Fara í efni

Götulýsing í Sveitarfélaginu Skagafirði

Málsnúmer 1904132

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 866. fundur - 15.05.2019

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. apríl 2019 frá RARIK ohf. þar sem óskað er eftir viðræðum um að Sveitarfélagið Skagafjörður taki yfir götulýsingarkerfi sem RARIK hefur rekið í sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að taka saman gögn um málið fyrir ráðið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 869. fundur - 05.06.2019

Erindið áður á 866. fundi byggðarráðs þann 15. maí 2019. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. apríl 2019 frá RARIK ohf. þar sem óskað er eftir viðræðum um að Sveitarfélagið Skagafjörður taki yfir götulýsingarkerfi sem RARIK hefur rekið í sveitarfélaginu. Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIK kom á fundinn og kynnti erindið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 936. fundur - 21.10.2020

Lagður fram samningur milli RARIK ohf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar. Sveitarfélagið yfirtekur og eignast götulýsingarkerfi RARIK í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið mun bera ábyrgð á rekstri og endurnýjun götulýsingarkerfisins í sveitarfélaginu frá og með undirritun samningsins. Sveitarfélagið yfirtekur og eignast götulýsingarkerfið í því ástandi sem það er við undirritun samningsins. Götulýsingarkerfið samanstendur af 1188 götuljósastaurum með tilheyrandi ljósbúnaði ásamt strenglögnum fyrir götulýsinguna og tilheyrandi götuskápum með varnar- og stjórnbúnaði.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar.
Byggðarráð vill beina því til stjórnar RARIK ohf. að fyrirtækið efli starfsemi sína í Skagfirði með fleiri störfum eins og gefin voru fyrirheit um við sölu Rafveitu Sauðárkróks en Skagafjörður er eitt stærsta markaðssvæði fyrirtækisins og eðlilegt að fjöldi starfsmanna endurspeglist í því.