Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

905. fundur 11. mars 2020 kl. 13:30 - 15:41 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Viðræður um mögulega sameiningu sveitarfélaga

Málsnúmer 2003010Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 2. mars 2020 frá sameiningarnefnd sveitarfélaganna Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar. Á fundi sameiningarnefndar þann 25. febrúar 2020 var ákveðið að kanna áhuga annarra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra á því að taka þátt í sameiningarviðræðum. Óskað er eftir því að sveitarstjórnir Akrahrepps, Húnaþings vestra og Sveitarfélagsins Skagafjarðar taki afstöðu til þess hvort þau hafi áhuga á þátttöku í sameiningarviðræðum með sveitarfélögum í Austur-Húnavatnssýslu. Óskað er svara fyrir 7. apríl næstkomandi.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar fyrir erindi frá sameiningarnefnd sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu þar sem óskað er eftir afstöðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar til þátttöku í sameiningarviðræðum með fyrrgreindum sveitarfélögum.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar er jákvætt fyrir frekari sameiningum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Fordæmi frá sameiningum sveitarfélaga í Skagafirði og Vestur-Húnavatnssýslu sýna að slíkar sameiningar skila sér oftar en ekki í öflugum og kraftmiklum einingum sem hafa getu til uppbyggingar góðrar þjónustu og fjárfestinga í nauðsynlegum innviðum samfélagsins.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur þó að eðlileg næstu skref af þess hálfu séu viðræður um sameiningu sveitarfélaganna í Skagafirði. Með því sé fyrst látið reyna á sameiningarvilja sveitarfélaga sem hafa áratugalanga reynslu af öflugu og mjög nánu samstarfi áður en ráðist sé í viðræður um á margan hátt flóknari sameiningar fleiri sveitarfélaga á mun stærra landsvæði. Sá tími kann þó að renna upp innan fárra ára ef stjórnvöld fylgja eftir fyrirheitum um styrkingu innviða sem eru á forræði ríkisins á svæðinu, s.s. í bættum samgöngum, fjarskiptum og öruggari orkuafhendingu og með því stækkun þjónustu- og vinnusóknarsvæða, auk styrkingar tekjustofna sveitarfélaga og tilfærslu verkefna sem eðlilegt er að sinnt sé í nærsamfélögum íbúanna.

2.Sólgarðaskóli, framtíðaráætlanir

Málsnúmer 1905129Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 10.03. 2020 frá Sótahnjúki ehf. varðandi framtíðarsýn Sótahnjúks ehf. fyrir Sólgarðatorfuna í Fljótum - hugmyndir um rekstur.
Á fund byggðarráðs kom fulltrúi fyrirtækisins Arnar Þór Árnason og Ólöf Ýrr Atladóttir tók einnig þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað og kynntu þau fyrirtæki sitt og framtíðarsýn með leigu Sólgarðaskóla í huga, að hluta eða öllu leyti.
Byggðarráð þakkar fyrir kynninguna og mun taka erindið til skoðunar.

3.Erindi vegna Sólgarða í Fljótum

Málsnúmer 1905150Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá byggðarráðs þann 22. maí 2019. Lagt fram bréf dagsett 20. maí 2019 frá Söguskjóðunni slf. kt. 630517-1760 þar sem félagið sækir um langtímaleigu á húsnæðinu sem það hefur nú á leigu á Sólgörðum í Fljótum. Jafnframt lýsa forsvarsmenn félagsins sig tilbúna til að starfa við sundlaugina á Sólgörðum á umsömdum leigutíma.
Kristín Sigurrós Einarsdóttir forsvarsmaður Söguskjóðunnar slf. tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað undir þessum dagskrárlið og kynnti starfsemi fyrirtækisins og framtíðarfyrirætlanir með leigu Sólgarðaskóla í huga.
Byggðarráð þakkar fyrir kynninguna og mun taka erindið til skoðunar.

4.Framtíðarstarfsemi í Sólgarðaskóla

Málsnúmer 1712208Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. mars 2020 frá starfshópi um framtíð Sólgarðaskóla.
Starfshópur um framtíð Sólgarðaskóla leggur til við byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem jafnframt er stjórn eignasjóðs, að leita eftir samstarfi við stjórnvöld um breytingu á húsnæði Sólgarðaskóla í hagkvæmt leiguhúsnæði líkt og gert hefur verið víðar á landsbyggðinni.
Starfshópurinn leggur jafnframt til að syðsta hluta Sólgarðaskóla, sem áður hýsti leikskóla, verði ekki ráðstafað til langtímanota að sinni, þannig að mögulega verði unnt að opna leikskóla þar aftur ef börnum á leikskólaaldri heldur áfram að fjölga og grundvöllur verður fyrir slíkri starfsemi að nýju.
Þá leggur starfshópurinn að lokum til að á meðan unnið verði að undirbúningi breytinga verði húsnæðið leigt áfram í skammtímaleigu til þess rekstraraðila sem starfrækt hefur ferðaþjónustu í húsnæðinu undanfarna mánuði.
Byggðarráð þakkar starfshópnum fyrir gott starf og mun taka tillögurnar til skoðunar.

