Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Dagskrá
Axel Kárason (B) situr fund í stað Stefáns Vagns Stefánssonar (B)
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 872
Málsnúmer 1906023FVakta málsnúmer
Fundargerð 872. fundar byggðarráðs frá 26. júní 2019, lögð fram til afgreiðslu á 387. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 872 Málið áður á dagskrá 859. fundar byggðarráðs þann 7. mars 2019. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 5. júní 2019 varðandi aðkomu Sveitarfélagsins Skagafjaðar að hátíðarhöldum vegna 80 ára afmælis sundlaugarinnar í Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir að styrkja afmælisnefndina um 100.000 kr. vegna viðburðarins. Fjármunirnir verða teknir af fjárhagslið 21890. Bókun fundar Afgreiðsla 872. fundar byggðarráðs staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 872 Lagt fram bréf móttekið 20. júní 2019 frá Skógræktinni varðandi landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum. Skógræktin mun á næstu misserum óska eftir fundi með sveitarfélögunum, til þess að kynna áform sín og ræða hvernig gera megi betur grein fyrir skógrækt og skógræktarárformum í aðalskipulagi hvers sveitarfélags. Bókun fundar Afgreiðsla 872. fundar byggðarráðs staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 872 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. júní 2019 úr máli 1904176 hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Sigmundur Jóhannesson, kt. 210865-4899, Brekkukoti, 566 Hofsós, f.h. Félagsheimilisins Höfðaborgar, kt. 471074-0479, sækir um breytingu á rekstrarleyfi til sölu veitinga, úr flokki II, samkomusalir í flokk III, að Skólagötu, 565 Hofsós. Fasteignanúmer 214-3660.
Byggðarráð samþykkir breytingu rekstrarleyfisins úr flokki II í flokk III. Bókun fundar Afgreiðsla 872. fundar byggðarráðs staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum. - 1.4 1903169 Áætlun um tekjutap vegna áforma um frystingu framlags ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélagaByggðarráð Skagafjarðar - 872 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 20. júní 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þau ánægjulegu tíðindi hafa komið fram á formlegan hátt í breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar við tillögu að fjármálaáætlun að horfið er frá frystingu framlaga til jöfnunarsjóðs.
Byggðarráð fagnar framkominni breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis enda mikilvægt hagsmunamál fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Bókun fundar Afgreiðsla 872. fundar byggðarráðs staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 872 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 24. júní 2019 frá Þjóðskrá Íslands varðandi fasteignamat 2020. Fram kemur að fasteignamat í Sveitarfélaginu Skagafirði hækkar um 5,5% á milli ára. Að jafnaði hækkar fasteignamat um 6,1% yfir landið allt. Bókun fundar Afgreiðsla 872. fundar byggðarráðs staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum.
2.Skipulags- og byggingarnefnd - 353
Málsnúmer 1907013FVakta málsnúmer
Fundargerð 353. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 1. ágúst 2019, lögð fram til afgreiðslu á 387. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 353 Fulltrúar frá Stoð verkfræðistofu komu til fundar við skipulags- og byggingarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd sem funduðu sameiginlega undir þessum dagskrárlið.
Farið var yfir vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkróki og næstu skref í þeirri vinnu.
Bókun fundar Afgreiðsla 353. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 353 Ingólfur Örn Guðmundsson kt. 140553 4419 og Sigrún Jónsdóttir kt. 090959 2989 eigendur Knarrarstígs 1 á Sauðárkróki óska eftir breytingu á lóðarmörkum lóðarinnar Knarrarstígur 1. Óskað er eftir stækkun á lóðinni til austurs. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjendur. Bókun fundar Afgreiðsla 353. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 353 Atli V. Hjartarson kt. 110366-5829 sækir um leyfi til að breikka bílastæði við Fellstún 17, um 6,3 metra til suðurs og steypa stétt fyrir framan húsið að austanverðu. Þá er einnig sótt um leyfi til að reysa steiptan vegg frá norður enda bílskúrs, 10 metra í vestur og 5 metra til suðurs og koma fyrir heitum potti á lóðinni. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda. Bókun fundar Afgreiðsla 353. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 353 Fyrirliggjandi er fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar kt. 290664-4119 Skagfirðingabraut 13 um heimild til að byggja bílskúr á lóðinni Skagfirðingabraut 13.
