Fara í efni

Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1906105

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 870. fundur - 12.06.2019

Lagður fram viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn er annars vegar gerður vegna stofnsetningar frístundaúrræðis við Varmahlíðarskóla. Tekjur eru 2.335 þús.kr. og rekstrargjöld 6.800 þús.kr. í A-hluta. Útgjöldunum mætt með lækkun handbærs fjár. Hins vegar er viðauki í A-hluta vegna Bugaskála að fjárhæð 2.000 þús.kr. Útgjöldunum mætt með lækkun útgjalda vegna landbúnaðarmála um 1.000 þús.kr. og lækkun handbærs fjár um 1.000 þús.kr.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2019.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 385. fundur - 26.06.2019

Vísað frá 870. fundi byggðarráðs frá 12. júní 2019, til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Lagður fram viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn er annars vegar gerður vegna stofnsetningar frístundaúrræðis við Varmahlíðarskóla. Tekjur eru 2.335 þús.kr. og rekstrargjöld 6.800 þús.kr. í A-hluta. Útgjöldunum mætt með lækkun handbærs fjár. Hins vegar er viðauki í A-hluta vegna Bugaskála að fjárhæð 2.000 þús.kr. Útgjöldunum mætt með lækkun útgjalda vegna landbúnaðarmála um 1.000 þús.kr. og lækkun handbærs fjár um 1.000 þús.kr. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2019.

Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2019, borin upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.