Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Dagskrá
1.Landbúnaðarnefnd - 206
Málsnúmer 1908011FVakta málsnúmer
Fundargerð 206. fundar landbúnaðarnefndarfrá 26. ágúst lögð fram til afgreiðslu á 388. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðarnefnd - 206 Landbúnaðarnefnd hittist í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki til að halda áfram vettvangsskoðun um sveitarfélagið, frá því í síðustu viku, til að kanna ástand skilarétta. Lagt af stað kl. 10:00.
Eftirtaldar réttir voru skoðaðar: Staðarrétt, Grófargilsrétt, Mælifellsrétt og Hlíðarrétt. Einnig var litið við í Breiðagerðisrétt.
Jón Sigurjónsson þurfti að víkja af fundinum kl. 13:30 áður en kom að afgreiðslu mála á dagskrá fundarins.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fyrir næsta fund verði lögð fram samantekt um ástand réttanna. Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 206 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. júní 2019 frá Jóni Kolbeini Jónssyni, héraðsdýralækni Norðurlands vestra, varðandi lausagöngu sauðfjár í landi sveitarfélagsins við Sauðárkrók.
Upplýst er á fundinum að brugðist hafi verið við ábendingum og lausnir til að lágmarka ágang búfénaðar í bæjarland Sauðárkróks ræddar.
Landbúnaðarnefnd áréttar skyldur búfjáreigenda innan þéttbýlis að halda búpeningi sínum innan girðingar. Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 206 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Staðarhrepps fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 206 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Staðarafréttar fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 206 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsóss og Unadals fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 206 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Deildardals fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 206 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hegraness fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 206 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hóla- og Viðvíkurdeilda fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
2.Fundagerðir stjórnar SÍS 2019
Málsnúmer 1901002Vakta málsnúmer
873. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. ágúst 2019 lögð fram til kynningar á 388. fundi sveitarstjórnar.
3.Fundagerðir stjórnar Norðurár bs. 2019
Málsnúmer 1901009Vakta málsnúmer
Fundargerð aðalfundar Norðurár bs. frá 5.júní 2019 lögð fram til kynningar á 388. fundi sveitarstjórnar.
4.Verkefnaráð Blöndulína 3
Málsnúmer 1909233Vakta málsnúmer
Fyrir liggur bréf frá Landsneti dagsett 24. september 2019 um stofnun verkefnaráðs vegna Blöndulínu 3. Bréfinu er ætlað að kynna hugmyndir Landsnets um samsetningu verkefnaráðsins, óska eftir ábendingum frá sveitarfélaginu ef einhverjar eru og óska eftir þátttöku sveitarfélagsins í ráðinu. Tilgangur verkefnaráðsins að mati Landsnets er að undirbúningsvinna þessa verkefnis sé í samráði og samvinnu við nærsamfélagið og samkvæmt tillögu þeirra eigi eftirtaldir aðilar fulltrúa í ráðinu: Sveitarfélögin Akrahreppur, Akureyrarbær, Húnavatnshreppur, Hörgársveit og Sveitarfélagið Skagafjörður og einnig Atvinnuþróunarfélag Eyfirðinga, Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, Háskólinn á Akureyri, Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Skógræktin, SUNN samtök um náttúruvernd á Norðurlandi og Ungir umhverfisverndarsinnar.
Miðlun upplýsinga, samráð og samtal út í samfélagið er áætlað að verði með fjölbreyttum hætti: vefsíða, greinar í blöðum, opin hús, fundir með íbúum og atvinnulífinu og miðlun á samfélagsmiðlum. Samráð við landeigendur verður í formi kynninga- og samráðsfunda auk annara samskiptaleiða sem henta best hverju sinni.
Af hálfu Landsnets sitja í verkefnaráðinu verkefnastjóri og samráðsfulltrúi Landsnets og verða auk þess kallaðir til aðilar í takt við viðfangsefni ráðsins hverju sinni, bæði sérfræðingar á vegum Landsnets og aðilar utan fyrirtækisins. Tillaga Landsnets er að verkefnaráðið komi saman eftir þörfum og taki til starfa um leið og skipan í ráðið liggur fyrir.
Óskað er eftir tilnefningum á tveimur fulltrúum frá Sveitarfélaginu Skagafirði, aðal- og varafulltrúa og tilnefning liggi fyrir eigi síðar en 15. október.
Forseti ber upp tillögu um Einar E Einarssn sem aðalfulltrúa og Álfhildi Leifsdóttur sem varafulltrúa.
Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
Miðlun upplýsinga, samráð og samtal út í samfélagið er áætlað að verði með fjölbreyttum hætti: vefsíða, greinar í blöðum, opin hús, fundir með íbúum og atvinnulífinu og miðlun á samfélagsmiðlum. Samráð við landeigendur verður í formi kynninga- og samráðsfunda auk annara samskiptaleiða sem henta best hverju sinni.
Af hálfu Landsnets sitja í verkefnaráðinu verkefnastjóri og samráðsfulltrúi Landsnets og verða auk þess kallaðir til aðilar í takt við viðfangsefni ráðsins hverju sinni, bæði sérfræðingar á vegum Landsnets og aðilar utan fyrirtækisins. Tillaga Landsnets er að verkefnaráðið komi saman eftir þörfum og taki til starfa um leið og skipan í ráðið liggur fyrir.
Óskað er eftir tilnefningum á tveimur fulltrúum frá Sveitarfélaginu Skagafirði, aðal- og varafulltrúa og tilnefning liggi fyrir eigi síðar en 15. október.
Forseti ber upp tillögu um Einar E Einarssn sem aðalfulltrúa og Álfhildi Leifsdóttur sem varafulltrúa.
Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
5.Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál
Málsnúmer 1905140Vakta málsnúmer
Vísað frá 881. fundi byggðarráðs 17. september 2019 þannig bókað:
"Sveitarstjórn fagnar því frumkvæði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið með stofnun samráðsvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sveitarstjórn telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftslagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga. Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun. Sveitarstjórn lýsir sig tilbúna til þátttöku í samráðsvettvanginum með þátttöku í fundum og viðburðum um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Á sínum vettvangi mun sveitarstjórn beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einnig, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum.
Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
"Sveitarstjórn fagnar því frumkvæði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið með stofnun samráðsvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sveitarstjórn telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftslagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga. Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun. Sveitarstjórn lýsir sig tilbúna til þátttöku í samráðsvettvanginum með þátttöku í fundum og viðburðum um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Á sínum vettvangi mun sveitarstjórn beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einnig, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum.
Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
6.Málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra frá 1. janúar 2020
Málsnúmer 1906059Vakta málsnúmer
Á fundi þjónusturáðs í þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra þann 10. september 2019 lá fyrir að samningur um þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra yrði ekki endurnýjaður þar sem Húnaþing vestra hygðist ekki endurnýja samninginn og lýkur því samstarfinu í núverandi mynd þann 31. desember næstkomandi. Þjónusturáðið leggur áherslu á að þjónustuþegar á svæðinu finni sem minnst fyrir þeirri breytingu sem nýtt fyrirkomulag hefur í för með sér og telur mikilvægt að unnið verði faglega að úrlausn mála þannig að yfirfærslan verði þjónustuþegum farsæl. Þjónusturáðið leggur til við sveitarstjórnir viðkomandi sveitarfélaga að skipaður verði starfshópur með fulltrúum allra sveitarfélaga til að vinna að yfirfærslu verkefna og þjónustu.
Forseti gerir tillögu um að Guðnýju Axelsdóttur verði skipuð í starfshópinn fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
Bókun sveitarstjórnar: Sveitarfélagið Skagafjörður áréttar að það er sem fyrr reiðubúið til að endurnýja samning við öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra um samstarf um þjónustu við fatlað fólk á öllu svæðinu. Samstarf þetta hefur verið í gildi sl. 20 ár og verið farsælt. Ábyrgð sveitarfélaganna í málaflokknum er ríkuleg gagnvart fötluðu fólki á svæðinu sem þarf á þjónustunni að halda.
Forseti gerir tillögu um að Guðnýju Axelsdóttur verði skipuð í starfshópinn fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
Bókun sveitarstjórnar: Sveitarfélagið Skagafjörður áréttar að það er sem fyrr reiðubúið til að endurnýja samning við öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra um samstarf um þjónustu við fatlað fólk á öllu svæðinu. Samstarf þetta hefur verið í gildi sl. 20 ár og verið farsælt. Ábyrgð sveitarfélaganna í málaflokknum er ríkuleg gagnvart fötluðu fólki á svæðinu sem þarf á þjónustunni að halda.
7.Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2019
Málsnúmer 1909020Vakta málsnúmer
Vísað frá 878. fundi byggðarráðs frá 4. september til afgreiðslu sveitarstjórnar,þannig bókað:
"Lögð fram drög að viðauka númer 5 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn gerir ráð fyrir að fjárfesting eignasjóðs hækki um 27,360 m.kr. vegna framkvæmda við Aðalgötu 21. Fjárfestingunni verði mætt með aukinni lántöku að fjárhæð 27 m.kr. og lækkun handbærs fjár um 360 þúsund krónur. Gísli Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið og Regína Valdimarsdóttir varamaður hans tók sæti í hans stað. Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Gísli Sigurðsson, Álfhildur Leifsdóttir, Gísli Sigurðsson, Álfhildur Leifsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Ólafur Bjarni Haraldsson, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Gísli Sigurðsson, Ólafur Bjarni Haraldsson, Stefán Vagn Stefánsson og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir kvöddu sér hljóðs.
Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað:
Framkvæmdirnar við endurbætur húsanna hafa farið allt of langt fram úr þeim áætlunum sem farið var af stað með í upphafi. Menn hljóta að spyrja sig að því hvort réttar ákvarðanir hafi verið teknar í upphafi og hvað lá þeim ákvörðunum til grundvallar.
Ólafur Bjarni Haraldsson
Jóhanna Ey Harðardóttir
Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað:
Fulltrúar meirihlutans í sveitarstjórn óska bókað: Nú hyllir undir verklok á endurbótum húsanna. Verkið hefur farið fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun enda endurbæturnar m.a. náð til stærri hluta hússins en ráðgert hafði verið í upphafi, s.s. uppgerð á 2. hæð Gránu og viðameiri framkvæmdir í kjallara en að hafði verið stefnt. Þá er ljóst að kostnaður við uppgerð Gránu í heild sinni hefur verið vanáætlaður og fleiri tímar farið í verkið en áætlað var í flestum verkþáttum enda reyndist nauðsynlegt að ráðast í meiri framkvæmdir vegna ástands hússins en gert var ráð fyrir í upphafi. Eftir standa glæsilegar byggingar í eigu sveitarfélagsins, sem eru því og héraðinu til sóma í stað vansa og aðgengilegar öllum. Fellur verkefnið afar vel að markmiðum um verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki sem ætlað er að viðhalda og styrkja byggðina á svæðinu þannig að verndun, uppbygging og framþróun haldist í hendur.
Stefán Vagn Stefánsson
Gísli Sigurðsson
Regína Valdimarsdóttir
Laufey Kristín Skúladóttir
Sigríður Magnúsdóttir
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað:
Framboð VÓ styður ekki viðauka vegna framkvæmda við Aðalgötu 21a-21b.
Álfhildur Leifsdóttir
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
VG og óháð
Byggðalistinn óskar bókað að hann sitji hjá við atkvæðagreiðsluna.
VG og óháðir greiða atkvæði á móti.
Viðauki 5 við fjárhagsáætlun borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 5 atkvæðum.
"Lögð fram drög að viðauka númer 5 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn gerir ráð fyrir að fjárfesting eignasjóðs hækki um 27,360 m.kr. vegna framkvæmda við Aðalgötu 21. Fjárfestingunni verði mætt með aukinni lántöku að fjárhæð 27 m.kr. og lækkun handbærs fjár um 360 þúsund krónur. Gísli Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið og Regína Valdimarsdóttir varamaður hans tók sæti í hans stað. Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Gísli Sigurðsson, Álfhildur Leifsdóttir, Gísli Sigurðsson, Álfhildur Leifsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Ólafur Bjarni Haraldsson, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Gísli Sigurðsson, Ólafur Bjarni Haraldsson, Stefán Vagn Stefánsson og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir kvöddu sér hljóðs.
Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað:
Framkvæmdirnar við endurbætur húsanna hafa farið allt of langt fram úr þeim áætlunum sem farið var af stað með í upphafi. Menn hljóta að spyrja sig að því hvort réttar ákvarðanir hafi verið teknar í upphafi og hvað lá þeim ákvörðunum til grundvallar.
Ólafur Bjarni Haraldsson
Jóhanna Ey Harðardóttir
Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað:
Fulltrúar meirihlutans í sveitarstjórn óska bókað: Nú hyllir undir verklok á endurbótum húsanna. Verkið hefur farið fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun enda endurbæturnar m.a. náð til stærri hluta hússins en ráðgert hafði verið í upphafi, s.s. uppgerð á 2. hæð Gránu og viðameiri framkvæmdir í kjallara en að hafði verið stefnt. Þá er ljóst að kostnaður við uppgerð Gránu í heild sinni hefur verið vanáætlaður og fleiri tímar farið í verkið en áætlað var í flestum verkþáttum enda reyndist nauðsynlegt að ráðast í meiri framkvæmdir vegna ástands hússins en gert var ráð fyrir í upphafi. Eftir standa glæsilegar byggingar í eigu sveitarfélagsins, sem eru því og héraðinu til sóma í stað vansa og aðgengilegar öllum. Fellur verkefnið afar vel að markmiðum um verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki sem ætlað er að viðhalda og styrkja byggðina á svæðinu þannig að verndun, uppbygging og framþróun haldist í hendur.
