Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Samþykkt samhljóða í upphafi fundar að taka mál nr. 2010046 Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 987/2004 um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku og mál nr. 2010186 Öryggi fjarskipta, á dagskrá með afbrigðum.
1.Starfshópur um aðgerðir til eflingar nýsköpunar í Skagafirði
Málsnúmer 2005008Vakta málsnúmer
Málið áður rætt á fundum byggðarráðs. Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
2.Götulýsing í Sveitarfélaginu Skagafirði
Málsnúmer 1904132Vakta málsnúmer
Lagður fram samningur milli RARIK ohf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar. Sveitarfélagið yfirtekur og eignast götulýsingarkerfi RARIK í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið mun bera ábyrgð á rekstri og endurnýjun götulýsingarkerfisins í sveitarfélaginu frá og með undirritun samningsins. Sveitarfélagið yfirtekur og eignast götulýsingarkerfið í því ástandi sem það er við undirritun samningsins. Götulýsingarkerfið samanstendur af 1188 götuljósastaurum með tilheyrandi ljósbúnaði ásamt strenglögnum fyrir götulýsinguna og tilheyrandi götuskápum með varnar- og stjórnbúnaði.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar.
Byggðarráð vill beina því til stjórnar RARIK ohf. að fyrirtækið efli starfsemi sína í Skagfirði með fleiri störfum eins og gefin voru fyrirheit um við sölu Rafveitu Sauðárkróks en Skagafjörður er eitt stærsta markaðssvæði fyrirtækisins og eðlilegt að fjöldi starfsmanna endurspeglist í því.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar.
Byggðarráð vill beina því til stjórnar RARIK ohf. að fyrirtækið efli starfsemi sína í Skagfirði með fleiri störfum eins og gefin voru fyrirheit um við sölu Rafveitu Sauðárkróks en Skagafjörður er eitt stærsta markaðssvæði fyrirtækisins og eðlilegt að fjöldi starfsmanna endurspeglist í því.
3.Tillaga að endurskoðuðum samningum
Málsnúmer 2004123Vakta málsnúmer
Lagðir fram þrír samningar milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Golfklúbbs Skagafjarðar sem fella úr gildi eldri samninga frá árinu 2015. Samningur um rekstur golfklúbbs og golfvallar, verksamningur um slátt ákveðinna opinna svæða á Sauðárkróki skv. lista, þjónustusamningur um slátt á íþróttaleikvanginum á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir framlagða samninga.
Byggðarráð samþykkir framlagða samninga.
4.Boð til Sveitarfélagsins Skagafjarðar um að neyta forkaupsréttar
Málsnúmer 2010130Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. október 2020 frá Sögu skipamiðlun ehf. f.h. FISK-Seafood ehf. Sveitarfélaginu er boðinn forkaupsréttur að skipinu Farsæli SH-33, skipaskrárnúmer 1629, með vísan til 3. mgr., 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
5.Lóðir og skipulag Flæðagerði
Málsnúmer 2010120Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 9. október 2020 frá Þórarni Eymundssyni og Sigríði Gunnarsdóttur, Víkingi Gunnarssyni og Guðrúnu Stefánsdóttur, Kristínu Elfu Magnúsdóttur og Sigurpáli Þór Aðalsteinssyni, þar sem þau lýsa yfir áhuga á að sækja um lóðir og hefja byggingu á hesthúsum á svæðinu vestan við reiðhöllina Svaðastaði við Flæðagerði á Sauðárkróki. Umrætt svæði er skilgreint sem byggingarsvæði fyrir hesthús í vinnslutillögu nýs aðalskipulags.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
6.Frestir vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2021
Málsnúmer 2010131Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 15. október 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til allra sveitarfélaga. Ljóst er að þær efnahagslegu aðstæður sem skapast hafa vegna Covid-19 faraldursins fela í sér miklar áskoranir við undirbúning og framsetningu fjárhagsáætlana sveitarfélaga vegna ársins 2021. Að mati ráðuneytisins eru veigamikil rök fyrir því að veita öllum sveitarfélögum frest til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlana sé þess óskað á grundvelli 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga. Sé þess óskað mun ráðuneytið veita eftirfarandi fresti:
1. Byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem ákveðið er í samþykkt sveitarfélags, getur lagt fram tillögu að fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. desember 2020.
2. Að lokinni umfjöllun sveitarstjórnar getur afgreiðsla fjárhagsáætlunar farið fram eigi síðar en 31. desember 2020.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um frest, á grundvelli 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlagasamkvæmt ofangreindu, til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlana.
1. Byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem ákveðið er í samþykkt sveitarfélags, getur lagt fram tillögu að fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. desember 2020.
2. Að lokinni umfjöllun sveitarstjórnar getur afgreiðsla fjárhagsáætlunar farið fram eigi síðar en 31. desember 2020.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um frest, á grundvelli 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlagasamkvæmt ofangreindu, til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlana.
7.Útreikningar vegna fasteignaskatts
Málsnúmer 2010149Vakta málsnúmer
Lagt fram vinnuskjal vegna fjárhagsáætlunar 2021 varðandi fasteignamat og fasteignaskatt.
