Fara í efni

Beiðni um viðræður varðandi landamerki að Sjávarborg 1, 2, og 3

Málsnúmer 1907144

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 875. fundur - 31.07.2019

Tekið fyrir erindi frá umboðsmanni erfingja Haraldar Árnasonar, Sjávarborg 2, og eigendum hluta Sjávarborgar 3, dags. 17. júlí 2019, þar sem óskað er eftir að fulltrúar frá Sveitarfélaginu Skagafirði og fulltrúar eigenda og erfingja Sjávarborgar 1, 2 og 3 fari yfir og kortleggi landamerki á milli sveitarfélagsins og Sjávarborgar 1, 2 og 3.
Byggðarráð felur sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa að afla upplýsinga frá eigendum Sjávarborgar 1, 2 og 3.

Byggðarráð Skagafjarðar - 64. fundur - 04.10.2023

Málið áður tekið fyrir á 875. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Skipulagsfulltrúi og starfsmenn hafa aflað margvíslegra gagna, m.a. frá eigendum Sjávarborgar 1, 2 og 3, og fyrir liggja nokkrar sviðsmyndir túlkana á kaupsamningi á milli Árna Daníelssonar og hreppsnefndar Sauðárkrókshrepps, dags. 8. mars 1934, um kaup hreppsins á hluta úr landi Sjávarborgar, og afmörkun hins selda lands. Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Byggðarráð felur sveitarstjóra, formanni byggðarráðs og skipulagsfulltrúa að eiga fund með fulltrúum Sjávarborgar 1, 2 og 3 um hinar ólíku sviðsmyndir til að fá fram afstöðu þeirra til málsins.