Miklibær og Miklibær lóð 1 (146569-220599) - Umsókn um samruna lands
Málsnúmer 1906112
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 352. fundur - 18.07.2019
Eigandi Hlíðarendabúsins ehf. kt. 500717 1300 sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Miklibær, landnúmer 146569 og þinglýstir eigendur Miklibær lóð 1 landnúmer 220599 óskum eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar og staðfestingu sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að sameina „Miklabæ lóð 1“ landi jarðarinnar Miklibær, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 760502 útg. 6. júní 2019. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni og Braga Þór Haraldssyni. Engin fasteign er á umræddri spildu. Erindið samþykkt.