Stefán Vagn Stefánsson
Gísli Sigurðsson
Regína Valdimarsdóttir
Laufey Kristín Skúladóttir
Sigríður Magnúsdóttir
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað:
Framboð VÓ styður ekki viðauka vegna framkvæmda við Aðalgötu 21a-21b.
Álfhildur Leifsdóttir
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
VG og óháð
Byggðalistinn óskar bókað að hann sitji hjá við atkvæðagreiðsluna.
VG og óháðir greiða atkvæði á móti.
Viðauki 5 við fjárhagsáætlun borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 5 atkvæðum.
8.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 21
Málsnúmer 1909009FVakta málsnúmer
Fundargerð 21. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks lögð fram til afgreiðslu á 388. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 21 Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri fóru yfir stöðu framkvæmda við Sundlaug Sauðárkróks. Einnig voru umræður um áfanga 2, nýbyggingu við sundlaugina.
Byggingarnefndin samþykkir að hraða hönnun 2. áfanga laugarinnar. Bókun fundar Fundargerð 21. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
9.Umhverfis- og samgöngunefnd - 159
Málsnúmer 1908013FVakta málsnúmer
Fundargerð 159. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 28. ágúst lögð fram til afgreiðslu á 388. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 159 Málið aftur á dagskrá Umhverfis og samgöngunefndar,kalla þurfti til varamenn þar sem aðalmenn eru vanhæfir.
Lögð var fyrir fundargerð tilboðsopnunar vegna snjómoksturs á Sauðárkróki 2019 til 2022. Alls bárust þrjú tilboð í verkið frá Vinnuvélum Símonar ehf., Steypustöð Skagafjarðar ehf. og Víðmimelsbræðrum ehf.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að semja við lægstbjóðanda, Vinnuvélar Símonar ehf.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Steinar Skarphéðinsson véku af fundi undir afgreiðslu málsins.
Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 159 lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá Sólveigu Pétursdóttur og Þuríði Helgu Jónasdóttur stofnendum verkefnisins "Verðandi - Miðstöð endurnýtingar" sem unnið var samhliða átakinu Ræsing Skagafjarðar.
Í tölvupóstinum er þess farið á leit að viðskiptaáætlun verkefnisins verði kynnt fyrir nefndinni jafnframt að kannaður sé möguleiki á húsnæði á vegum Sveitarfélagsins sem hentað gæti starfseminni.
Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 159 Lagt var fyrir erindi frá Ingibjörg Huld Þórðardóttur, formanni umhverfis- og samgöngunefndar, um leiksvæði í Skagafirði. Í erindinu segir;
"Undirrituð óskar eftir yfirliti yfir þau leiksvæði í Skagafirði sem eru í umsjón sveitarfélagsins, staðsetningu þeirra og hvernig þau eru útbúin. Og að í framhaldinu sé metið hvort þörf sé á úrbótum með öryggi og ánægju barnanna okkar að leiðarljósi.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir, formaður Umhverfis- og samgöngunefndar"
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að vinna að kortlagningu leiksvæða í Skagafirði og leggja fyrir nefndina.
Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 159 Lagður var fyrir tölvupóstur frá Margréti Silju Þorkelsdóttur, deildarstjóra hjá Vegagerðinni, varðandi öryggisúttekt á þjóðvegi í þéttbýli á Sauðárkróki og í Varmahlíð.
Boðað hefur verið til úttektarinnar þriðjudaginn 10. september nk. og munu fulltrúar frá veitu- og framkvæmdasviði Sveitarfélagsins taka þátt í úttektinni.
Nefndin fer fram á að þjóðvegur í gegnum Hofsós verði tekin út samhliða Sauðárkrók og Varmahlíð. Nefndin leggur áherslu á að horft sé til allrar umferðar, gangandi, hjólandi og bíla. Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 159 Undanfarin ár hefur verið tekið gífurlegt magn af efni í námu á Gránumóum við Sauðárkrók. Náman er í eigu Sveitarfélagsins og ekki hefur verið tekið gjald fyrir efni sem þaðan er tekið.
Mjög algent er að Sveitarfélög rukki hóflegt gjald fyrir efnistöku í landi í eigu þess.
Nefndin felur sviðstjóra að kanna hvernig gjaldtöku er háttað hjá öðrum sveitarfélögum. Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 159 Núverandi jarðvegstippur við Borgargerði á Sauðárkróki er nánast fullur og skoða þarf möguleika á nýju svæði þar sem hægt er að haugsetja jarðveg sem fellur til við byggingaframkvæmdir. Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
10.Skipulags- og byggingarnefnd - 356
Málsnúmer 1909005FVakta málsnúmer
Fundargerð 356. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 10. september 2019 lögð fram til afgreiðslu á 388. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 356 Vinnufundur um aðalskipulagsvinnuna, skólaverkefni og íbúafund. Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi tók þátt í fundinum gegn um síma Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 356 Tekið fyrir erindi Friðbjörns H. Jónssonar fyrir hönd F-húsa þar sem óskað er eftir heimild til að gera tvær íbúðir í einbýlishúsinu að Suðurgötu 18 og breyta útliti þess. Erindið hefur áður verið afgreitt úr skipulags- og byggingarnefnd. Með bréfi frá Friðbirni H. Jónssyni sem var kynnt nefndinni 14. janúar síðastliðinn óskar hann eftir að málið verði aftur tekið til umfjöllunnar. Skipulags- og byggingarnefnd er sammála um að endurskoða afstöðu sína og leyfa umræddar breytingar að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar. Jón Örn vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar. Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
11.Skipulags- og byggingarnefnd - 355
Málsnúmer 1909002FVakta málsnúmer
Fundargerð 355. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 5. september 2019 lögð fram til afgreiðslu á 388. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 355 Margeir Björnsson kt. 191038-2079 og Helga Þórðardóttir kt. 070450-4459 sóttu með erindi dagsettu 2. maí 2017 um framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 19,4 ha. svæði á lögbýlinu Mælifellsá (146221). Er það viðbót við 31,5 ha. svæði sem gerður var samningur um við Norðurlandsskóga árið 2002. Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar var að veita framkvæmdaleyfi en undanskilja svæði sem samkvæmt gildandi aðalskipulagi er innan þess svæðis þar sem skipulagi er frestað vegna hugsanlegrar legu Blöndulínu 3.
Nú óska umsækjendur eftir að framkvæmdaleyfið verði endurskoðað og heimiluð skógrækt á umræddu svæði þar sem breyting á Aðalskipulagi 2009-2021 hefur hlotið formlega staðfestingu. Erindið samþykkt.
Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 355 Ingi Friðbjörnsson kt. 281045-3699, óskar eftir fh. afkomenda Friðbjörns Þórhallssonar (1919-2003), heimild skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Sveitafélagsins Skagafjarðar til að setja upp drykkjarfont sunnan og austan lóðarinnar Suðurbraut 18 á Hofsósi. Meðfylgjandi yfirlitsmynd dagsett 23. júlí 2019 unnin hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni gerir nánari grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S-101 verknúmer 786301. Erindið samþykkt.
Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 355 Ingvar Gýgjar Sigurðarson sækir, fh. Veitu- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins um heimild til að setja upp upplýsingarskilti, bæjarskilti, við Þverárfjallsveg (744) norðan Gönguskarðsár. Meðfylgjandi uppdrættir gerðir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu dagsettir 16. júlí 2019 af Atla Gunnari Arnórssyni. Fyrir liggur greinargerð og samþykki Vegagerðarinnar vegna þessa erindis. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 355 Sigfús Ingi Sigfússon Stóru-Gröf syðri sækir um heimild til að staðsetja gróðurskýli í landi Stóru-Grafar syðri likt og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum gerðum hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Fyrir liggur jákvæð umsögn minjavarðar um byggingarreitinn. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 355 Björn Sigurþór Sigmundsson kt. 281057-5969 Öldustíng 15 óskar umsagnar skipulags- og byggingarnefndar varðandi fyrirhugaða byggingu bílgeymslu, allt að 50 m², á lóð sem fylgir eigninni við Öldustíg 15, inna sérnotaflatar efri hæðar. Meðfylgjandi er afstöðumynd/loftmynd sem gerir grein fyrir erindinu. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir ítarlegri gögnum.
Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 355 Fyrirspurn um aðkomu að fyrirhuguðum fjölskyldugarði að Víðimel og vegtengingu að garðinum sunnanfrá þe. frá þjóðvegi 1.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við málsaðila. Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 355 93. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 355 Umhverfismatsdagurinn, árlegt málþing Skipulagsstofnunar um umhverfismat, fer fram í Norræna húsinu þann 13. september næstkomandi klukkan 13.00-16.00. Í tilefni af yfirstandandi endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum er sjónum beint að virkni umhverfismats fyrir samfélagið og umbótum á framkvæmd umhverfismats. Samþykkt að þeir fulltrúar sem sjá sér fært að mæta sæki fundinn. Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
12.Byggðarráð Skagafjarðar - 876
Málsnúmer 1908005FVakta málsnúmer
Fundargerð 876. fundar byggðarráðs frá 21. ágúst 2019 lögð fram til afgreiðslu á 388. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 876 Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra gerðu með sér samning til eins árs, með gildistöku 1. janúar 2016, þar sem Akrahreppur, Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd og Húnaþing vestra sömdu við Sveitarfélagið Skagafjörð um að vera leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Nýr samningur var gerður af sömu aðilum og gilti frá og með 1. janúar 2017. Samningstími er til 31. desember 2019 og er í samningnum kveðið á um að aðildarsveitarfélögin skulu ákveða sameiginlega fyrir 1. nóvember 2019 hvort samningurinn verði endurnýjaður. Þjónusturáð verkefnisins skal skila áliti til aðildarsveitarfélaga um samstarf og jafnframt gera tillögu að samningi sem gildi frá 1. janúar 2020.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. ágúst 2019 með bókun 1008. fundar byggðarráðs Húnaþings vestra frá 12. ágúst 2019 þar sem m.a. kemur fram að "Byggðarráð samþykkir, eftir skoðun sl. mánuði, að endurnýja ekki núgildandi samning og felur sveitarstjóra að hefja vinnu við næstu skref við yfirtöku málaflokksins".
Einnig er lagt fram afrit af fundargerð hreppsnefndar Akrahrepps frá 12. júní 2019 þar sem bókað er svo undir 2. dagskrárlið: "Sveitarfélagið Akrahreppur óskar eftir því að endurnýja samninginn".
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur allar forsendur til þess að Sveitarfélagið Skagafjörður annist þjónustu við fatlað fólk, hvort sem er í samstarfi við önnur sveitarfélög eða eitt og sér. Byggðarráð óskar eftir minnisblaði frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og félagsmálastjóra um faglega stöðu málaflokksins og enn frekari samþættingu við aðra þjónustu sviðsins. Bókun fundar Afgreiðsla 876. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 876 Lagt fram bréf dagsett 14. ágúst 2019 frá Drangeyjarfélaginu, þar sem óskað er eftir því að félagið fái heimild til að nytja Drangey á komandi árum. Félagið mun kappkosta að viðhalda veiðiaðferðum, veiðistöðum og ganga um eyna í fullri sátt við náttúruna eins og gert hefur verið undanfarna áratugi.
Byggðarráð samþykkir að heimila Drangeyjarfélaginu að nytja Drangey til þriggja ára að því tilskyldu að félagið sendi sveitarfélaginu fundargerðir aðalfunda og ársreikninga á tímabilinu, auk þess að almennt og eðlilegt aðgengi í eyjuna verði tryggt á samningstímanum. Bókun fundar Afgreiðsla 876. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 876 Lögð fram tillaga um að byggðarráð feli veitunefnd að kostnaðargreina og vinna að hönnun hitaveitu í þeim hluta Hegraness sem ekki er þegar tengdur við hitaveitu. Mælst er til að þessari vinnu verði hraðað sem kostur er.
Tillagan samþykkt samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 876. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 876 Lagt fram bréf frá Vélhjólaklúbbi Skagafjarðar, dagsett 6. ágúst 2019, þar sem sótt er um leyfi sveitarfélagsins til að halda Íslandsmót í enduro þolakstri á skíðasvæðinu sem Skíðadeild Tindastóls hefur til umráða, þann 17. ágúst 2019. Með erindinu fylgdi staðfesting á leyfi skíðadeildarinnar fyrir mótshaldinu. Einnig lagt fram leyfisbréf sveitarstjóra dagsett 13. ágúst 2019, þar sem leyfið er veitt fyrir keppninni, svo fremi að önnur skilyrði fyrir mótinu séu uppfyllt.
Byggðarráð staðfestir leyfisveitingu sveitarstjóra. Bókun fundar Afgreiðsla 876. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 876 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. ágúst 2019 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, þar sem tilkynnt er um að ráðuneytið hafi birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033. Bókun fundar Afgreiðsla 876. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 876 Lögð fram drög að flugstefnu fyrir Ísland (Grænbók)útgefin í júlí 2019. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipaði verkefnisstjórn til að vinna að mótun flugstefnu fyrir Ísland í september 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 876. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 876 Lagður fram til kynningar samningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Embættis landlæknis um Heilsueflandi samfélag. Samningurinn var undirritaður þann 15. ágúst 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 876. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 876 Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar - júní 2019. Í þessu óendurskoðaða yfirliti kemur fram að rekstur sveitarfélagsins, í heild sinni, er í góðu jafnvægi og í takt við fjárhagsáætlun ársins. Bókun fundar Afgreiðsla 876. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
13.Landbúnaðarnefnd - 205
Málsnúmer 1908006FVakta málsnúmer
Fundargerð 205. fundar landbúnaðarnefndarfrá 19. ágúst lögð fram til afgreiðslu á 388. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðarnefnd - 205 Landbúnaðarnefnd hittist í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki til að fara í vettvangsskoðun um sveitarfélagið og kanna ástand skilarétta. Lagt af stað kl. 10:00 og var fyrrverandi formaður landbúnaðarnefndar Haraldur Þór Jóhannsson bílstjóri ferðarinnar.