5.Skólahús og sundlaug á Sólgörðum

Málsnúmer 2002286Vakta málsnúmer

Lögð fram tvö bréf dagsett 25. febrúar 2020, frá stjórn Íbúa- og átthagafélags Fljóta um málefni Sólgarða. Annars vegar varðandi viðhald sundlaugar og hins vegar varðandi viðhald og nýtingu skólahússins.
Svör:
Starfsmenn veitu- og framkvæmdasviðs hafa metið skemmdir á þakkanti skólahússins ásamt almennu ástandi hússins. Verið er að leggja drög að framkvæmdum vegna viðgerða og kanna hugsanlegar tryggingabætur vegna þess tjóns sem varð í óveðrinu í desember.
Framtíðarhlutverk húsnæðisins hefur verið til umfjöllunar í starfshópi um framtíð
Sólgarðaskóla. Byggðarráð hefur fengið tillögur ráðsins og er með þær til skoðunar ásamt erindum sem hafa borist frá tveimur aðilum. Byggðarráð hyggst taka ákvörðun í málinu á næstu dögum.
Hvað varðar sundlaugina á Sólgörðum þá er það forgangsatriði að koma sundlaugarkerfinu í ásættanlegt horf. Mögulega má breyta annarri forgangsröðun hvað varðar klefa, ytra byrði hússins og girðingu umhverfis laugina.
Byggðarráð felur starfsmanni eignasjóðs og staðgengli sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að ræða við forsvarsmenn Íbúa- og átthagafélags Fljóta um mögulegar breytingar á forgangsröðun þeirra framkvæmda.

6.Sólgarðar lóð 207636 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2001161Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. janúar 2020 úr máli 2001220 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dags. 16.01.2020 sækir Arnar Þór Árnason, kt. 070267-4389, f.h. Sótahnjúks ehf., kt.691012-1740, um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Sólgörðum, 570 Fljót. Fasteignanúmer 2143857.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

7.Umsókn um lækkun fasteignaskatts 2020

Málsnúmer 2003012Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar 2020 frá Sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju. Sótt er um niðurfellingu fasteignaskatts ársins 2020 af Safnaðarheimilinu við Aðalgötu 1, Sauðárkróki, F213-1092 á grundvelli reglugerðar um fasteignaskatt nr. 1160/2005.
Byggðarráð samþykkir að fella niður álagðan fasteignaskatt 2020 af fasteigninni.

8.Leitað leyfis landeiganda eða annars rétthafa, erindi til allra sveitastjórna

Málsnúmer 2002232Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. febrúar 2020 frá Félagi húsbílaeigenda. Í erindinu kemur fram að í 22. gr. Náttúruverndarlaga segir m.a.:
„Utan þéttbýlis skal leita leyfis landeiganda eða annars rétthafa ef nota á tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla og annan sambærilegan búnað utan skipulagðra tjaldsvæða.“
Félagð óskar leyfis „landeiganda eða annars rétthafa“, þ.e. sveitafélaganna þar sem það á við „ef nota á tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla og annan sambærilegan búnað utan skipulagðra tjaldsvæða“.


9.Samráð; Menntastefna 2030 drög að tillögu til þingsályktunar

Málsnúmer 2003058Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. mars 2020 þar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 60/2020, „Menntastefna 2030 - drög að tillögu til þingsályktunar“. Umsagnarfrestur er til og með 13.03.2020.
Byggðarráð tekur undir markmið þingsályktunarinnar.

10.Samráð; Uppbygging innviða

Málsnúmer 2003072Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. mars 2020 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 55/2020, „Uppbygging innviða“. Umsagnarfrestur er til og með 31.03.2020.

11.Viðbragðsáætlun Covid-19

Málsnúmer 2003080Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 1. útgáfa af Viðbragðsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar við heimsfaraldri, dagsett 9. mars 2020.

12.Aðalfundarboð 2020

Málsnúmer 2003016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Landssamtaka landeigenda á Íslandi (LLÍ), þann 19. mars 2020.

Fundi slitið - kl. 15:41.