Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
1.Samþykktir um stjórn og fundasköp - breyting
Málsnúmer 1905154Vakta málsnúmer
2.Fundagerðir stjórnar SÍS 2019
Málsnúmer 1901002Vakta málsnúmer
3.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits N.l. vestra 2019
Málsnúmer 1901006Vakta málsnúmer
4.Fundagerðir stjórnar Norðurár bs. 2019
Málsnúmer 1901009Vakta málsnúmer
5.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 11
Málsnúmer 1906017FVakta málsnúmer
6.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 10
Málsnúmer 1906012FVakta málsnúmer
7.Sumarleyfi sveitarstjórnar 2019
Málsnúmer 1904203Vakta málsnúmer
Undirrituð leggur til að byggðarráð fái heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 27. júní 2019 til og með 8. ágúst 2019.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með níu greiddum atkvæðum.
8.Endurtilnefning varmanns í félags- og tómstundanefnd
Málsnúmer 1906238Vakta málsnúmer
Forseti getir tillögu um Sigurjón Viðar Leifsson, sem kemur í stað Jónínu Róbertsdóttur frá Byggðalista.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og skoðast hann því rétt kjörinn.
9.Tilnefning áheyrnarfulltrúa í byggðarráð 2019
Málsnúmer 1904217Vakta málsnúmer
10.Kosning skrifara sveitarstjórnar 2019
Málsnúmer 1904214Vakta málsnúmer
Tveir aðalmenn og tveir til vara til eins árs. Forseti bar upp tillögu um skrifara sveitarstjórnar, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Gísli Sigurðsson.
Varamenn: Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.
11.Kjör formanns og varaformanns byggðarráðs 2019
Málsnúmer 1904204Vakta málsnúmer
12.Kosning í byggðarráð 2019
Málsnúmer 1904197Vakta málsnúmer
Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í byggðarráð, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Stefán Vagn Stefánsson, Gísli Sigurðsson og Bjarni Jónsson.
Varamenn: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Regína Valdimarsdóttir og Álfhildur Leifsdóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.
13.Kosning annars varaforseta sveitarstjórnar 2019
Málsnúmer 1904201Vakta málsnúmer
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hún því rétt kjörin.
14.Kosning fyrsta varaforseta sveitarstjórnar 2019
Málsnúmer 1904200Vakta málsnúmer
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hún því rétt kjörin.
15.Kosning forseta sveitarstjórnar 2019
Málsnúmer 1904199Vakta málsnúmer
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hún því rétt kjörinn.
16.Byggðarráð Skagafjarðar - 868
Málsnúmer 1905013FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 868 Lagt fram erindi sem barst 29. apríl 2019 frá Erni A. Þórarinssyni, kt. 1201513049, þar sem hann óskar eftir umsögn vegna fyrirhugaðra kaupa hans á ríkisjörðinni Ökrum í Fljótum.
Umsögn vegna sölu ríkisjarðarinnar Barðs í Fljótum:
Á jörðinni Ökrum í Fljótum hefur ábúandi jarðarinnar Örn A. Þórarinsson haft jörðina í ábúð um langt skeið. Á hann þar lögheimili og stundar almennan búskap. Ástand mannvirkja og jarðarinnar verður að teljast gott. Jörðina hefur ábúandi setið vel og mælir byggðarráð með því að hann fái jörðina keypta. Bókun fundar Afgreiðsla 868. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 868 Erindinu vísað til byggðarráðs frá 142. fundi fræðslunefndar þann 23. maí 2019. Svohljóðandi bókun var gerð: "Fyrir liggur tölvuskeyti frá oddvita Akrahrepps með staðfestingu á því að hreppurinn mun taka þátt í að koma á fót og reka heilsdagsvistun við Varmahlíðarskóla á grundvelli þeirra minnisblaða og kostnaðaráætlana sem kynnt hafa verið. Fræðslunefnd fagnar niðurstöðu málsins og felur sviðsstjóra að koma málinu í framkvæmd. Fræðslunefnd vísar málinu áfram til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að leggja fram viðauka fyrir breytingum á húsnæði Varmahlíðarskóla auk annars rekstrarkostnaðar, á næsta fundi byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 868. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 868 Lögð fram bókun 265. fundar félags- og tómstundanefndar frá 29. apríl 2019 varðandi vinnuskólalaun ársins 2019.
"Lagt fram minnisblað frá frístundastjóra um laun í vinnuskóla sumarið 2019. Laun nemenda verða sem hér segir:
Árgangur 2006 getur unnið sér inn kr. 21.480 fyrir 40 klukkustunda vinnuframlag
Árgangur 2005 getur unnið sér inn kr. 71.280 fyrir 120 klukkustunda vinnuframlag
Árgangur 2004 getur unnið sér inn kr. 122.940 fyrir 180 klukkustunda vinnuframlag
Árgangur 2003 getur unnið sér inn kr. 199.200 fyrir 240 klukkustunda vinnuframlag
Nefndin samþykkir laun vinnuskóla sumarið 2019."
Byggðarráð samþykkir framlagða bókun félags- og tómstundanefndar og áréttar að tímalaun vinnuskólans eru með orlofi.
Bókun fundar Afgreiðsla 868. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 868 Lagt fram bréf frá Ingva Hrannari Ómarssyni, dagsett 23. maí 2019, þar sem hann sækir um styrk frá sveitarfélaginu til að stunda nám við Stanford Graduate School of Education, skólaárið 2019-2020 og halda áfram verkefnum í heimabyggð sem styðja skólaþróun og fagmennsku starfsfólks skólanna.
Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar og felur fræðslustjóra að afla upplýsinga um UTís ráðstefnu og starfsdag í upplýsingatækni. Bókun fundar Afgreiðsla 868. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með átta atkvæðum. Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 868 Trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 868. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 868 Trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 868. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 868 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1905444 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn Heiðrúnar Óskar Eymundsdóttur kt. 300985-3869, Saurbæ, 561 Varmahlíð, f.h. Saurbæjar ehf, kt. 590602-3880, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Saurbæ, 561 Varmahlíð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 868. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með átta atkvæðum. Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 868 Frestað mál frá 867. fundi byggðarráðs þann 22. maí 2019.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. maí 2019 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir markmið frumvarpsins um að nauðsynlegt sé að bæta miðlun upplýsinga til almennings um sýklalyfjanotkun við framleiðslu matvæla til neytenda. Með þeim hætti geta neytendur tekið upplýsta ákvörðun um kaup sín á matvælum, áttað sig betur á uppruna matvæla í matvælaverslunum og notkun sýklalyfja í þeim löndum. Upplýsingar sem þessar eru mikilvægar í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi og áhættunni sem felst í að það geti borist frá löndum með útbreitt ónæmi til landa með lítið ónæmi eins og Íslands. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar bendir jafnframt á að rétt væri að huga að útvíkkun frumvarpsins þannig að sambærilegum upplýsingum verði miðlað til neytenda á veitingastöðum og í mötuneytum hér á landi. Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson lagið til að sveitarstjórn tæki undir bókun byggðarráðs, sem var eftirfarandi:
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. maí 2019 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir markmið frumvarpsins um að nauðsynlegt sé að bæta miðlun upplýsinga til almennings um sýklalyfjanotkun við framleiðslu matvæla til neytenda. Með þeim hætti geta neytendur tekið upplýsta ákvörðun um kaup sín á matvælum, áttað sig betur á uppruna matvæla í matvælaverslunum og notkun sýklalyfja í þeim löndum. Upplýsingar sem þessar eru mikilvægar í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi og áhættunni sem felst í að það geti borist frá löndum með útbreitt ónæmi til landa með lítið ónæmi eins og Íslands. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar bendir jafnframt á að rétt væri að huga að útvíkkun frumvarpsins þannig að sambærilegum upplýsingum verði miðlað til neytenda á veitingastöðum og í mötuneytum hér á landi.
Samþykkt með níu atkvæðumn.
Afgreiðsla 868. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 868 Lagt fram aðalfundarboð Norðurár bs. miðvikudaginn 5. júní 2019.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 868. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 868 Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla nr. 4, maí 2019, um verkefnið Arctic Coast Way - Norðurstrandaleið. Bókun fundar Afgreiðsla 868. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 868 Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar SSNV frá 8. janúar, 5. febrúar, 5. mars, 5. apríl og 15. maí 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 868. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
17.Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2019
Málsnúmer 1906155Vakta málsnúmer
Lögð fram beiðni um viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2019. Viðaukinn snýr að hækkun framkvæmdafjár um 50 milljónir króna vegna Sundlaugar Sauðárkróks. Fjármögnun mætt með lækkun handbærs fjár. Launaleiðréttingar vegna ákvæða í kjarasamningum, starfsloka starfsmanna og gjaldfærslu lífeyrissjóðsskuldbindinga. Samtals eru þessar breytingar að fjárhæð 65.239 þús.kr. til gjalda og er þeim mætt með lækkun launapotts á málaflokki 27 um 50.438 þús.kr. og lækkun verðbréfaeignar um 14.801 þús.kr. Breyting framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um 50.632 þús.kr. til tekna skv. tilkynningu frá 12. júní 2019 og hækkar handbært fé um þá fjárhæð. Aðrar breytingar eru vegna framlags til Náttúrustofu Norðurlands vestra, 5 mkr., Matarkista Skagafjarðar tekjur 1 mkr. og gjöld 1 mkr., Brunavarnir Skagafjarðar, auknar tekjur frá HSN 2 mkr., aukið fé til sérstakra húsnæðisbóta 2,4 mkr., Árskóli vegna aðgangs að Landskerfi bókasafna 134 þús.kr. Eignasjóður vegna viðhalds Varmahlíðarskóla, 4 mkr. sbr. bókun samstarfsnefndar með Akrahreppi frá 14. júní 2019. Samtals nema þessar breytingar í rekstri 9.534 þús.kr. sem mætt er með lækkun handbærs fjár um 10.534 þús.kr. og lækkun skammtímaskulda um 1.000 þús.kr. Handbært fé í lok árs er áætlað 68.929 þús.kr. í A-hluta en 105.593 þús.kr. í samstæðunni.
Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2019, borin upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.
18.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2019
Málsnúmer 1906105Vakta málsnúmer
Lagður fram viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn er annars vegar gerður vegna stofnsetningar frístundaúrræðis við Varmahlíðarskóla. Tekjur eru 2.335 þús.kr. og rekstrargjöld 6.800 þús.kr. í A-hluta. Útgjöldunum mætt með lækkun handbærs fjár. Hins vegar er viðauki í A-hluta vegna Bugaskála að fjárhæð 2.000 þús.kr. Útgjöldunum mætt með lækkun útgjalda vegna landbúnaðarmála um 1.000 þús.kr. og lækkun handbærs fjár um 1.000 þús.kr. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2019.
Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2019, borin upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.
19.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 20
Málsnúmer 1905015FVakta málsnúmer
-
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 20 Farið yfir stöðu framkvæmda og kostnað vegna breytinga á Sundlaug Sauðárkróks.