Eftirtaldar réttir voru skoðaðar: Rósarétt, Deildardalsrétt, Árhólarétt, Skálárrétt, Flókadalsrétt, Holtsrétt, Laufskálarétt, Sauðárkróksrétt, Selnesrétt og Skarðarétt.
Jón Sigurjónsson þurfti að víkja af fundinum áður en Selnesrétt og Skarðarétt voru skoðaðar.
Þar sem ekki náðist að skoða allar réttir í dag, samþykkir landbúnaðarnefnd að klára yfirferðina á næsta fundi, sem ákveðið var að yrði haldinn mánudaginn 26. ágúst 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 205. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
14.Fræðslunefnd - 147
Málsnúmer 1909013FVakta málsnúmer
Fundargerð 147. fundar fræðslunefndar frá 17. september 2019, lögð fram til afgreiðslu á 388. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Laufey Kristín Skúladóttir kynnti fundargerð. Jóhanna Ey Harðardóttir kvaddi sér hljóðs.
Fulltrúar fræðslunefndar í sveitarstjórn óska bókað:
Fræðslunefnd heimsótti leik- og grunnskólana í Varmahlíð þann 17. september síðastliðinn. Það var fróðlegt og skemmtilegt en jafnframt þarft fyrir nefndarfólk að sjá aðbúnað og aðstöðu í leik og grunnskólanum í Varmahlíð. Mikilvægt er að nefndarfólk þekki til aðstæðna og aðbúnaðar þar sem liggur fyrir að taka þurfi ákvörðun um framtíð skólasamfélagsins í Varmahlíð. Viljum við hrósa starfsfólki leik- og grunnskólans í Varmahlíð fyrir vel unnin störf, ekki er sjálfsagt að það geti farið fram eins faglegt og flott starf við þessar aðstæður.
Jóhanna Ey Harðardóttir
Laufey Kristín Skúladóttir
Fulltrúar fræðslunefndar í sveitarstjórn óska bókað:
Fræðslunefnd heimsótti leik- og grunnskólana í Varmahlíð þann 17. september síðastliðinn. Það var fróðlegt og skemmtilegt en jafnframt þarft fyrir nefndarfólk að sjá aðbúnað og aðstöðu í leik og grunnskólanum í Varmahlíð. Mikilvægt er að nefndarfólk þekki til aðstæðna og aðbúnaðar þar sem liggur fyrir að taka þurfi ákvörðun um framtíð skólasamfélagsins í Varmahlíð. Viljum við hrósa starfsfólki leik- og grunnskólans í Varmahlíð fyrir vel unnin störf, ekki er sjálfsagt að það geti farið fram eins faglegt og flott starf við þessar aðstæður.
Jóhanna Ey Harðardóttir
Laufey Kristín Skúladóttir
-
Fræðslunefnd - 147 Á fundi nefndarinnar þann 22. ágúst s.l. var sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að koma með nýja tillögu að fyrirkomulagi skólaaksturs á Sauðárkróki. Tillagan er svohljóðandi:
Skólaakstur á Sauðárkróki verði boðinn út frá 1. október n.k. til 15. júní ársins 2020. Útboðið feli í sér hefðbundinn skólaakstur á milli heimilis og skóla á tímabilinu 15. október til 15. apríl (sveigjanlegt eftir tíðafari) og auk þess allt að 4500-5000 kílómetra aukalega til ýmissa ferða, s.s. nemendaferða, skíðaferða o.fl. Samtals er um að ræða um 7500 kílómetra á tímabilinu.
Nánari skilgreining á aukaakstri fylgi með í útboðsgögnum. Ákvarðanir um aukaaksturinn er í höndum skólastjóra og hefur hann heimildir til að víkja frá skilgreiningum í fylgiskjali í samráði við verktaka.
Fræðslunefnd samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra að ganga endanlega frá útboðsgögnum og auglýsa sem first. Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar fræðslunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 147 Á undanförnum árum hafa fræðsluyfirvöld í Sveitarfélaginu Skagafirði lagt mikla áherslu á að auka og efla samstarf á milli skóla og skólagerða og leitast við að skapa samfellu í námi barna í skólum sveitarfélagsins. Vilji er til að auka samstarfið við aðra skóla í héraðinu, FNV, Háskólann á Hólum og Farskólann ? miðstöð símenntunar. Í því skyni er lagt til að myndaður verði sérstakur formlegur samráðsvettvangur allra skólanna í Skagafirði undir heitinu ,,Skólar í Skagafirði“ . Gert er ráð fyrir að forsvarsmenn skólanna og fræðsluyfirvöld eftir atvikum hittist einu sinni til tvisvar á ári til samtals og samráðs um sameiginlega sýn og möguleika til að styrkja enn frekar öflugt skólastaf í héraðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar fræðslunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 147 Á fundi félags- og tómstundanefndar þann 26. ágúst s.l. samþykkti nefndin að leita eftir umfjöllun og umsögn annarra fagnefnda sveitarfélagsins. Fræðslunefnd fagnar þeirri vinnu sem lögð hefur verið í gerð jafnréttisáætlunarinnar. Nefndin fjallaði um áætlunina og komu nefndarmenn með fjölmargar athugasemdir sem gætu gagnast við endanlega gerð áætlunarinnar. Athugasemdum nefndarmanna verður safnað saman og sendar mannauðsstjóra og félags- og tómstundanefnd. Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar fræðslunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 147 Á fundi félags- og tómstundanefndar þann 26. ágúst s.l. samþykkti nefndin að leita eftir afstöðu fræðslunefndar vegna útfærslu og staðsetningar hjólabrettagarðs. Meðfylgjandi í gögnum er minnisblað með mynd af útfærslu og kostnaðaráætlun. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við staðsetningu en leggur til að verði ákveðið að ráðast í slíka framkvæmd þá verði um hugað að útfærslu sem fleiri gætu nýtt, t.d. reiðhjól. Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar fræðslunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 147 Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um úthlutun úr Námsgagnasjóði árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar fræðslunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 147 Eitt mál tekið fyrir. Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 147. fundar fræðslunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
15.Fræðslunefnd - 146
Málsnúmer 1908007FVakta málsnúmer
Fundargerð 146. fundar fræðslunefndar frá 22. ágúst lögð fram til afgreiðslu á 388. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Laufey Kristín Skúladóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Fræðslunefnd - 146 Lögð fram til kynningar staðfesting á að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur lokið eftirfylgd með umbótum í kjölfar úttektar ráðuneytisins á leikskólanum Ársölum sem fram fór haustið 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar fræðslunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 146 Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að skipa vinnuhóp sem hefur það verkefni að skoða starfsumhverfi leikskóla í Skagafirði. Vinnuhópurinn verði undir forystu fræðslustjóra en í honum sitji einnig fulltrúar leikskólanna þriggja auk annarra sérfræðinga á fjölskyldusviði eftir þörfum. Markmið þeirrar skoðunar er að kanna möguleika á að bæta starfsaðstæður í leikskólum og minnka álag á börn og starfsfólk. Sérstaklega skal lagt mat á þætti eins og mönnun, fjölda barna á deild m.t.t. rýmis, fjölda undirbúningstíma o.