Framlagður aðaluppdráttur er gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni kt. 020884-3639
Með vísan í 44. grein skipulagslaga 123/2010 er samþykkt að grenndarkynna erindið.
Bókun fundar Afgreiðsla 353. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 353 Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 18. júlí sl. var eftirfarandi bókað vegna þessarar umsóknar:
„Svava Ingimarsdóttir kt. 121170-3619 óskar eftir heimild til að setja niður auglýsingarskilti í Hofsósi, við Hofsósbraut gengt deildardalsvegi, á gatnamótum Hofsósbrautar og Siglufjarðarvegar gengt Höfðastrandarvegi og norðan sundlaugarinnar. Skiltin eru 1m á hæð og 2 m breið. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar, að fengnu leyfi Vegagerðarinnar, staðsetningu skilta við gatnamót Hofsósvegar nr 77 og Siglufjarðarvegar samkvæmt umsókn, en hafnar staðsetningu skiltis á lóð norðan sundlaugar þar sem skipulags- og byggingarnefnd telur ekki æskilegt að hafa slík auglýsingarskilti innan íbúðabyggðarinnar.“ Nú liggur fyrir neikvæð umsögn frá Vegagerðinni um staðsetningu skilta við gatnamót Siglufjarðarvegar og Hofsósvegar og er í þeirri höfnun vísað til 32. gr. vegalaga nr. 80/2007. Þar kemur meðal annars fram að staðsetning auglýsingskilta innan veghelgunarsvæða er óheimil án samþykkis Vegagerðarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar þó tímabundið, til 30. nóvember 2019, staðsetningu skilta við innkeyrslur að Hofsósi í fjarlægð 30 m frá miðlinu Siglufjarðarvegar og 15 m frá miðlinu Hofsósbrautar í nánara samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa. Skipulags- og byggingarnefnd er sammála um að ekki sé æskilegt að leyfa stök auglýsingarskilti á opnum svæðum innan íbúðarbyggðar.
Bókun fundar Afgreiðsla 353. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 353 Á 348. fundi Skipulags- og byggingarnefndar þann 17. maí sl var Ásdísi Magnúsdóttur kt. 171043-7199 og Sverri Magnússyni kt. 200642-3929 eigendum frístundahússins Ásholts í Hjaltadal heimilað breyta notkun hússins. Húsið yrði skráð íbúðarhús í stað frístundahúss. Í ljósi nýrra fyrirliggjandi upplýsinga um málið endurskoðaði skipulags-og byggingarnefnd afstöðu sína og synjaði erindinu á 349. fundi sínum þann 24. maí. Í svari skipulags- og byggingarfulltrúa til umsækjenda kom fram að ástæða synjunar var athugasemd þinglýsts eiganda landsins við afgreiðslu nefndarinnar. Athugasemdir frá leigusala um breytta notkun hússins vísa til 6. greinar kaupsamnings og afsals um að leigutökum sé einungis heimilt að byggja smáhýsi og/eða sumarbústað á þeim afnotarétti. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 353. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 353 Páll Jónsson kt. 260935-3999 þinglýstur eigandi landsins Jaðar land, landnr. 178673 sem á sínum tíma var skipt úr Jaðri landnúmer 146049, óskar heimildar skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að nefna landið Ástún. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 353. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 353 Ásta Björg Pálmadóttir óskar, fyrir hönd Steypustöðvar Skagafjarðar ehf kt. 671272-2349, eftir að fá lóðina að Borgarteig 3 á Sauðárkróki til úthlutunar vegna fyrirhugaðrar byggingar iðnaðar- og geymsluhúss. Steypustöð Skagafjarðar ehf kt. 6712722349 óskar einnig eftir að fá að setja niður vinnubúðir á ofangreindri lóð vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Sauðárkrókslínu 1 og 2 sem fyrirtækið mun annast fyrir Landsnet hf. Óskað er eftir að vinnubúðirnar fái að standa á lóðinni við Borgarteig 3 á meðan á verkinu stendur, í framhaldinu er fyrirhugað að byggja á lóðinni. Áætlaður verktími við Sauðárkrókslínu 1 og 2 er tvö ár. Meðfylgjandi eru uppdrættir af fyrirhuguðum vinnubúðum frá T.ark ehf arkitektum og Eflu ehf, verkfræðistofu. Uppdrættirnir eru með teik.nr. TC03-ARC-1.001 og TC03-ARC-0.002 með útgáfu dagsetningu 24.8.2015 ásamt skráningartöflum. Samþykkt að úthluta lóðinni til Steypustöðvarinnar og heimila tímabundna staðsetningu vinnubúða á lóðinni í samræmi við umsókn umsækjenda.
