Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

268. fundur 26. ágúst 2019 kl. 15:00 - 17:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Bertína Guðrún Rodriguez verkefnastjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Bertina Rodriguez sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá
Hrefna Gerður Björnsdóttir, mannauðsstjóri, sat fundinn undir lið 1 og 2.

1.Jafnréttisáætlun 2018-2022

Málsnúmer 1809026Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá nefndarinnar þann 13. september 2018. Hrefna Gerður Björnsdóttir, mannauðsstjóri, kom á fundinn og kynnti drög að Jafnréttisstefnu fyrir árin 2018-2022 ásamt aðgerðaráætlun. Nefndin samþykkir að mannauðsstjóri haldi áfram með málið og vísar því til annarra fagnefnda og Byggðarráðs til umfjöllunar og umsagnar. Nefndin þakkar mannauðsstjóra og samstarfsmönnum hennar fyrir góða og mikla vinnu við gerð jafnréttisstefnunnar.

2.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga sept 2019

Málsnúmer 1907061Vakta málsnúmer

Hvatt er til þess að kjörnir fulltrúar og starfsmenn fjölskyldusviðs sæki landsfundinn sem haldinn verður 4.-5. september í Garðabæ. Meðal umfjöllunarefna verða jafnréttisáætlanir, jafnlaunavottun, kynferðisleg og kynbundin áreitni, kynjasamþætting og staðalmyndir. Jafnframt verður fjallað um endurnýjaðar jafnréttisáætlanir sveitarfélaga í samræmi við ákvæði jafnréttislaga.

3.Hjólabrettagarður fyrirspurn um stöðu mála

Málsnúmer 1906220Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu mála vegna bættrar aðstöðu til hjólabrettaiðkunar sem áður hefur verið á dagskrá nefndarinnar. Frístundastjóri lagði fram minnisblað þar sem nýjar hugmyndir að staðsetningu og útliti voru kynntar. Nefndin samþykkir framlagðar tillögur fyrir sitt leyti. Erindinu vísað til byggðarráðs, umhverfis- og samgöngunefndar og fræðslunefndar og jafnframt er óskað umsagnar skólaráðs Árskóla. Nefndin felur sviðsstjóra að svara fyrirspyrjendum.

4.Hvatapeningar til barna yngri en 6 ára

Málsnúmer 1903218Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi nefndarinnar þann 9. júlí s.l. var óskað eftir því að nefndin fengi í hendur ítarlegt minnisblað um íþrótta- og tómstundaiðkun barna yngri en 6 ára, sem nú liggur fyrir fundinum. Þar kemur m.a. fram að gera þyrfti ráð fyrir auknum fjárheimildum sem nemur allt að 2 milljónum króna sé miðað við iðkendafjölda þessa aldurshóps s.l. vetur.
Fulltrúar VG og Óháðra ásamt Byggðalista fagna umræðum um þetta mál og ítreka bókun sína frá síðasta fundi þann 9. júlí þar sem lögð var áhersla á að öll börn 0-18 ára nytu hvatapeninga. Nefndin samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar og afgreiðslu í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
Þorvaldur Gröndal vék af fundi eftir lið 4 á dagskrá.

5.Dagforeldrar og biðlistar haust 2019

Málsnúmer 1908041Vakta málsnúmer

Tveir dagforeldrar eru starfandi á Sauðárkróki nú í ágúst, báðar með leyfi fyrir fimm börnum. Vel gekk að innrita börn inn á leikskóla þetta haustið og einungis eru nú átta börn hjá dagforeldrum. Lagt er til að heimild verði gefin til að greiða Guðrúnu Erlu Sigursteinsdóttur tímabundið auknar niðurgreiðslur til 1.nóvember sem svarar fimm börnum kr. 64.922 kr. á mánuði pr. barn í stað þriggja eins og reglur kveða á um. Félags- og tómstundanefnd samþykkir þessi frávik frá reglum tímabundið til 1.nóvember n.k. til að tryggja stöðuleika dagforeldra og þjónustu.

6.Málefni fatlaðs fólks á Nlv - Fundargerðir þjónusturáðs

Málsnúmer 1609085Vakta málsnúmer

Fundargerð þjónusturáðs frá 20. ágúst s.l. er lögð fram til kynningar.
Bertína Rodriguez vék af fundi eftir 6. lið dagskrár.

7.Trúnaðarbók Félags- og tómstundanefndar 2019

Málsnúmer 1902123Vakta málsnúmer

Eitt mál tekið fyrir og samþykkt. Fært í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 17:00.