þ.h. Þá skal einnig lagt mat á árangur af reglum fyrir starfsmenn leikskóla vegna styrkja til náms í leikskólakennarafræðum, sem settar voru á árinu 2018. Skoða skal sérstaklega hvað önnur sveitarfélög hafa gert til að koma til móts við mikla starfsmannaveltu og leggja mat á þær aðgerðir. Vinnuhópurinn skili drögum að tillögum og greinargerð til fræðslunefndar í lok október n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar fræðslunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 146 Málið áður á dagskrá þann 1. júlí s.l., en þá samþykkti nefndin að hafna tilboðum sem bárust í útboð á skólaakstri innanbæjar og gefa sér tíma til að skoða fyrirkomulag og framkvæmd skólaaksturs á Sauðárkróki að nýju. Nefndin vill áfram kanna möguleika á að bjóða upp á skólaakstur á Sauðárkróki yfir dimmustu og snjóþyngstu vetrarmánuðina. Nefndin leggur áherslu á að hvetja og örva börn til að ganga eða hjóla í skólann í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar um Heilsueflandi samfélag. Nefndin samþykkir að vinna áfram að málinu og felur sviðsstjóra að vinna að nýrri tillögu til lausnar í málinu og leggja fyrir nefndina. Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar fræðslunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 146 Lögð fram drög að innritunarreglum fyrir Frístund í Árskóla og Varmahlíðarskóla. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og felur sviðsstjóra að auglýsa þær á heimasíðu sveitarfélagsins og skólanna. Jafnframt beinir nefndin því til skólastjóra að kynna reglurnar vel fyrir foreldrum. Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar fræðslunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
- 15.5 1906260 Ný TALIS skýrsla Starfshættir og viðhorf kennara og skólastj. á unglingastigi grunnskólaFræðslunefnd - 146 Lögð fram til kynningar skýrsla OECD, TALIS 2018, sem er könnun á starfsháttum og viðhorfi kennara og skólastjóra á unglingastigi grunnskóla. Könnunin hefur tvisvar áður verið gerð hér á landi, árið 2008 og árið 2013. Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar fræðslunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 146 Erindinu vísað til fræðslunefndar frá 873. fundi byggðarráðs, þann 3. júlí s.l. Um er að ræða tölvupóst frá framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra þar sem kynntar eru samþykktir sem heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra samþykkti á fundi sínum 25. júní sl., um annars vegar hvernig skuli standa að því að fjarlægja númerslausar bifreiðar og hins vegar um starfsleyfi verktaka. Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar fræðslunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 146 Lagðar voru fram fjöldatölur yfir börn í leik- og grunnskólum Skagafjarðar. Fjöldi barna við upphaf skólaárs 2019-2020 eru 525 börn í grunnskólum og 228 börn í leikskólum. Tölur þessar sýna örlitla fjölgun á báðum skólastigum miðað við fyrra ár. Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar fræðslunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
16.Félags- og tómstundanefnd - 268
Málsnúmer 1908010FVakta málsnúmer
Fundargerð 268. fundar félags- og tómstundanefndar frá 26. ágúst lögð fram til afgreiðslu á 388. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Félags- og tómstundanefnd - 268 Málið áður á dagskrá nefndarinnar þann 13. september 2018. Hrefna Gerður Björnsdóttir, mannauðsstjóri, kom á fundinn og kynnti drög að Jafnréttisstefnu fyrir árin 2018-2022 ásamt aðgerðaráætlun. Nefndin samþykkir að mannauðsstjóri haldi áfram með málið og vísar því til annarra fagnefnda og Byggðarráðs til umfjöllunar og umsagnar. Nefndin þakkar mannauðsstjóra og samstarfsmönnum hennar fyrir góða og mikla vinnu við gerð jafnréttisstefnunnar. Bókun fundar Afgreiðsla 268. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25.september 2019 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 268 Hvatt er til þess að kjörnir fulltrúar og starfsmenn fjölskyldusviðs sæki landsfundinn sem haldinn verður 4.-5. september í Garðabæ. Meðal umfjöllunarefna verða jafnréttisáætlanir, jafnlaunavottun, kynferðisleg og kynbundin áreitni, kynjasamþætting og staðalmyndir. Jafnframt verður fjallað um endurnýjaðar jafnréttisáætlanir sveitarfélaga í samræmi við ákvæði jafnréttislaga. Bókun fundar Afgreiðsla 268. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25.september 2019 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 268 Tekið fyrir erindi þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu mála vegna bættrar aðstöðu til hjólabrettaiðkunar sem áður hefur verið á dagskrá nefndarinnar. Frístundastjóri lagði fram minnisblað þar sem nýjar hugmyndir að staðsetningu og útliti voru kynntar. Nefndin samþykkir framlagðar tillögur fyrir sitt leyti. Erindinu vísað til byggðarráðs, umhverfis- og samgöngunefndar og fræðslunefndar og jafnframt er óskað umsagnar skólaráðs Árskóla. Nefndin felur sviðsstjóra að svara fyrirspyrjendum. Bókun fundar Afgreiðsla 268. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25.september 2019 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 268 Á síðasta fundi nefndarinnar þann 9. júlí s.l. var óskað eftir því að nefndin fengi í hendur ítarlegt minnisblað um íþrótta- og tómstundaiðkun barna yngri en 6 ára, sem nú liggur fyrir fundinum. Þar kemur m.a. fram að gera þyrfti ráð fyrir auknum fjárheimildum sem nemur allt að 2 milljónum króna sé miðað við iðkendafjölda þessa aldurshóps s.l. vetur.
Fulltrúar VG og Óháðra ásamt Byggðalista fagna umræðum um þetta mál og ítreka bókun sína frá síðasta fundi þann 9. júlí þar sem lögð var áhersla á að öll börn 0-18 ára nytu hvatapeninga. Nefndin samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar og afgreiðslu í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 268. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25.september 2019 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 268 Tveir dagforeldrar eru starfandi á Sauðárkróki nú í ágúst, báðar með leyfi fyrir fimm börnum. Vel gekk að innrita börn inn á leikskóla þetta haustið og einungis eru nú átta börn hjá dagforeldrum. Lagt er til að heimild verði gefin til að greiða Guðrúnu Erlu Sigursteinsdóttur tímabundið auknar niðurgreiðslur til 1.nóvember sem svarar fimm börnum kr. 64.922 kr. á mánuði pr. barn í stað þriggja eins og reglur kveða á um. Félags- og tómstundanefnd samþykkir þessi frávik frá reglum tímabundið til 1.nóvember n.k. til að tryggja stöðuleika dagforeldra og þjónustu. Bókun fundar Afgreiðsla 268. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25.september 2019 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 268 Fundargerð þjónusturáðs frá 20. ágúst s.l. er lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 268. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25.september 2019 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 268 Eitt mál tekið fyrir og samþykkt. Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 268. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25.september 2019 með níu atkvæðum.