Bókun fundar Afgreiðsla 353. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 353 Eigendur Litlu-Borgar, Bryndís Helga Kristmundsdóttir kt. 110958-7069 og og Sigurjón Jónsson kt. 021258-4749 óska eftir því að skráning húsnæðisins með fastanúmerið 232-3790, verði breytt úr sumarhúsi í íbúðarhúsnæði. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 353. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með átta atkvæðum. Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 353 91. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.
Bókun fundar Afgreiðslufundur byggingafullrtúa nr.91 lagður fram til kynningar.
3.Skipulags- og byggingarnefnd - 354
Málsnúmer 1908003FVakta málsnúmer
Fundargerð 354. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 13. ágúst 2019 lögð fram til afgreiðslu á 387. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 354 þinglýstir eigendur jarðanna Nautabú, landnúmer 146475, Kjarvalsstaðir, landnúmer 146471 og iðnaðar- og athafnalóðarinnar Kjarvalsstaðir lóð, landnúmer 219448, óska eftir staðfestingu skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar á hnitsettum landamerkjum á milli jarðanna, eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdráttum nr. S01 og S02. Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing árituð af hlutaðeigandi um ágreiningslaus landamerki.
Þá óska landeigendur Kjarvalsstaða lóðar, landnr. 219448, eftir því að breyta afmörkun lóðarinnar til samræmis við hnitsett landamerki milli Kjarvalsstaða lóðar og Nautabús. Jafnframt verði suðurmerki lóðarinnar færð í miðlínu Hólavegar (767) skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02. Fyrir breytingu er Kjarvalsstaðir lóð 15,5 ha. að stærð en eftir breytingu verður lóðin 15,75 ha. að stærð.
Framlagðir afstöðuppdrættir nr. S01 og S02, í verki 782202, dags. 19. júní 2019 unnir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni gera grein fyrir erindinu.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 354. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 354 Margeir Björnsson kt. 190138-2079, þinglýstir eigandi jarðarinnar Mælifellsár, landnúmer 146221, óska eftir heimild til að stofna 7067,0 m² lóð úr landi jarðarinnar sem Mælifellsá 2. Framlagður afstöðuppdráttur nr. A1001-001-U01, dags. 29. júlí 2019 gerður af Hrafnhildi Brynjólfsdóttur skipulagsfræðingi gerir grein fyrir erindinu.
Innan lóðarinnar sem verið er að stofna stendur 96,5m² frístundahús, MHL 05 á jörðinni Mælifellsá 146221.
Óskað er eftir lausn lóðarinnar úr landbúnaðarnotum. Lögýlarétturinn fylgir áfram Mælifellsá, landnr. 146221.
Fram kemur í erindinu að umrædd spilda liggi að hluta að landamerkjum Syðri-Mælifellsár landnúmer 146222, tekur nefndin ekki afstöðu til þeirra landamerkja þar sem ekki liggur fyrir staðfesting hlutaðeigandi á landamerkjum jarðanna en samþykkir erindið að öðru leiti.
Bókun fundar Afgreiðsla 354. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 354 Lagt fram erindi Arnþrúðar Heimisdóttur dagsett 31. júlí 2019. Skipulags- og byggingarnefnd gerir sér grein fyrir vandamálinu og er reiðubúin að koma að lausn málsins. Framundan er vinna við endurgerð aðalskipulagsins og þar verður m.a. lögð áhersla á skipulag reiðleiða. Í þeirri vinnu vill skipulags- og byggingarnefnd eiga samráð við landeigendur og hagsmunaaðila víðs vegar í héraðinu.
Bókun fundar Afgreiðsla 354. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 354 Amalía Árnadóttir kt. 290853-3119 og Hafsteinn Harðarson kt. 140354-3929, þinglýstir eigendur landsins Víðimelur lóð, landnúmer 205371 ásamt íbúðarhúsi sem á landinu stendur óska heimildar skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að nefna landið Reynimel.
Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 354. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 354 92. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 92 lagður fram til kynningar.
