Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

868. fundur 29. maí 2019 kl. 11:30 - 12:48 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál 1905229 Norðurá bs. - aðalfundarboð 2019, á dagskrá með afbrigðum.

1.Beiðni um umsögn vegna kaupa á ríkisjörðinni Ökrum Fljótum

Málsnúmer 1904241Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi sem barst 29. apríl 2019 frá Erni A. Þórarinssyni, kt. 1201513049, þar sem hann óskar eftir umsögn vegna fyrirhugaðra kaupa hans á ríkisjörðinni Ökrum í Fljótum.
Umsögn vegna sölu ríkisjarðarinnar Barðs í Fljótum:
Á jörðinni Ökrum í Fljótum hefur ábúandi jarðarinnar Örn A. Þórarinsson haft jörðina í ábúð um langt skeið. Á hann þar lögheimili og stundar almennan búskap. Ástand mannvirkja og jarðarinnar verður að teljast gott. Jörðina hefur ábúandi setið vel og mælir byggðarráð með því að hann fái jörðina keypta.

2.Heilsdagsskóli (frístund) í Varmahlíð

Málsnúmer 1901184Vakta málsnúmer

Erindinu vísað til byggðarráðs frá 142. fundi fræðslunefndar þann 23. maí 2019. Svohljóðandi bókun var gerð: "Fyrir liggur tölvuskeyti frá oddvita Akrahrepps með staðfestingu á því að hreppurinn mun taka þátt í að koma á fót og reka heilsdagsvistun við Varmahlíðarskóla á grundvelli þeirra minnisblaða og kostnaðaráætlana sem kynnt hafa verið. Fræðslunefnd fagnar niðurstöðu málsins og felur sviðsstjóra að koma málinu í framkvæmd. Fræðslunefnd vísar málinu áfram til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að leggja fram viðauka fyrir breytingum á húsnæði Varmahlíðarskóla auk annars rekstrarkostnaðar, á næsta fundi byggðarráðs.

3.Vinnuskólalaun 2019

Málsnúmer 1903255Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 265. fundar félags- og tómstundanefndar frá 29. apríl 2019 varðandi vinnuskólalaun ársins 2019.
"Lagt fram minnisblað frá frístundastjóra um laun í vinnuskóla sumarið 2019. Laun nemenda verða sem hér segir:
Árgangur 2006 getur unnið sér inn kr. 21.480 fyrir 40 klukkustunda vinnuframlag
Árgangur 2005 getur unnið sér inn kr. 71.280 fyrir 120 klukkustunda vinnuframlag
Árgangur 2004 getur unnið sér inn kr. 122.940 fyrir 180 klukkustunda vinnuframlag
Árgangur 2003 getur unnið sér inn kr. 199.200 fyrir 240 klukkustunda vinnuframlag
Nefndin samþykkir laun vinnuskóla sumarið 2019."
Byggðarráð samþykkir framlagða bókun félags- og tómstundanefndar og áréttar að tímalaun vinnuskólans eru með orlofi.

4.Styrkbeiðni vegna náms

Málsnúmer 1905181Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Ingva Hrannari Ómarssyni, dagsett 23. maí 2019, þar sem hann sækir um styrk frá sveitarfélaginu til að stunda nám við Stanford Graduate School of Education, skólaárið 2019-2020 og halda áfram verkefnum í heimabyggð sem styðja skólaþróun og fagmennsku starfsfólks skólanna.
Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar og felur fræðslustjóra að afla upplýsinga um UTís ráðstefnu og starfsdag í upplýsingatækni.

5.Beiðni um lækkun fasteignaskatts

Málsnúmer 1905212Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál.

6.Beiðni um lækkun fasteignaskatts

Málsnúmer 1905169Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál.

7.Saurbær ehf - umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1905222Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1905444 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn Heiðrúnar Óskar Eymundsdóttur kt. 300985-3869, Saurbæ, 561 Varmahlíð, f.h. Saurbæjar ehf, kt. 590602-3880, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Saurbæ, 561 Varmahlíð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

8.Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um matvæli

Málsnúmer 1905146Vakta málsnúmer

Frestað mál frá 867. fundi byggðarráðs þann 22. maí 2019.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. maí 2019 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir markmið frumvarpsins um að nauðsynlegt sé að bæta miðlun upplýsinga til almennings um sýklalyfjanotkun við framleiðslu matvæla til neytenda. Með þeim hætti geta neytendur tekið upplýsta ákvörðun um kaup sín á matvælum, áttað sig betur á uppruna matvæla í matvælaverslunum og notkun sýklalyfja í þeim löndum. Upplýsingar sem þessar eru mikilvægar í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi og áhættunni sem felst í að það geti borist frá löndum með útbreitt ónæmi til landa með lítið ónæmi eins og Íslands. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar bendir jafnframt á að rétt væri að huga að útvíkkun frumvarpsins þannig að sambærilegum upplýsingum verði miðlað til neytenda á veitingastöðum og í mötuneytum hér á landi.

9.Norðurá bs. - aðalfundarboð 2019

Málsnúmer 1905229Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð Norðurár bs. miðvikudaginn 5. júní 2019.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

10.Norðurstrandarleið Arctic Coast Way

Málsnúmer 1711018Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla nr. 4, maí 2019, um verkefnið Arctic Coast Way - Norðurstrandaleið.

11.Fundagerðir SSNV 2019

Málsnúmer 1901003Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar SSNV frá 8. janúar, 5. febrúar, 5. mars, 5. apríl og 15. maí 2019.

Fundi slitið - kl. 12:48.