Bygginganefnd Sundlaugar Sauðárkróks samþykkir að óska eftir því við byggðarráð að gerður verði 50 milljóna króna viðauki við framkvæmdaáætlun ársins 2019. Bókun fundar Fundargerð 20. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
20.Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 40
Málsnúmer 1906013FVakta málsnúmer
-
Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 40 Lögð fram drög að þjónustusamningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Farið yfir samninginn og samþykkt að greinar 2 og 4 verði teknar til nánari skoðunar fram að næsta fundi samstarfsnefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
-
Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 40 Lögð fram drög að samningi á milli Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
-
Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 40 Samþykkt að stefna að fundi samstarfsnefndar með skólastjórum Varmahlíðarskóla og leikskólans Birkilundar til að ræða framtíðartilhögun skólamála í Varmahlíð. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
-
Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 40 Rætt um úrbætur sem ráðast þarf í á húsnæði Varmahlíðarskóla í sumar. Ingvar Gýgjar Sigurðsson kynnti framkvæmdaáætlun úrbóta.
Samstarfsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að ráðast í verkið sem byggir á kostnaðaráætlun að upphæð 5 m.kr. og beinir því til byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps að samþykkja verkið. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
21.Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 39
Málsnúmer 1905016FVakta málsnúmer
-
Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 39 Lögð fram drög að þjónustusamningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Farið yfir samninginn og samþykkt að greinar 2, 4, 7 og 12 verði teknar til nánari skoðunar fram að næsta fundi samstarfsnefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
-
Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 39 Samþykkt að gerð verði drög að samningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir Akrahrepp. Drögin verði send Akrahreppi til skoðunar fyrir næsta fund samstarfsnefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
-
Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 39 Rætt um úttekt Gunnars Gíslasonar hjá Starfsgæðum ehf. á rekstri og starfsemi Varmahlíðarskóla í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
-
Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 39 Samstarfnefnd samþykkir að koma á fót og reka heilsdagsvistun við Varmahlíðarskóla á grundvelli þeirra minnisblaða og kostnaðaráætlana sem kynnt hafa verið. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
22.Veitunefnd - 60
Málsnúmer 1906010FVakta málsnúmer
-
Veitunefnd - 60 Framkvæmdir við stofnlögn frá Hofsós að Neðra Ási hófust um seinni hluta maí mánaðar.
Búið er að leggja út 1.800m af stofnlögn og lokið við að sjóða saman um 1.500m.
Afgreiðsla á stállögnum hefur tafist og valdið truflunum á framgang verksins.
Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar veitunefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 60 Lagður var fyrir fundinn tölvupóstur frá Felix Jósafatssyni vegna möguleika á tengingu íbúðarhúss í Húsey við vatnsveitu Skagafjarðarveitna.
Nefndin felur sviðstjóra að skoða lagningu heimtaugar að Húsey samhliða endurnýjun á stofnlögnum.
Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar veitunefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 60 Lagt var fyrir fundinn bréf frá FISK Seafood vegna samnings á milli Hólalax og Skagafjarðarveitna um kaup á heitu vatni.
Nefndin samþykkir að samningur vegna kaupa bleikjueldisstöðvar á Hólum á heitu vatni verði tekinn til endurskoðunar þar sem tekið verður mið af núgildandi gjaldskrá Skagafjarðarveitna.
Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar veitunefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 60 Farið var yfir stöðu mála vegna neysluvatns á Sauðárkróki.
Á síðustu dögum hefur tvívegis komið til þess að matvælafyrirtæki á Sauðárkróki hafa verið beðin um að stytta vinnsludaga vegna skorts á vatni. Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar veitunefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 60 Lagt var fyrir fundinn erindi frá Friðrik Andra Atlasyni vegna heimæðar að fyrirhuguðu íbúðarhúsi í Fagraholt.
Nefndin felur sviðstjóra að skoða málið og leggja fram að nýju fyrir næsta fund.
Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar veitunefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 níu atkvæðum.
23.Umhverfis- og samgöngunefnd - 156
Málsnúmer 1905011FVakta málsnúmer
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 156 Lagt var fyrir bréf frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir umsóknum um hafnarframkvæmdir og sjóvarnir vegna samgönguáætlunar 2020 til 2024.
Einnig voru lögð fyrir fundinn drög að umsókn vegna verkefna sem brýnt er að ráðast í að mati Skagafjarðarhafna.
Þessi verkefni eru;
Endurbygging/viðgerð á norðurgarði á Hofsósi. Samkvæmt núgildandi samgönguáætlun er verkið á áætlun árin 2020 og 2021.
Kaup á dráttarbát fyrir Sauðárkrókshöfn.
Hönnun á nýrri ytri höfn á Sauðárkróki.
Flotbryggja í smábátahöfn á Sauðárkróki fyrir móttöku léttabáta frá skemmtiferðaskipum.
Endurnýjun stálþilja í Sauðárkrókshöfn. Samkvæmt núgildandi samgönguáætlun er verkið á áætlun árin 2021 til 2023.
Lenging sandfangara við Sauðárkrókshöfn.
Afleggja litlu grjótgarðana við innsiglingu á Sauðárkróki.
Nefndin samþykkir umsóknina og felur sviðstjóra og hafnastjóra að ganga frá umsókn til Vegagerðarinnar.
Bókun fundar Afgreiðsla 156. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 156 Lagðar voru fram til kynningar fundargerðir hafnasambands Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 156. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 156 Rætt var um framkvæmd umhverfisdaga sem haldnir voru 15. til 19. maí sl.
Umhverfis- og samgöngunefnd telur að vel hafi tekist til og fagnar þátttöku íbúa og fyrirtækja sveitarfélagsins í átakinu.
Nefndin leggur áherslu á áframhaldandi vinnu við fegrun umhverfisins.
