Fara í efni

Sólgarðaskóli, framtíðaráætlanir

Málsnúmer 1905129

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 870. fundur - 12.06.2019

Lagt fram ódagsett bréf, skráð 16. maí 2019, frá Ólöfu Ýrr Atladóttur og Arnari Þór Árnasyni varðandi Sólgarðaskóla í Fljótum, framtíðaráætlanir, bílaplan og lóð.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hafa samband við bréfritara um endurbætur á lóð og plani. Hvað varðar afnot af Sólgarðaskóla getur byggðarráð ekki orðið við erindinu að svo stöddu á meðan beðið er eftir niðurstöðu starfshóps um framtíðarstarfsemi í Sólgarðaskóla.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 905. fundur - 11.03.2020

Lagt fram bréf dagsett 10.03. 2020 frá Sótahnjúki ehf. varðandi framtíðarsýn Sótahnjúks ehf. fyrir Sólgarðatorfuna í Fljótum - hugmyndir um rekstur.
Á fund byggðarráðs kom fulltrúi fyrirtækisins Arnar Þór Árnason og Ólöf Ýrr Atladóttir tók einnig þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað og kynntu þau fyrirtæki sitt og framtíðarsýn með leigu Sólgarðaskóla í huga, að hluta eða öllu leyti.
Byggðarráð þakkar fyrir kynninguna og mun taka erindið til skoðunar.