Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 159

Málsnúmer 1908013F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 388. fundur - 25.09.2019

Fundargerð 159. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 28. ágúst lögð fram til afgreiðslu á 388. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 159 Málið aftur á dagskrá Umhverfis og samgöngunefndar,kalla þurfti til varamenn þar sem aðalmenn eru vanhæfir.

    Lögð var fyrir fundargerð tilboðsopnunar vegna snjómoksturs á Sauðárkróki 2019 til 2022. Alls bárust þrjú tilboð í verkið frá Vinnuvélum Símonar ehf., Steypustöð Skagafjarðar ehf. og Víðmimelsbræðrum ehf.
    Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að semja við lægstbjóðanda, Vinnuvélar Símonar ehf.

    Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Steinar Skarphéðinsson véku af fundi undir afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 159 lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá Sólveigu Pétursdóttur og Þuríði Helgu Jónasdóttur stofnendum verkefnisins "Verðandi - Miðstöð endurnýtingar" sem unnið var samhliða átakinu Ræsing Skagafjarðar.
    Í tölvupóstinum er þess farið á leit að viðskiptaáætlun verkefnisins verði kynnt fyrir nefndinni jafnframt að kannaður sé möguleiki á húsnæði á vegum Sveitarfélagsins sem hentað gæti starfseminni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 159 Lagt var fyrir erindi frá Ingibjörg Huld Þórðardóttur, formanni umhverfis- og samgöngunefndar, um leiksvæði í Skagafirði. Í erindinu segir;
    "Undirrituð óskar eftir yfirliti yfir þau leiksvæði í Skagafirði sem eru í umsjón sveitarfélagsins, staðsetningu þeirra og hvernig þau eru útbúin. Og að í framhaldinu sé metið hvort þörf sé á úrbótum með öryggi og ánægju barnanna okkar að leiðarljósi.
    Ingibjörg Huld Þórðardóttir, formaður Umhverfis- og samgöngunefndar"

    Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að vinna að kortlagningu leiksvæða í Skagafirði og leggja fyrir nefndina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 159 Lagður var fyrir tölvupóstur frá Margréti Silju Þorkelsdóttur, deildarstjóra hjá Vegagerðinni, varðandi öryggisúttekt á þjóðvegi í þéttbýli á Sauðárkróki og í Varmahlíð.
    Boðað hefur verið til úttektarinnar þriðjudaginn 10. september nk. og munu fulltrúar frá veitu- og framkvæmdasviði Sveitarfélagsins taka þátt í úttektinni.
    Nefndin fer fram á að þjóðvegur í gegnum Hofsós verði tekin út samhliða Sauðárkrók og Varmahlíð. Nefndin leggur áherslu á að horft sé til allrar umferðar, gangandi, hjólandi og bíla.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 159 Undanfarin ár hefur verið tekið gífurlegt magn af efni í námu á Gránumóum við Sauðárkrók. Náman er í eigu Sveitarfélagsins og ekki hefur verið tekið gjald fyrir efni sem þaðan er tekið.
    Mjög algent er að Sveitarfélög rukki hóflegt gjald fyrir efnistöku í landi í eigu þess.
    Nefndin felur sviðstjóra að kanna hvernig gjaldtöku er háttað hjá öðrum sveitarfélögum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 159 Núverandi jarðvegstippur við Borgargerði á Sauðárkróki er nánast fullur og skoða þarf möguleika á nýju svæði þar sem hægt er að haugsetja jarðveg sem fellur til við byggingaframkvæmdir. Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.