Bókun fundar Afgreiðsla 156. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 156 Þann 20 maí sl. hittu formaður nefndarinnar og sveitarstjóri Stein Kárason og Stefán Guðjónsson í Brimnesskógi. Farið var yfir stöðu verkefnisins og hugmyndir Brimnesskóga um áframhaldandi uppbyggingu svæðisins.
Nefndin þakkar fyrir skoðunarferð um svæðið og felur sviðstjóra að fylgja málinu eftir. Bókun fundar Afgreiðsla 156. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 156 Farið var yfir útboðslýsingu vegna snjómoksturs.
Sviðstjóra falið að auglýsa útboð á grundvelli fyrirliggjandi útboðslýsingar.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Steinar Skarphéðinsson véku af fundi undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 156. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með átta atkvæðum. Ingibjörg Huld Þórðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreðslu. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 156 Lagt var fyrir fundinn erindi frá íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og nágrenni.
Í erindinu er m.a. óskað eftir því að sveitarfélagið athugi möguleika á því að koma upp hraðahindrun við sundlaugina á Hofsósi.
Í svari frá Vegagerðinni við fyrirspurn frá Sveitarfélaginu kemur fram að Vegagerðin ráðstafi fjármunum til umferðaröryggisaðgerða í upphafi hvers árs að undangenginni skoðun á svartblettagreiningum og umferðaröryggisúttektum. Einnig er að það tekið fram í svarinu að fordæmi séu fyrir því að sveitarfélögum sé veitt heimild til að setja upp tímabundnar hraðahindranir á eigin kostnað.
Nefndin tekur undir áhyggjur íbúa og felur sviðstjóra að skoða nánari útfærslu á hraðahindrun við sundlaugina á Hofsósi. Bókun fundar Afgreiðsla 156. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
24.Skipulags- og byggingarnefnd - 351
Málsnúmer 1906008FVakta málsnúmer
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 351 Á fundinum var farið yfir ákveðin viðfangsefni sem tengjast gerð endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins og verklag við þá vinnu. Ákveðið að leita til grunnskólanna í Skagafirði varðandi aðkomu ungmenna að gerð og mótun aðalskipulags. Bókun fundar Afgreiðsla 351. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 351 Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 24. apríl 2019 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Tillaga að breytingu var auglýst frá 17. desember 2018 til 25. febrúar 2019. Alls bárust 58 erindi vegna skipulagsins frá umsagnaraðilum, íbúum og öðrum aðilum. Hluti athugasemda var í formi undirskriftarlista og rafrænna undirskrifta alls með rúmlega 200 nöfnum. Sveitarstjórn féllst á afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar á framkomnum umsögnum og athugasemdum og hefur skipulagstillagan verið uppfærð í samræmi við afgreiðsluna. Samþykkt aðalskipulagsbreyting hefur verið send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.
Bókun fundar Afgreiðsla 351. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 351 Fyrir liggja til kynningar drög skipulagstillögu og umhverfisskýrslu vegna breytinga á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024, v. flutningslína raforku. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu. Bókun fundar Afgreiðsla 351. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 351 Snæbjörn H. Guðmundsson kt 100559-5959 sækir f.h. þinglýstra eiganda jarðarinnar Hafgrímsstaða, landnúmer 146169, um heimild til að stofna 2,8 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem „Hafgrímsstaði 1“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 776502 útg. 11. mars 2019. Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Fyrirhuguð spilda liggur að huta að landamerkjum Hafgrímsstaða, og Hvammkots, landnr. 146176. Óskað er eftir samþykki skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar á umræddum landamerkjum, milli hnitpunkta LM01 og LM02 á meðfylgjandi uppdrætti nr.S01, útg. 11. mars 2019. Landamerkjayfirlýsing, árituð af landeigendum Hafgrímsstaða og Hvammkots fylgir erindinu.
Þá er óskað eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotum.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Hafgrímsstöðum, landnr. 146169. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 351. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 351 Jón Einar Kjartansson kt. 311068-5209, f.h. Hlíðarendabúsins ehf. kt. 500717 1300, sem er þinglýstur eigendur jarðarinnar Miklibær, landnúmer 146569, óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að skipta 8000 m² frístundahúsalóð lóð út úr landi jarðarinnar og nefna lóðina Miklibær 1. Framlagður yfirlits- og afstöðuuppdráttur er unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni og Braga Þór Haraldssyni. Uppdráttur nr. S02 í verki 760502 dags. 6. júní 2019. Þá er óskað eftir því að lóðin verði tekin úr landbúnaðarnotum. Engin fasteign er á umræddri spildu.
Lögbýlisréttur fylgjir áfram Miklabæ, landnr. 146569. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 351. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 351 Jón Einar Kjartansson kt. 311068-5209, f.h. Hlíðarendabúsins ehf. kt. 500717-1300 sem er þinglýstur eigendur jarðarinnar Miklibær, landnúmer 146569, óskar eftir heimild til að stofna 300 m² byggingarreit, fyrir frístundahús, á lóð sem verið er að stofna úr landi Miklabæjar (Miklibær 1). Framlagður afstöðuuppdráttur er unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni og Braga Þór Haraldssyn Uppdráttur nr. S03 í verki 760502 dags. 6. júní 2019. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 351. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 351 Jón Sigurðsson kt 240429-3149, þinglýstur eigendur jarðanna Sleitustaða 2, landnr. 146493, og Sleitustaða lóð, landnr. 146491, óskar eftir samþykki skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar á hnitsettum ytri landamerkjum jarðanna, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 712731 útg. 11. feb. 2019. Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing um ágreiningslaus landamerki eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, árituð af landeigendum aðliggjandi landeigna. Einnig óskar umsækjandi eftir heimild til að skipta 19,1 ha landi úr landi Sleitustaða 2 sem „Sleitustaðir 6“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02 í verki 712731 útg. 11. feb. 2019 sem einnig er unninn hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Sleitustöðum 2, landnr. 146493. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 351. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 351 Ragnhildur Björk Sveinsdóttir kt. 240257-2389 þinglýstur eigendur jarðarinnar Sigtún, landnr. 146484, óska eftir samþykki skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar á hnitsettum ytri landamerkjum jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 712731 útg. 11. feb. 2019. Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing um ágreiningslaus landamerki eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi uppdráttum, árituð af landeigendum aðliggjandi landeigna.