4.Umhverfis- og samgöngunefnd - 157
Málsnúmer 1906018FVakta málsnúmer
Fundargerð 157. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 25. júní 2019, lögð fram til afgreiðslu á 387. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 157 Lagt var fram til kynningar erindi frá Björgvin M. Guðmundssyni vegna gróðursetningar í landi Hofsóss norðan Hofsár. Í erindinu óskar Björgvin eftir því að fá að gróðursetja tré og annan gróður á landspildu í landi Hofsóss norðan Hofsár. Björgvin mun mæta á fund byggðarráðs og gera frekari grein fyrir erindinu.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og mun fylgjast með framgangi málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 157. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 25. júní 2019 staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 157 Lagt var fyrir fundinn erindi frá Bylgju Finnsdóttur varðandi sorphirðumál í Hjaltadal. Í erdindinu er óskað eftir því að Sveitarfélagið komi tímabundið upp gámum fyrir timbur og járn í Hjaltadal.
Nefndin fagnar vitundarvakningu í umhverfismálum en getur ekki orðið við óskum um gáma í Hjaltadal að þessu sinni. Nefndin bendir á þær gámastöðvar sem til staðar eru, en flokkunargámar eru á fimm stöðum í Sveitarfélaginu. Við stærri framkvæmdir er bent á þjónustuaðila í sorphirðu í Sveitarfélaginu. Bókun fundar Álfhlildur Leifsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
VG og óháð þykir miður að ekki sé komið á móts við þessar óskir íbúa, a.m.k. tímabundið, til að auðvelda þeim að að fegra umhverfi sitt. Við teljum að nefndin þurfi að endurskoða afstöðu sína til erindisins, enda mikilvægt að koma til móts við frumkvæði íbúa og ljóst að þörf er á að koma upp slíkri aðstöðu á þessu svæði, líkt og á fleiri stöðum sveitarfélagsins.
Álfhildur Leifsdóttir
Bjarni Jónsson
Afgreiðsla 157. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 25. júní 2019 staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu málsins. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 157 Farið var yfir stöðu hönnunar á útivistarsvæði í Sauðárgili.
Kiwaniskklúbburinn Freyja hefur óskað eftir að fá að gefa leiktæki á svæðið.
Farið var yfir tillögur að leiktækjum í samráði við landslagsarkitekt af svæðinu.
Nefndin felur sviðsstjóra að velja leiktæki í samráði við Kiwanisklúbbinn Freyju og garðyrkjustjóra.
Bókun fundar Afgreiðsla 157. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 25. júní 2019 staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 157 Lögð var fyrir fundinn bókun byggðarráðs vegna umhverfisstefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 til 2040. Í bókuninni var sveitarstjóra ásamt umhverfis- og samgöngunefnd falið að vinna umhverfisáætlun fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð fyrir árin 2020 - 2040.
Nefndin hlakkar til vinnunar við áætlunina og mun óska eftir fundi með sveitarstjóra til að ræða tilhögun vinnunar sem framundan er. Bókun fundar Afgreiðsla 157. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 25. júní 2019 staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 157 Lagður var fyrir tölvupóstur til Vegagerðarinnar vegna umferðaröryggis á Strandvegi á Sauðárkróki. Í tölvupóstinum er óskað eftir aðkomu Vegagerðarinnar vegna öryggis gangandi og hjólandi vegfarenda við Strandveginn á Sauðárkróki á svæðinu við smábátahöfn. Á hafnarsvæðinu er mikil starfsemi og því töluverð umferð gangandi og hjólandi vegfarenda yfir veginn. Með væntanlegum komum skemmtiferðaskipa er ljóst að þessi umferð mun aukast enn frekar á næstu árum.
Nefndin telur brýnt að gera úrbætur á umferðaröryggismálum á Strandvegi og óskar eftir umferðaröryggisúttekt og felur sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga um úttektina. Bókun fundar Afgreiðsla 157. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 25. júní 2019 staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 157 Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar því að upp séu áform um söfnun fyrir ærslabelg á Sauðárkróki.
Nefndin er sammála um að staðsetja ærslabelginn sunnan sundlaugina á Sauðárkróki og felur sviðstjóra að vera í samskiptum við forsvarsaðila söfnunarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 157. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 25. júní 2019 staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum.
