Hjólabrettagarður fyrirspurn um stöðu mála
Málsnúmer 1906220
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 268. fundur - 26.08.2019
Tekið fyrir erindi þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu mála vegna bættrar aðstöðu til hjólabrettaiðkunar sem áður hefur verið á dagskrá nefndarinnar. Frístundastjóri lagði fram minnisblað þar sem nýjar hugmyndir að staðsetningu og útliti voru kynntar. Nefndin samþykkir framlagðar tillögur fyrir sitt leyti. Erindinu vísað til byggðarráðs, umhverfis- og samgöngunefndar og fræðslunefndar og jafnframt er óskað umsagnar skólaráðs Árskóla. Nefndin felur sviðsstjóra að svara fyrirspyrjendum.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 147. fundur - 17.09.2019
Á fundi félags- og tómstundanefndar þann 26. ágúst s.l. samþykkti nefndin að leita eftir afstöðu fræðslunefndar vegna útfærslu og staðsetningar hjólabrettagarðs. Meðfylgjandi í gögnum er minnisblað með mynd af útfærslu og kostnaðaráætlun. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við staðsetningu en leggur til að verði ákveðið að ráðast í slíka framkvæmd þá verði um hugað að útfærslu sem fleiri gætu nýtt, t.d. reiðhjól.