Einnig er óskað eftir heimild til að skipta 14,97 ha landi úr landi jarðarinnar sem „Sigtún 1“ skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02 í verki 712731 útg. 11. feb. 2019. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Engin fasteign er á útskiptu landi. Lögbýlisréttur skal áfram fylgja Sigtúni, landnr. 146484. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 351. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 351 Sigurður Sigurðsson kt 220361-5359 og Þorvaldur G. Óskarsson kt 021033-3679, þinglýstir eigendur jarðarinnar Sleitustaðir landnúmer 146487, óska heimildar skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að skipta þremur lóðum út úr landi jarðarinnar sem „Sleitustaðir 3“, „Sleitustaðir 4“ og Sleitustaðir 5“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02 í verki 712731 útg. 11. feb. 2019. Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Innan lóðarinnar Sleitustaða 3 er matshluti 02, íbúðarhús, byggt árið 1942.
Lóðin Sleitustaðir 4 er án mannvirkja. Innan lóðarinnar Sleitustaðir 5 er matshluti 03 er véla/verkfærageymsla á landnúmerinu 146493, byggð árið 1994. Einnig er óskað eftir því að Sleitustaðir 4 verði tekin úr landbúnaðarnotkun. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Sleitustöðum, landnr. 146487. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 351. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 351 Sigurður Sigurðsson kt. 220361-5359 og Þorvaldur Óskarsson kt.021033-3679, þinglýstir eigendur jarðarinnar Sleitustaðir, landnúmer 146487, óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar og staðfestingu sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að skipta 43,2 m² iðnaðar- og athafnalóð fyrir dælustöð hitaveitu út úr landi jarðarinnar og nefna lóðina Sleitustaðir 7. Framlagður uppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni og Braga Þór Haraldssyni. Uppdráttur nr. S102 í verki 1038 dags. 29. maí 2019. Þá er óskað eftir því að lóðin verði leist úr landbúnaðarnotkun. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Sleitustöðum, landnr. 146487.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 351. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 351 Þinglýstir eigendur Sveinsstaða, landnúmer 146237 og íbúðarhússlóðarinnar Sveinsstaðir lóð landnúmer 208961 óska heimilda til að sameina íbúðarhússlóðina jörðinni. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 351. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 351 Rúnar Marteinsson, fyrir hönd Fyrirbarðs ehf. kt 4407121850, óskar eftir að að beyta skráningu á sumarbústað, matshluti 10 á jörðinni. Húsið verði skráð íbúðarhús. Að fengnum uppfærðum aðaluppdráttum er byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið.
Bókun fundar Afgreiðsla 351. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 351 86. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 351. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 351 87. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 351. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 351 88. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 351. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
25.Skipulags- og byggingarnefnd - 350
Málsnúmer 1906006FVakta málsnúmer
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 350 Fundurinn er vinnufundur vegna vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Áherslan var á þéttbýlisstaðina og fóru nefndarmenn í skoðunarferð í Steinsstaði, Varmahlíð, Hofsós, Hóla og Sauðárkrók. Bókun fundar Afgreiðsla 350. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
26.Fræðslunefnd - 143
Málsnúmer 1905018FVakta málsnúmer
-
Fræðslunefnd - 143 Tillaga að úthlutun kennslukvóta til grunnskólanna í Skagafirði lögð fram. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna enda er hún unnin í samstarfi við stjórnendur skólanna.
Sigurjón Þórðarson, fulltrúi VG og óháðra, situr hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað að niðurskurður á kennslukvótum sé liður í sparnaðaraðgerðum sveitarfélagsins. Það er vel að gætt sé að hagræðingu og sparnaði en eðlilegt hefði verið að líta þá til alls reksturs sveitarfélagsins og þá sérstaklega þeirra verkefna sem eru ekki lögboðin í stað þess að skera niður í skólunum.
Laufey K. Skúladóttir og Elín Árdís Björnsdóttir, fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað að ekki sé um eiginlegan niðurskurð að ræða, heldur eðlilegar tilfærslur og ráðdeild í rekstri skólanna. Kennslukvótinn er ákveðinn rammi sem skólastjórnendur vinna út frá en getur tekið breytingum ef þörf fyrir þjónustu tekur breytingum.
Jóhanna Ey Harðardóttir, fulltrúi Byggðalistans, óskar bókað eftirfarandi: Úthlutun kennslukvóta er gerð á ári hverju og hér er ekki um beinan niðurskurð að ræða þó svo hagræðing hafi verið gerð í kennslukvóta fyrir næsta skólaár. Fjöldi nemenda er breytilegur ár frá ári og ber okkur að aðlaga kennslukvóta að því og einnig ber okkur að gæta ábyrgðar í fjármálum Seitarfélagsins Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 143. fundar fræðslunefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26.júní 2019 með sjö atkvæðum. Fulltrúar Vg og óháðra, Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þau sitji hjá. -
Fræðslunefnd - 143 Skóladagatöl grunnskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram. Fræðslunefnd samþykkir dagatölin fyrir sitt leyti, enda uppfylla þau skilyrði um fjölda skóladaga. Bókun fundar Afgreiðsla 143. fundar fræðslunefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26.júní 2019 með níu atkvæðum.