17.Byggðarráð Skagafjarðar - 881
Málsnúmer 1909015FVakta málsnúmer
Fundargerð 881. fundar byggðarráðs frá 17. september 2019 lögð fram til afgreiðslu á 388. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 881 Málið áður á dagskrá byggðarráðs þann 22. maí og 3. júlí 2019.
Byggðarráð leggur til eftirfarandi verði bókað á sveitarstjórnarfundi: "Sveitarstjórn fagnar því frumkvæði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið með stofnun samráðsvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Sveitarstjórn telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftslagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga. Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.
Sveitarstjórn lýsir sig tilbúna til þátttöku í samráðsvettvanginum með þátttöku í fundum og viðburðum um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Á sínum vettvangi mun sveitarstjórn beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einni, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum." Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 18 "Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftlagsmál" Samþykkt samhljóða.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 881 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. september 2019 frá Álfhildi Leifsdóttur þar sem óskað er eftir svörum við fyrirspurnum hennar vegna framkvæmda við Sundlaug Sauðárkróks.
Einnig lögð fram svör við framangreindum fyrirspurnum.
Byggðarráð samþykkir að spurningar og svör verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 881. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 881 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. september 2019 frá Rúnari Gíslasyni, lögreglumanni hjá embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Óskar hann eftir því að settur verði upp spegill á ljósastaur gegnt lögreglustöðinni til að bæta sjónarhorn þeirra til norðurs, sem keyra frá bílaplani við Landsbankann og lögreglustöðina.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu veitu- og framkvæmdasviðs. Bókun fundar Afgreiðsla 881. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. - 17.4 1909130 Samráðsgátt; Drög að frumvarpi til laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda (seinna samráð)Byggðarráð Skagafjarðar - 881 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. september 2019 þar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 221/2019, "Drög að frumvarpi til laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda - Seinna samráð". Umsagnarfrestur er til og með 19.09.2019. Bókun fundar Afgreiðsla 881. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 881 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. september 2019 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 222/2019, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um þjóðlendur og afmörkun eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998". Umsagnarfrestur er til og með 26.09.2019. Bókun fundar Afgreiðsla 881. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 881 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. september 2019 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 219/2019, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 34/1991 um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri". Umsagnarfrestur er til og með 20.09.2019. Bókun fundar Afgreiðsla 881. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 881 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 11. september 2019 frá Persónuvernd þar sem tilkynnt er um að ársskýrsla stofnunarinnar fyrir árið 2018 hafi verið gefin út á rafrænu formi sem hægt er að nálgast heimasíðu Persónuverndar. Bókun fundar Afgreiðsla 881. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
18.Byggðarráð Skagafjarðar - 880
Málsnúmer 1909007FVakta málsnúmer
Fundargerð 880. fundar byggðarráðs frá 11. september 2019 lögð fram til afgreiðslu á 388. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 880 Lagt fram bréf dagsett 27. ágúst 2019 frá skólastjóra Varmahlíðarskóla þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu að fjárhæð 1.680 þús.kr. vegna húsbúnaðarkaupa fyrir Varmahlíðarskóla.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að undirbúinn verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna þessa. Bókun fundar Afgreiðsla 880. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 880 Lagt fram sameiginlegt bréf dagsett 1. ágúst 2019 frá Hestamannafélaginu Skagfirðingi, Hrossaræktarsambandi Skagafjarðar og Flugu ehf., þar sem óskað er eftir fjárframlagi til reksturs sameiginlegs framkvæmdastjóra fyrir félögin þrjú.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga. Bókun fundar Afgreiðsla 880. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. - 18.3 1908205 Samráðsgátt; Drög að frumvarpi, breytingar vegna alþjóðasamþykktar um vinnu við fiskveiðarByggðarráð Skagafjarðar - 880 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 212/2019, "Drög að frumvarpi um til breytinga á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnu við fiskveiðar". Umsagnarfrestur er til og með 16.09. 2019. Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 880. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 880 Lagt fram til kynningar bréf dagsett í ágúst 2019 frá Bjarna Haraldssyni heiðursborgara Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Í bréfinu segir: "Þann 29. júní síðastliðinn var þess minnst að 100 ár voru liðin frá stofnun Verzlunar Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki, verslunar sem stofnuð var af föður mínum þann 28. júní 1919 en ég hef rekið undanfarna áratugi. Með bréfi þessu langar okkur Ásdísi að þakka sveitarfélaginu fyrir veittan stuðning við hátíðarhöldin. Jafnframt vil ég sérstaklega þakka sveitarstjórninni þann mikla heiður sem það sýndi mér með því að útnefna mig heiðursborgara Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Með kærri kveðju, Bjarni Haraldsson" Bókun fundar Afgreiðsla 880. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 880 Lagt fram til kynningar bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett 27. ágúst 2019 varðandi árlegan minningardag Sameinuðu þjóðanna þann 17. nóvember 2019, um þá sem hafa látist í umferðarslysum. Bókun fundar Afgreiðsla 880. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
19.Byggðarráð Skagafjarðar - 879
Málsnúmer 1909004FVakta málsnúmer
Fundargerð 879. fundar byggðarráðs frá 9. september 2019 lögð fram til afgreiðslu á 388. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 879 Samningur um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra gildir til 31. desember 2019 og er í samningnum kveðið á um að aðildarsveitarfélögin skulu ákveða sameiginlega fyrir 1. nóvember 2019 hvort samningurinn verði endurnýjaður. Málið áður á dagskrá 876. og 878. fundar byggðarráðs.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar að 20 ára samstarf sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í málefnum fatlaðs fólks sé á enda runnið með brotthvarfi Húnaþings vestra frá núverandi samstarfi frá og með næstu áramótum.
Í ljósi nýrrar stöðu telur byggðarráð farsælast að Sveitarfélagið Skagafjörður sinni málefnum fatlaðs fólks eingöngu innan sinna sveitarfélagamarka þegar gildandi samningur rennur út. Þó er byggðarráð reiðubúið til að gera viðauka við nýgerðan samning við Akrahrepp um að veita þjónustu í málaflokknum til íbúa hreppsins ef vilji þaðan stendur til þess. Bókun fundar Afgreiðsla 879. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 879 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á ráðuneytið hefur birt til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir ánægju með góða vinnu og undirbúning við tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga og styður framkomnar tillögur.
Byggðarráð er sammála meginmarkmiðum þingsályktunarinnar um að tryggja sjálfbærar byggðir og sveitarfélög um land allt og að þjónusta samgöngu- og fjarskiptakerfa mæti þörfum samfélagsins.
