Erindi frá FISK Seafood vegna Hólalax
Málsnúmer 1906091
Vakta málsnúmerVeitunefnd Svf Skagafjarðar - 62. fundur - 25.09.2019
Tekið fyrir erindi frá FISK Seafood ehf. dags. 16. ágúst 2019 varðandi samruna Hólalax og FISK Seafood, þar sem óskað er eftir að veitunefnd fjalli að nýju um réttindi og skyldur Hólalax í kjölfar samruna fyrirtækjanna. Í bréfinu er tilgreint að FISK Seafood hafi með samrunanum yfirtekið öll réttindi og skyldur Hólalax, þ.m.t. varðandi orkuviðskipti.
Veitunefnd fellst á það eftir skoðun málsins að réttindi og skyldur Hólalax gagnvart Skagafjarðarveitum fylgi með samruna fyrirtæksins við FISK Seafood en óskar jafnframt eftir viðræðum við fyrirtækið á grundvelli 8. greinar samnings um orkuviðskipti frá 1991.
Veitunefnd fellst á það eftir skoðun málsins að réttindi og skyldur Hólalax gagnvart Skagafjarðarveitum fylgi með samruna fyrirtæksins við FISK Seafood en óskar jafnframt eftir viðræðum við fyrirtækið á grundvelli 8. greinar samnings um orkuviðskipti frá 1991.
Nefndin samþykkir að samningur vegna kaupa bleikjueldisstöðvar á Hólum á heitu vatni verði tekinn til endurskoðunar þar sem tekið verður mið af núgildandi gjaldskrá Skagafjarðarveitna.