27.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 66
Málsnúmer 1906002FVakta málsnúmer
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 66 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Söguskjóðunni slf vegna sýningar um sögu skólahalds og sundkennslu í Fljótum dagsett 30.04.2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og fagnar því að verið sé að vinna að menningarverkefnum í Fljótum. Nefndin samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 66 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Skagafjarðarhraðlestinni sem barst 23.05.2019 vegna Lummudaga sem haldnir verða dagana 28.-29. júní.
Gunnsteinn Björnsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja hátíðina um 300.000 kr og hvetur alla Skagfirðinga til að taka þátt og njóta samveru, gleði og fjölskyldu sem eru markorð Lummudaga. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 66 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Leikhópnum Lottu dagsett 28.05.2019 vegna sýningarinnar Litla hafmeyjan sem sýnd verður í Litla Skógi 20. júlí nk.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að veita 25.000 kr styrk. Auk þess er starfsfólki nefndarinnar falið að veita aðstoð við aðgengi að rafmagni og kynningu á miðlum Sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 66 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Byggjum upp Hofsós og nágrenni dagsett 30.04.2019 vegna bæjarhátíðarinnar Hofsós heim sem haldin verður helgina 28.- 30. júní.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að veita styrk að upphæð 300.000 kr. og hvetjur Skagfirðinga til að sækja Hofsós heim. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 66 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Einari Sigurmundssyni dagsett 26.04.2019 vegna Félagsleika Fljótamanna sem haldnir verða um verslunarmannahelgina.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd lýsir ánægju sinni með framtakið og samþykkir að styrkja verkefnið um 75.000 kr. Jafnframt vill nefndin benda á Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra og Menningarsjóð Kaupfélags Skagfirðinga ef framhald verður á verkefninu. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 66 Tekin fyrir umsókn frá Sólborgu Unu Pálsdóttur, héraðsskjalaverði, dagsett 03.06.2019 um heimild til að nýta fjármagn Listaverkasjóðs Listasafns Skagfirðinga til kaupa á listaverkum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd veitir heimild á færslu á milli fjárhagsliða að fjárhæð 450.000 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
28.Byggðarráð Skagafjarðar - 871
Málsnúmer 1906015FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 871 Lagt fram bréf dagsett 22. maí 2019 frá UNICEF á Íslandi þar sem samtökin hvetja öll sveitarfélög til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum. Slíku verklagi þarf að fylgja eftir með markvissri og reglubundinni fræðslu til barna og fullorðinna.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og bendir á nýsamþykkar reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi aðkomu félagsþjónustu að samstarfi við lögreglu um viðbrögð við heimilisofbeldi. Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að afla upplýsinga um kaup á tölfræðiniðurstöðum Rannsóknar og greiningar sem snúa að ofbeldi og vanrækslu barna í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 871. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 871 Lögð fram bókun 40. fundar samstarfsnefndar með Akrahreppi frá 14. júní 2019. Beinir nefndin því til byggðarráðs og hreppsnefndar Akrahrepps að samþykkja viðhaldsverkefni við Varmahlíðarskóla að fjárhæð 5 milljónir króna. Viðhaldsverkefnið er ekki á fjárhagsáætlun ársins 2019.
Byggðarráð samþykkir verkefnið og vísar til viðauka 4 við fjárhagsáætlun ársins 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 871. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 871 Lögð fram bókun 20. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks frá 12. júní 2019. Byggingarnefndin óskar eftir því við byggðarráð að gerður verði 50 milljón króna viðauki við framkvæmdaáætlun ársins 2019.
Byggðarráð samþykkir útgjöldin og vísar til viðauka 4 við fjárhagsáætlun ársins 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 871. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 871 Lögð fram beiðni um viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2019. Viðaukinn snýr að hækkun framkvæmdafjár um 50 milljónir króna vegna Sundlaugar Sauðárkróks. Fjármögnun mætt með lækkun handbærs fjár.
Launaleiðréttingar vegna ákvæða í kjarasamningum, starfsloka starfsmanna og gjaldfærslu lífeyrissjóðsskuldbindinga. Samtals eru þessar breytingar að fjárhæð 65.239 þús.kr. til gjalda og er þeim mætt með lækkun launapotts á málaflokki 27 um 50.438 þús.kr. og lækkun verðbréfaeignar um 14.801 þús.kr.
Breyting framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um 50.632 þús.kr. til tekna skv. tilkynningu frá 12. júní 2019 og hækkar handbært fé um þá fjárhæð.
Aðrar breytingar eru vegna framlags til Náttúrustofu Norðurlands vestra, 5 mkr., Matarkista Skagafjarðar tekjur 1 mkr. og gjöld 1 mkr., Brunavarnir Skagafjarðar, auknar tekjur frá HSN 2 mkr., aukið fé til sérstakra húsnæðisbóta 2,4 mkr., Árskóli vegna aðgangs að Landskerfi bókasafna 134 þús.kr. Eignasjóður vegna viðhalds Varmahlíðarskóla, 4 mkr. sbr. bókun samstarfsnefndar með Akrahreppi frá 14. júní 2019. Samtals nema þessar breytingar í rekstri 9.534 þús.kr. sem mætt er með lækkun handbærs fjár um 10.534 þús.kr. og lækkun skammtímaskulda um 1.000 þús.kr.