8.EFS - beiðni um útkomuspá 2020 og fjárhagsáætlun 2021
Málsnúmer 2010092Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. október 2020 frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Með tilvísun í 79.gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011 óskar eftirlitsnefndin eftir að henni berist útkomuspá fyrir fjárhagsárið 2020 samhliða fjárhagsáætlun fyrir árið 2021. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um til hvaða fjárhagslegra aðgerða sveitarstjórn hyggst grípa eða hefur gripið til vegna Covid-19 ástandsins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bregðast við erindinu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bregðast við erindinu.
9.Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 98 2004 um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku
Málsnúmer 2010046Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. október 2020 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 208/2020, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 98/2004, um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku (verðlagshækkun jöfnunargjalds raforku)". Umsagnarfrestur er til og með 20.10.2020. Áður á dagskrá 935. fundar byggðarráðs.
Lögð fram til staðfestingar eftirfarandi umsögn sem send var í samráðsgáttina þann 20. október 2020.
"Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar mikilvægu skrefi sem felst í frumvarpi um aukið framlag til jöfnunar dreifikostnaðar raforku á milli dreifbýlis og þéttbýlis. Mikilvægt er að þessi framlög aukist verulega samhliða því sem unnið verði að því að tryggja afhendingaröryggi raforku og átaki í þrífösun rafmagns á landinu öllu.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur mikla áherslu á þörf er á að ganga enn lengra í þessa átt og að unnið verði markvisst að því að ná fullum jöfnuði á kostnaði við dreifingu raforku á milli dreifbýlis og þéttbýlis og að lögum verði breytt í því skyni."
Byggðarráð staðfestir framangreinda umsögn.
Lögð fram til staðfestingar eftirfarandi umsögn sem send var í samráðsgáttina þann 20. október 2020.
"Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar mikilvægu skrefi sem felst í frumvarpi um aukið framlag til jöfnunar dreifikostnaðar raforku á milli dreifbýlis og þéttbýlis. Mikilvægt er að þessi framlög aukist verulega samhliða því sem unnið verði að því að tryggja afhendingaröryggi raforku og átaki í þrífösun rafmagns á landinu öllu.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur mikla áherslu á þörf er á að ganga enn lengra í þessa átt og að unnið verði markvisst að því að ná fullum jöfnuði á kostnaði við dreifingu raforku á milli dreifbýlis og þéttbýlis og að lögum verði breytt í því skyni."
Byggðarráð staðfestir framangreinda umsögn.
10.Öryggi fjarskipta
Málsnúmer 2010186Vakta málsnúmer
Sveitarfélögin í Skagafirði hafa unnið að því á undanförnum árum í samvinnu við stjórnvöld í gegnum verkefnið Ísland ljóstengt að koma á ljósleiðaratengingu í dreifbýli utan markaðssvæða. Er þess nú skammt að bíða að flest heimili í dreifbýli í Skagafirði hafi aðgang að háhraða fjarskiptatengingu. Gsm og tetra-samband í Skagafirði er hins vegar víða stopult eða ekki til staðar. Á þetta nokkuð víða við, m.a. í inndölum og um hálendið þar sem m.a. er stundaður landbúnaður og ferðaþjónusta, auk þess sem svæðið laðar að sér marga gesti til útivistar. Enn er því óleyst það mikilvæga verkefni að tryggja fjarskiptasamband fyrir almenning til neyðar- og viðbragðsaðila gegnum 112.
Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir áhyggjum af lélegu fjarskiptasambandi víða um Skagafjörð sem dregur úr öryggi þeirra sem búa á svæðinu eða eiga leið um það. Byggðarráð hvetur Neyðarlínuna og ríkisvaldið til að tryggja fullnægjandi fjarskiptasamband með uppsetningu fleiri senda í samvinnu við staðkunnuga, auk þess sem Tetra-sambandið verði stórlega bætt til að auka öryggi íbúa og ferðamanna í landshlutanum.
Þá skorar byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar enn fremur á Neyðarlínuna og ríkisvaldið að tryggja fullnægjandi fjarskiptasamband á bæjum í Skagafirði áður en gamla koparkerfið (heimasíminn) verður að fullu lagt niður á næstu vikum. Annað er með öllu ólíðandi.
Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir áhyggjum af lélegu fjarskiptasambandi víða um Skagafjörð sem dregur úr öryggi þeirra sem búa á svæðinu eða eiga leið um það. Byggðarráð hvetur Neyðarlínuna og ríkisvaldið til að tryggja fullnægjandi fjarskiptasamband með uppsetningu fleiri senda í samvinnu við staðkunnuga, auk þess sem Tetra-sambandið verði stórlega bætt til að auka öryggi íbúa og ferðamanna í landshlutanum.
Þá skorar byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar enn fremur á Neyðarlínuna og ríkisvaldið að tryggja fullnægjandi fjarskiptasamband á bæjum í Skagafirði áður en gamla koparkerfið (heimasíminn) verður að fullu lagt niður á næstu vikum. Annað er með öllu ólíðandi.
11.Samráð; Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um skotelda.
Málsnúmer 2010116Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. október 2020, þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 218/2020, "Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um skotelda". Umsagnarfrestur er til og með 28.10.2020.
12.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020
Málsnúmer 2010147Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 17. október 2020 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarstjórna og landshlutasamtaka sveitarfélaga, varðandi XXXV. landsþing sambandsins þann 18. desember 2020. Í ljósi aðstæðna verður landsþingið haldið rafrænt.
Fundi slitið - kl. 15:52.