfi fyrir þjónustuhúsi.

Málsnúmer 1904124Vakta málsnúmer

Hrefna Jóhannesdóttir oddviti, fh. Akrahrepps og Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri, fh. Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sækja um leyfi til að byggja þjónustuhús sem staðsetja á við Byggðasafnið í Gaumbæ, landnúmer 146033. Húsið verður byggt að Borgarflöt 27 á Sauðárkróki og flutt þaðan á undirstöður að Glaumbæ, þar sem húsið hefur fengið stöðuleyfi til 1. maí 2020. Meðfylgjandi uppdráttur gerður á Veitu- og framkvæmdasviði Sveitafélagsins Skagafjarðar af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðing. Uppdráttur er í verki 190214, númer 01, dagsettur 25.03.2019. Erindið samþykkt.

5.Ægisstígur 4 - Umsókn um breytta notkun.

Málsnúmer 1905070Vakta málsnúmer

Eyþór Fannar Sveinsson kt. 231087-2579 og Jónína Róbertsdóttir kt. 281287-3629 eigendur Ægisstígs 4 á Sauðárkróki, óska eftir að breyta notkun þess hluta hússins, sem nýttur hefur verið undir starfsemi hárgreiðslustofu. Skráningin verði bílgeymsla eins og upphaflega var samþykkt þann 17. ágúst 2005. Erindið samþykkt.

6.Suðurbraut 10 Hofsósi - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1812129Vakta málsnúmer

Júlía Þórunn Jónsdóttir kt. 221182-4489, sækir fh. Lónkots - sveitasetur ehf. kt. 461015-0260, um leyfi til að breyta hluta Suðurbrautar 10 í veitingastað. Jafnframt er sótt um að breyta útliti hússins. Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerir grein fyrir erindinu. Aðaluppdrátturinn er gerður á teiknistofunni T.ark af Ivon Stefáni Cilia arkítekt kt. 141155-4159. Uppdráttur er í verki númer 167-01, nr. 1.1-01, dagsettur 21.03.2019. Erindi samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Fundi slitið - kl. 14:00.