Fara í efni

Styrkbeiðni vegna náms

Málsnúmer 1905181

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 868. fundur - 29.05.2019

Lagt fram bréf frá Ingva Hrannari Ómarssyni, dagsett 23. maí 2019, þar sem hann sækir um styrk frá sveitarfélaginu til að stunda nám við Stanford Graduate School of Education, skólaárið 2019-2020 og halda áfram verkefnum í heimabyggð sem styðja skólaþróun og fagmennsku starfsfólks skólanna.
Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar og felur fræðslustjóra að afla upplýsinga um UTís ráðstefnu og starfsdag í upplýsingatækni.