Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 353

Málsnúmer 1907013F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 387. fundur - 21.08.2019

Fundargerð 353. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 1. ágúst 2019, lögð fram til afgreiðslu á 387. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 353 Fulltrúar frá Stoð verkfræðistofu komu til fundar við skipulags- og byggingarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd sem funduðu sameiginlega undir þessum dagskrárlið.
    Farið var yfir vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkróki og næstu skref í þeirri vinnu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 353. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 353 Ingólfur Örn Guðmundsson kt. 140553 4419 og Sigrún Jónsdóttir kt. 090959 2989 eigendur Knarrarstígs 1 á Sauðárkróki óska eftir breytingu á lóðarmörkum lóðarinnar Knarrarstígur 1. Óskað er eftir stækkun á lóðinni til austurs. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjendur. Bókun fundar Afgreiðsla 353. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 353 Atli V. Hjartarson kt. 110366-5829 sækir um leyfi til að breikka bílastæði við Fellstún 17, um 6,3 metra til suðurs og steypa stétt fyrir framan húsið að austanverðu. Þá er einnig sótt um leyfi til að reysa steiptan vegg frá norður enda bílskúrs, 10 metra í vestur og 5 metra til suðurs og koma fyrir heitum potti á lóðinni. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda. Bókun fundar Afgreiðsla 353. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 353 Fyrirliggjandi er fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar kt. 290664-4119 Skagfirðingabraut 13 um heimild til að byggja bílskúr á lóðinni Skagfirðingabraut 13.
    Framlagður aðaluppdráttur er gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni kt. 020884-3639
    Með vísan í 44. grein skipulagslaga 123/2010 er samþykkt að grenndarkynna erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 353. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 353 Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 18. júlí sl. var eftirfarandi bókað vegna þessarar umsóknar:
    „Svava Ingimarsdóttir kt. 121170-3619 óskar eftir heimild til að setja niður auglýsingarskilti í Hofsósi, við Hofsósbraut gengt deildardalsvegi, á gatnamótum Hofsósbrautar og Siglufjarðarvegar gengt Höfðastrandarvegi og norðan sundlaugarinnar. Skiltin eru 1m á hæð og 2 m breið. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar, að fengnu leyfi Vegagerðarinnar, staðsetningu skilta við gatnamót Hofsósvegar nr 77 og Siglufjarðarvegar samkvæmt umsókn, en hafnar staðsetningu skiltis á lóð norðan sundlaugar þar sem skipulags- og byggingarnefnd telur ekki æskilegt að hafa slík auglýsingarskilti innan íbúðabyggðarinnar.“ Nú liggur fyrir neikvæð umsögn frá Vegagerðinni um staðsetningu skilta við gatnamót Siglufjarðarvegar og Hofsósvegar og er í þeirri höfnun vísað til 32. gr. vegalaga nr. 80/2007. Þar kemur meðal annars fram að staðsetning auglýsingskilta innan veghelgunarsvæða er óheimil án samþykkis Vegagerðarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar þó tímabundið, til 30. nóvember 2019, staðsetningu skilta við innkeyrslur að Hofsósi í fjarlægð 30 m frá miðlinu Siglufjarðarvegar og 15 m frá miðlinu Hofsósbrautar í nánara samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa. Skipulags- og byggingarnefnd er sammála um að ekki sé æskilegt að leyfa stök auglýsingarskilti á opnum svæðum innan íbúðarbyggðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 353. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 353 Á 348. fundi Skipulags- og byggingarnefndar þann 17. maí sl var Ásdísi Magnúsdóttur kt. 171043-7199 og Sverri Magnússyni kt. 200642-3929 eigendum frístundahússins Ásholts í Hjaltadal heimilað breyta notkun hússins. Húsið yrði skráð íbúðarhús í stað frístundahúss. Í ljósi nýrra fyrirliggjandi upplýsinga um málið endurskoðaði skipulags-og byggingarnefnd afstöðu sína og synjaði erindinu á 349. fundi sínum þann 24. maí. Í svari skipulags- og byggingarfulltrúa til umsækjenda kom fram að ástæða synjunar var athugasemd þinglýsts eiganda landsins við afgreiðslu nefndarinnar. Athugasemdir frá leigusala um breytta notkun hússins vísa til 6. greinar kaupsamnings og afsals um að leigutökum sé einungis heimilt að byggja smáhýsi og/eða sumarbústað á þeim afnotarétti. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 353. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 353 Páll Jónsson kt. 260935-3999 þinglýstur eigandi landsins Jaðar land, landnr. 178673 sem á sínum tíma var skipt úr Jaðri landnúmer 146049, óskar heimildar skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að nefna landið Ástún. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 353. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 353 Ásta Björg Pálmadóttir óskar, fyrir hönd Steypustöðvar Skagafjarðar ehf kt. 671272-2349, eftir að fá lóðina að Borgarteig 3 á Sauðárkróki til úthlutunar vegna fyrirhugaðrar byggingar iðnaðar- og geymsluhúss. Steypustöð Skagafjarðar ehf kt. 6712722349 óskar einnig eftir að fá að setja niður vinnubúðir á ofangreindri lóð vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Sauðárkrókslínu 1 og 2 sem fyrirtækið mun annast fyrir Landsnet hf. Óskað er eftir að vinnubúðirnar fái að standa á lóðinni við Borgarteig 3 á meðan á verkinu stendur, í framhaldinu er fyrirhugað að byggja á lóðinni. Áætlaður verktími við Sauðárkrókslínu 1 og 2 er tvö ár. Meðfylgjandi eru uppdrættir af fyrirhuguðum vinnubúðum frá T.ark ehf arkitektum og Eflu ehf, verkfræðistofu. Uppdrættirnir eru með teik.nr. TC03-ARC-1.001 og TC03-ARC-0.002 með útgáfu dagsetningu 24.8.2015 ásamt skráningartöflum. Samþykkt að úthluta lóðinni til Steypustöðvarinnar og heimila tímabundna staðsetningu vinnubúða á lóðinni í samræmi við umsókn umsækjenda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 353. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 353 Eigendur Litlu-Borgar, Bryndís Helga Kristmundsdóttir kt. 110958-7069 og og Sigurjón Jónsson kt. 021258-4749 óska eftir því að skráning húsnæðisins með fastanúmerið 232-3790, verði breytt úr sumarhúsi í íbúðarhúsnæði. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 353. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með átta atkvæðum. Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 353 91. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.

    Bókun fundar Afgreiðslufundur byggingafullrtúa nr.91 lagður fram til kynningar.