Handbært fé í lok árs er áætlað 68.929 þús.kr. í A-hluta en 105.593 þús.kr. í samstæðunni. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 á fundinum. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 871 Lagt fram bréf dagsett 13. júní 2019 frá Björgvini M. Guðmundssyni þar sem hann óskar eftir því að fá að koma á fund byggðarráðs til að fylgja eftir umsókn sinni um að fá land norðan Hofsár til gróðursetningar. "Svæðið sem um er að ræða er frá veg sem að liggur norður fyrir Hofsána vestan megin, þar fyrir ofan hvamminn að þjóðvegi sem og upp að Norðurlandsvegi að austan."
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar og í framhaldinu að boða Björgvin á fund ráðsins. Bókun fundar Afgreiðsla 871. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 871 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1906173 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dags. 18.06. 2019 sækir Marta María Friðþjófsdóttir, kt. 230364-6999, Litlu Hlíð, 561 Varmahlíð, um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna harmonikkuballs sem fyrirhugað er að halda frá kl. 20:00 þann 22.júní 2019 til 02:00 23.júní 2019 í Félagsheimilinu Árgarði, Steinsstöðum, 561 Varmahlíð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og samþykkir tækifærisleyfið fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 871. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 871 Lagt fram til kynningar fundarboð aðalfundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands þann 20. september 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 871. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 871 Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Eyvindarstaðaheiðar ehf. frá 3. júní 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 871. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
29.Byggðarráð Skagafjarðar - 870
Málsnúmer 1906009FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 870 Lagt fram ódagsett bréf, skráð 16. maí 2019, frá Ólöfu Ýrr Atladóttur og Arnari Þór Árnasyni varðandi Sólgarðaskóla í Fljótum, framtíðaráætlanir, bílaplan og lóð.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hafa samband við bréfritara um endurbætur á lóð og plani. Hvað varðar afnot af Sólgarðaskóla getur byggðarráð ekki orðið við erindinu að svo stöddu á meðan beðið er eftir niðurstöðu starfshóps um framtíðarstarfsemi í Sólgarðaskóla. Bókun fundar Afgreiðsla 870. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 870 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela sveitarstjóra ásamt umhverfis- og samgöngunefnd gerð umhverfisáætlunar fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð fyrir árin 2020 til 2040.
Umhverfisáætlun sveitarfélagsins skal ná yfir alla þá þætti er snúa að umhverfismálum í sveitarfélaginu og skal eitt af megin markmiðum áætlunarinnar vera að kolefnisjafna sveitarfélagið fyrir árið 2040 sem og að uppfylla þau umhverfismarkmið sem fram koma í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Umhverfisstefnan og aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar skulu vera í innbyrðis samræmi.
Umhverfisstefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar og framkvæmd hennar skal vera liður í daglegu starfi sveitarfélagsins, starfsmanna þess sem og íbúa. Umhverfisstefnuna á að kynna fyrir starfsfólki og íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og birta opinberlega á vef sveitarfélagsins. Við framkvæmd stefnunnar skal leitast við að hafa jafnræði allra íbúa og jafnrétti að leiðarljósi og tryggja aðgengi allra.
Greinargerð:
Í umhverfisstefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð fyrir árið 2020-2040 skal áhersla vera lögð á eftirfarandi þætti.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur verið leiðandi í úrgangsmálum og sorpflokkun á Íslandi og skal stefnt á að gera enn betur á því sviði, sér í lagi í dreifbýli. Skoða þarf m.a. möguleika á framleiðslu lífdísels úr þeim úrgangi sem til fellur innan sveitarfélagsins.
Íbúum Skagafjarðar verði tryggður aðgangur að hreinu vatni, lofti sem og náttúru og útivistarsvæðum. Leitast skal við að takmarka alla sóun verðmæta s.s. matar til að takmarka myndun úrgangs og stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu.
Sveitarfélagið Skagafjörður þarf að vera tilbúinn undir orkuskiptin sem nú þegar eru hafin og vera leiðandi sveitarfélag þegar kemur að notkun endurnýtanlegrar orkugjafa s.s. rafmagns í stað jarðefnaeldsneytis. Fjölga þarf hraðhleðslustöðvum innan sveitarfélagsins sem og tryggja að skip sem liggja við bryggju hafi aðgang að rafmagni. Til að framangreint nái fram að ganga þarf dreifing raforku um Skagafjörð að vera tryggð.
Sveitarfélagið Skagafjörður mun stuðla að og vera í farabroddi í vistvænum innkaupum á hverslags vörum og þjónustu fyrir sveitarfélagið. Leitast skal við að í öllum ákvarðanatökum, framkvæmdum, rekstri, innkaupum og annarri starfssemi sveitarfélagsins séu neikvæð áhrif á umhverfi og náttúru í lágmarki.
Binding CO2 úr andrúmsloftinu með skógrækt og endurheimt votlendis skal aukin verulega á umræddu tímabili í samráði við Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins.
Mikilvægi þekkingar og vitundar um umhverfismál verður seint metið að fullu. Mikilvægt er að starfsmönnum sveitarfélagsins og íbúum sé tryggð fræðsla um umhverfismál og umhverfisvæna lífshætti.
Með umræddum aðgerðum verður Sveitarfélagið Skagafjörður í fararbroddi er kemur að umhverfismálum á Íslandi og mikilvægt að ná breiðri sátt íbúa og fyrirtækja í Skagafirði um verkefnið svo vel megi takast. Bókun fundar Afgreiðsla 870. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 870 Lagt fram erindi dagsett 10. júní 2019 frá stjórn foreldrafélags leikskólans Birkilundar í Varmahlíð. Óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu til leikfangakaupa í tilefni 20 ára afmælis leikskólans.
