Fara í efni

Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um matvæli

Málsnúmer 1905146

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 867. fundur - 22.05.2019

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. maí 2019 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál.
Erindinu frestað til næsta fundar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 868. fundur - 29.05.2019

Frestað mál frá 867. fundi byggðarráðs þann 22. maí 2019.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. maí 2019 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir markmið frumvarpsins um að nauðsynlegt sé að bæta miðlun upplýsinga til almennings um sýklalyfjanotkun við framleiðslu matvæla til neytenda. Með þeim hætti geta neytendur tekið upplýsta ákvörðun um kaup sín á matvælum, áttað sig betur á uppruna matvæla í matvælaverslunum og notkun sýklalyfja í þeim löndum. Upplýsingar sem þessar eru mikilvægar í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi og áhættunni sem felst í að það geti borist frá löndum með útbreitt ónæmi til landa með lítið ónæmi eins og Íslands. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar bendir jafnframt á að rétt væri að huga að útvíkkun frumvarpsins þannig að sambærilegum upplýsingum verði miðlað til neytenda á veitingastöðum og í mötuneytum hér á landi.