Fara í efni

Erindi vegna Sólgarða í Fljótum

Málsnúmer 1905150

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 867. fundur - 22.05.2019

Lagt fram bréf dagsett 20. maí 2019 frá Söguskjóðunni slf. kt. 630517-1760 þar sem félagið sækir um langtímaleigu á húsnæðinu sem það hefur nú á leigu á Sólgörðum í Fljótum. Jafnframt lýsa forsvarsmenn félagsins sig tilbúna til að starfa við sundlaugina á Sólgörðum á umsömdum leigutíma.
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu á meðan beðið er eftir niðurstöðu starfshóps um framtíðarstarfsemi í Sólgarðaskóla.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 905. fundur - 11.03.2020

Málið áður á dagskrá byggðarráðs þann 22. maí 2019. Lagt fram bréf dagsett 20. maí 2019 frá Söguskjóðunni slf. kt. 630517-1760 þar sem félagið sækir um langtímaleigu á húsnæðinu sem það hefur nú á leigu á Sólgörðum í Fljótum. Jafnframt lýsa forsvarsmenn félagsins sig tilbúna til að starfa við sundlaugina á Sólgörðum á umsömdum leigutíma.
Kristín Sigurrós Einarsdóttir forsvarsmaður Söguskjóðunnar slf. tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað undir þessum dagskrárlið og kynnti starfsemi fyrirtækisins og framtíðarfyrirætlanir með leigu Sólgarðaskóla í huga.
Byggðarráð þakkar fyrir kynninguna og mun taka erindið til skoðunar.