5.Umhverfis- og samgöngunefnd - 158
Málsnúmer 1907015FVakta málsnúmer
Fundargerð 158. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 1. ágúst 2019 lögð fram til afgreiðslu á 387. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 158 Fulltrúar frá Stoð verkfræðistofu komu til fundar við skipulags- og byggingarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd sem funduðu sameiginlega undir þessum dagskrárlið.
Farið var yfir vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkróki og næstu skref í þeirri vinnu.
Bókun fundar Fundargerð 158. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 158 Lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá Siglingaráði vegna röðunar minni báta við flotbryggjur sem sendur var á allar aðildarhafnir Hafnasambands Íslands.
Röðun smábáta við bryggju í Skagafirði hefur ekki verið vandamál en þáttur sem þarf að huga að þar sem um öryggismál er að ræða. Bókun fundar Fundargerð 158. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 158 Lögð var fyrir fundargerð tilboðsopnunar vegna snjómoksturs á Sauðárkróki 2019 til 2022. Alls bárust þrjú tilboð í verkið frá Vinnuvélum Símonar ehf., Steypustöð Skagafjarðar ehf. og Víðmimelsbræðrum ehf.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að semja við lægstbjóðanda, Vinnuvélar Símonar ehf.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Steinar Skarphéðinsson viku af fundi við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að afgreiðslu þessa liðar verði frestað, kalla hefði átt varamenn til vegna vanhæfis aðalmanna. Samþykkt samhljóða. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 158 Lagður fram tölvupóstur frá Sigurjóni Þórðarsyni framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra þar sem kynntar eru samþykktir sem heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra samþykkti á fundi sínum 25. júní sl., um annars vegar hvernig skuli standa að því að fjarlægja númerslausar bifreiðar og hins vegar um starfsleyfi verktaka.
Nefndin felur sviðstjóra að útbúa verklagsreglur og drög að gjaldskrá Sveitarfélagsins í samræmi við vinnureglur Heilbrigðiseftirlits varðandi lausamuni.
Nefndin óskar eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa þar sem farið verður yfir starfsleyfi verktaka.
Bókun fundar Fundargerð 158. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 158 Tekið fyrir bréf dags. 12. júlí 2019, þar sem kynnt eru meðfylgjandi lokadrög stefnu um meðhöndlun úrgangs fyrir landið allt frá umhverfis- og auðlindaráðherra. Óskað er eftir umsögnum um drögin fyrir 23. ágúst nk.
Nefndin fagnar drögum að stefnu í úrgangsmálum og mun nýta stefnuna í þeirri vinnu sem Sveitarfélagið er að hefja með vinnslu á umhverfisstefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Bókun fundar Fundargerð 158. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 158 Lagt var fram til kynningar erindi frá Skógræktinni varðandi landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum. Skógræktin mun á næstu misserum óska eftir fundi með sveitarfélögum, m.a. til að kynna áform um gerð landshlutaáætlana. Bókun fundar Fundargerð 158. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 158 Lagt var fram erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tók málið fyrir á 875. fundi sínum þann 31. júlí sl.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir bókun Byggðarráðs varðandi athugasemdir um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Bókun fundar Fundargerð 158. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 158 Lagður var fyrir uppdráttur af mögulegu leiksvæði í Sauðárgili í tengslum við uppbyggingu á útivistarsvæði neðarlega í Sauðárgili.
Nefndin felur sviðstjóra að fylgja málinu eftir.
Bókun fundar Fundargerð 158. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 með níu atkvæðum.
6.Veitunefnd - 61
Málsnúmer 1908002FVakta málsnúmer
Fundargerð 61. fundar veitunefndar frá 12. ágúst 2019 lögð fram til afgreiðslu á 387. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson og Gisli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs.
-
Veitunefnd - 61 Lagður fram tölvupóstur frá Sigurjóni Þórðarsyni framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra þar sem kynntar eru samþykktir sem heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra samþykkti á fundi sínum 25. júní sl., um annars vegar hvernig skuli standa að því að fjarlægja númerslausar bifreiðar og hins vegar um starfsleyfi verktaka.
Umhverfis- og samgöngunefnd hefur óskað eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa vegna samþykktana og mun veitunefnd fylgjast með framvindu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar veitunefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 61 Farið var yfir stöðu framkvæmda við lagningu hitaveitu og ljósleiðara frá Hofsósi að Neðra Ási og Ásgarði. Búið er að leggja stofnlögn hitaveitu og ljósleiðara að Marbæli.