Byggðarráð samþykkir að leggja foreldrafélaginu til 100 þús.kr. af fjárhagslið 21890. Bókun fundar Afgreiðsla 870. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 870 Lagður fram viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn er annars vegar gerður vegna stofnsetningar frístundaúrræðis við Varmahlíðarskóla. Tekjur eru 2.335 þús.kr. og rekstrargjöld 6.800 þús.kr. í A-hluta. Útgjöldunum mætt með lækkun handbærs fjár. Hins vegar er viðauki í A-hluta vegna Bugaskála að fjárhæð 2.000 þús.kr. Útgjöldunum mætt með lækkun útgjalda vegna landbúnaðarmála um 1.000 þús.kr. og lækkun handbærs fjár um 1.000 þús.kr.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2019. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 á fundinum. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 870 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 870. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 870 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. júní 2019, úr máli 1906030 hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn Júlíu Þórunnar Jónsdóttur, Hátúni 7, 565 Hofsós, f.h. Lónkot-sveitasetur ehf, kt.461015-0260, um leyfi til að reka veitingastað í flokki III að Suðurbraut 10, 565 Hofsós. Fasteignanúmer 214-3677.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 870. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 870 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. maí 2019, úr máli 1905130 hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn Áskels Heiðars Ásgeirssonar, f.h. Sýndarveruleika ehf, kt.470218-0370, um leyfi til að reka veitingastað í flokki III að Aðalgötu 21, 550 Sauðárkróki. Afgreiðslutími áfengis (ef við á) til kl:01:00 alla daga.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 870. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 870 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. júní 2019, úr máli 1906023 hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn Þórólfs Sigjónssonar, f.h. Selsburstir ehf, kt.411298-2219, um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Hofsstöðum, 551 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 870. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 870 Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kom til viðræðu um málefni vatnsveitu undir þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 870. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 870 Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kom til viðræðu um stöðu framkvæmda ársins undir þessum dagskrárlið.
Bjarni Jónsson óskar bókað:
Miklu máli skiptir að framkvæmdum við nýjan leikskóla á Hofsósi í tenglum við grunnskólann verði hraðað, en lengi hefur verið beðið eftir bættri aðstöðu á staðnum. Það sama má segja um lok framkvæmda við Sundlaug Sauðárkróks, undirbúning viðbyggingar við neðra stig leikskólans Ársala Sauðárkróki, og umbætur skólamannvirkja í Varmahlíð, ásamt fleiri brýnum verkefnum víða um sveitarfélagið. Áréttað er mikilvægi þess að sveitarfélagið forgangsraði með þarfir íbúa víðsvegar um sveitarfélagið að leiðarljósi. Bókun fundar Afgreiðsla 870. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 870 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 11. júní 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi boðun XXXIV. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á 871. fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var miðvikudaginn 29. maí sl., var samþykkt að boða til auka landsþings þann 6. september 2019 í Reykjavík, til að ræða tillögu að stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 870. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
30.Byggðarráð Skagafjarðar - 869
Málsnúmer 1906003FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 869 Lagt fram bréf dagsett 26. apríl 2019, frá Hrafnshóli ehf., þar sem félagið sækir um lóðina "Freyjugötureit" á Sauðárkróki til að þróa og byggja þar íbúðarhúsnæði á næstu árum. Óskað er eftir að úthlutunin gildi til allt að 10 árum, samkvæmt nánara samkomulagi. Fulltrúar Hrafnshóls ehf., Sigurður Garðarsson og Ómar Guðmundsson komu á fund byggðarráðs til viðræðu ásamt fulltrúum skipulags- og byggingarnefndar, Einari E. Einarssyni og Álfhildi Leifsdóttur auk skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Erni Berndsen.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna drög að samningi við Hrafnshól ehf. vegna lóðarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 869. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 869 Erindið áður á 866. fundi byggðarráðs þann 15. maí 2019. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. apríl 2019 frá RARIK ohf. þar sem óskað er eftir viðræðum um að Sveitarfélagið Skagafjörður taki yfir götulýsingarkerfi sem RARIK hefur rekið í sveitarfélaginu. Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIK kom á fundinn og kynnti erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 869. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 869 Málið rætt og samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 869. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 869 Lögð fram umsókn dagsett 21. maí 2019, frá stjórn Villa Nova ehf. um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr., 5. gr. laga nr. 4/1995.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk sem nemur 30% af fasteignaskatti ársins 2019 skv. 5. gr. reglna sveitarfélagins um styrki til greiðslu fasteignaskatts. Bókun fundar Afgreiðsla 869. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 869 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. mars 2019, úr máli 1903184 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Tómasar Árdal, kt. 210959-5489, Lerkihlíð 6, Sauðárkróki, f.h. Stá ehf., kt.520997-2029, um breytingu á gildandi rekstrarleyfi. Stá ehf. er með veitingaleyfi í flokki III og óskar eftir að fara í gistileyfi í flokki V, svefnpokagisting, að Aðalgötu 7 (Mælifell), 550 Sauðárkrókur.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 869. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þau sitji hjá. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 869 Lagt fram bréf dagsett 31. maí 2019 frá Markaðsstofu Norðurlands. Óskað er eftir áframhaldandi stuðningi sveitarfélagsins við verkefnið "Flugklasinn Air 66N" árin 2020-2023. Markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring til framtíðar.
Byggðarráð samþykkir að styðja áfram við verkefnið og styrkir það um 300 kr. pr. íbúa árið 2020 og felur sveitarstjóra að óska eftir því að forsvarsmenn flugklasans komi á fund byggðarráðs til viðræðu um verkefnið. Bókun fundar Afgreiðsla 869. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
Fundi slitið - kl. 16:55.
"Lögð fram drög að breytingu á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjaðrar nr. 961/2013 með síðari breytingum. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til fyrri umræðu í sveitarstjórn."
Samþykkt um breytingu, á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.