Verktakakostnaður við verkið var komið í um 50% af tilboðsupphæð um mánaðarmót júlí / ágúst og telst verkið á áætlun.
Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar veitunefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 61 Lagður var fyrir tölvupóstur frá Herði Tryggvasyni, tæknifræðingi hjá ÍSOR, varðandi vinnu við frekari rannsóknir á jarðhitasvæðinu í Reykjarhóli í Varmahlíð.
Í tölvupóstinum er lögð fram kostnaðaráætlun við borun fjögurra rannsóknarholna í Reykjarhól. Áætlunin innifelur undirbúning, borun, úrvinnslu og greinargerð vegna verksins.
Tilgangur rannsóknanna er að staðsetja nýja vinnsluholu í Reykjarhól.
Kostnaðaráætlun vegna verksins eru um 10,5 milljónir.
Veitunefnd felur sviðstjóra og verkefnastjóra að undirbúa framkvæmd verksins.
Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar veitunefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 61 Farið var yfir vinnu vegna öflunar á auknu neysluvatni fyrir Sauðárkrók.
Í júlímánuði voru boraðar fjórar kaldavatnsholur, tvær í Veðramóti og tvær í Skarðsdal. Borunin tókst vel og er ljóst að holurnar munu bæta stöðu kaldavatnsmála á Sauðárkróki til muna.
Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar veitunefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 61 Farið var yfir kostnað vegna lagningu ljósleiðara frá Ásgarði að Vatnsleysu samhliða lagningu rafstrengs um hluta svæðisins.
Sviðstjóra falið að halda áfam viðræðum við verktaka um lagningu ljósleiðara með rafstreng. Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar veitunefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 níu atkvæðum.
7.Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 41
Málsnúmer 1906022FVakta málsnúmer
Fundargerð 41. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi lögð fram til afgreiðslu á 387. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 41 Farið yfir drög að þjónustusamningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Samningurinn er samþykktur með áorðnum breytingum, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórna beggja sveitarfélaga. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 8. "Þjónustusamningur drög". Samþykkt samhljóða.
-
Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 41 Farið yfir drög að samningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa. Samningurinn er samþykktur með áorðnum breytingum, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórna beggja sveitarfélaga. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 9. "Samningur Akrahrepps um þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa". Samþykkt samhljóða.
8.Þjónustusamningur drög
Málsnúmer 1801228Vakta málsnúmer
Vísað frá 41. fundi Samstarfsnefndar með Akrahreppi til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Farið yfir drög að þjónustusamningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Samningurinn er samþykktur með áorðnum breytingum, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórna beggja sveitarfélaga."
Framlagður samningur borinn upp til afgreiðslu svceitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
"Farið yfir drög að þjónustusamningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Samningurinn er samþykktur með áorðnum breytingum, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórna beggja sveitarfélaga."
Framlagður samningur borinn upp til afgreiðslu svceitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
9.Samningur Akrahrepps um þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa
Málsnúmer 1906132Vakta málsnúmer
Vísað frá 41. fundi Samstarfsnefndar með Akrahreppi til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Farið yfir drög að samningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa. Samningurinn er samþykktur með áorðnum breytingum, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórna beggja sveitarfélaga."
Framlagður samningur borinn upp til afgreiðslu svceitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
"Farið yfir drög að samningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa. Samningurinn er samþykktur með áorðnum breytingum, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórna beggja sveitarfélaga."
Framlagður samningur borinn upp til afgreiðslu svceitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
10.Byggðarráð Skagafjarðar - 873
Málsnúmer 1907001FVakta málsnúmer
Fundargerð 873.fundar byggðarráðs lagður fram til kynningar á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019
11.Byggðarráð Skagafjarðar - 874
Málsnúmer 1907006FVakta málsnúmer
874. fundargerð byggðarráðs frá 24. júlí 2019, lögð fram til kynningar á 387. fundi sveitarsstjórnar 21. ágúst 2019
12.Byggðarráð Skagafjarðar - 875
Málsnúmer 1907014FVakta málsnúmer
875. fundargerð byggðarráðs frá 31. júlí 2019, lögð fram til kynningar á 387. fundi sveitarsstjórnar 21. ágúst 2019
Fundi slitið - kl. 16:40.