Byggðarráð tekur enn fremur undir áherslur um að sveitarfélögin verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi, að sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga verði virt, og að tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu. Byggðarráð telur aðgerðir þær sem boðaðar eru í þingsályktunartillögunni séu vel til þess fallnar að efla sveitarstjórnarstigið og getu sveitarfélaganna í landinu til að veita íbúum sínum sem besta þjónustu.
Byggðarráð leggur ríka áherslu á að staðið verði við fjárhagslegan stuðning við sameiningar sveitarfélaganna og að tekjustofnar þeirra verðir styrktir til að auka fjárhagslega sjálfbærni þeirra og getu til að veita öfluga þjónustu í öllum byggðum með jafnræði íbúanna að leiðarljósi. Bókun fundar Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir ánægju með góða vinnu og undirbúning við tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga og styður framkomnar tillögur. Sveitarstjórn er sammála meginmarkmiðum þingsályktunarinnar um að tryggja sjálfbærar byggðir og sveitarfélög um land allt og að þjónusta samgöngu- og fjarskiptakerfa mæti þörfum samfélagsins. Sveitarstjórn tekur enn fremur undir áherslur um að sveitarfélögin verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi, að sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga verði virt, og að tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu. Sveitarstjórn telur aðgerðir þær sem boðaðar eru í þingsályktunartillögunni séu vel til þess fallnar að efla sveitarstjórnarstigið og getu sveitarfélaganna í landinu til að veita íbúum sínum sem besta þjónustu. Sveitarstjórn leggur ríka áherslu á að staðið verði við fjárhagslegan stuðning við sameiningar sveitarfélaganna og að tekjustofnar þeirra verðir styrktir til að auka fjárhagslega sjálfbærni þeirra og getu til að veita öfluga þjónustu í öllum byggðum með jafnræði íbúanna að leiðarljósi.
Afgreiðsla 879. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. - 19.3 1909045 Samráðsgátt; Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sv.fél. til að greiða fyrir sameiningu sv.félagaByggðarráð Skagafjarðar - 879 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 215/2019, "Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga". Umsagnarfrestur er til og með 07.10.2019.
Byggðarráð fagnar framkomnum tillögum og styður þær. Bókun fundar Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 215/2019, "Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga". Umsagnarfrestur er til og með 07.10.2019. Sveitarfélagið Skagafjörður fagnar framkomnum tillögum og styður þær.
Afgreiðsla 879. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
20.Byggðarráð Skagafjarðar - 878
Málsnúmer 1909001FVakta málsnúmer
Fundargerð 878. fundar byggðarráðs frá 21. ágúst 2019 lögð fram til afgreiðslu á 388. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Ólafur Bjarni Haraldsson, Álfhildur Leifsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Álfhildur Leifsdóttir, Ólafur Bjarni Haraldsson, Sigríður Magnúsdóttir, Ólafur Bjarni Haraldsson, Gísli Sigurðsson, Álfhildur Leifsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Álfhildur Leifsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Magnúsdóttir, Álfhildur Leifsdóttir, Ólafur Bjarni Haraldsson,Gísli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 878 Til fundar byggðarráðs komu Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri og kynntu minnisblað um samning um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 878. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 878 Til fundar byggðarráðs kom Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins og fór yfir stöðu framkvæmda við Aðalgötu 21a og 21b á Sauðárkróki.
Verkið er á lokastigum en á haustdögum verður unnið að lokafrágangi utanhúss og í kjallara.
Heildarkostnaður verksins er nú um 318 m.kr. og áætlaður kostnaður í árslok 2019 ríflega 324 m.kr. Bókun fundar Afgreiðsla 878. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 878 Lögð fram drög að viðauka númer 5 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn gerir ráð fyrir að fjárfesting eignasjóðs hækki um 27,360 m.kr. vegna framkvæmda við Aðalgötu 21. Fjárfestingunni verði mætt með aukinni lántöku að fjárhæð 27 m.kr. og lækkun handbærs fjár um 360 þúsund krónur.
Gísli Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið og Regína Valdimarsdóttir varamaður hans tók sæti í hans stað.
Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Álfhildur Leifsdóttir (VG og óháðum )óskar bókað:
Framboð VÓ styður ekki viðauka vegna framkvæmda við Aðalgötu 21a-21b.
Ólafur Bjarni Haraldsson (Byggðalistanum) óskar bókað:
Framkvæmdirnar við endurbætur húsanna hafa farið allt of langt fram úr þeim áætlunum sem farið var af stað með í upphafi. Menn hljóta að spyrja sig að því hvort réttar ákvarðanir hafi verið teknar í upphafi og hvað lá þeim ákvörðunum til grundvallar.
Fulltrúar meirihlutans í byggðarráði óska bókað:
Nú hyllir undir verklok á endurbótum húsanna. Verkið hefur farið fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun enda endurbæturnar m.a. náð til stærri hluta hússins en ráðgert hafði verið í upphafi, s.s. uppgerð á 2. hæð Gránu og viðameiri framkvæmdir í kjallara en að hafði verið stefnt. Þá er ljóst að kostnaður við uppgerð Gránu í heild sinni hefur verið vanáætlaður og fleiri tímar farið í verkið en áætlað var í flestum verkþáttum enda reyndist nauðsynlegt að ráðast í meiri framkvæmdir vegna ástands hússins en gert var ráð fyrir í upphafi.
Eftir standa glæsilegar byggingar í eigu sveitarfélagsins, sem eru því og héraðinu til sóma í stað vansa og aðgengilegar öllum. Fellur verkefnið afar vel að markmiðum um verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki sem ætlað er að viðhalda og styrkja byggðina á svæðinu þannig að verndun, uppbygging og framþróun haldist í hendur. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 "Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2019" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 878 Tekin fyrir fyrirspurn frá Álfhildi Leifsdóttur sveitarstjórnarfulltrúa og svör sem veitt hafa verið við henni. Svörin eru birt á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar undir stjórnsýsla - ýmsar skýrslur.
Álfhildur Leifsdóttir (VG og óháðum) óskar bókað:
Það er mikilvægt að upplýsingar um aðkomu sveitarfélagsins að svona stórum og fjárfrekum verkefnum liggi fyrir á hverjum tíma.
Eftir á þó að gera upp verkið í heild sinni þegar því er lokið en ljóst er að verkið hefur verið vanáætlað frá upphafi og verið sveitarfélaginu mjög kostnaðarsamt, með þeim afleiðingum að önnur nauðsynleg verk sem hafa beðið framkvæmda á sama tíma.
Ólafur Bjarni Haraldsson (Byggðalistanum) óskar bókað:
Framkvæmdirnar við endurbætur húsanna hafa farið allt of langt fram úr þeim áætlunum sem farið var af stað með í upphafi. Menn hljóta að spyrja sig að því hvort réttar ákvarðanir hafi verið teknar í upphafi og hvað lá þeim ákvörðunum til grundvallar.
Fulltrúar meirihlutans óska bókað:
Byggingar við Aðalgötu 21a og 21b á Sauðárkróki eru með eldri húsum í Sveitarfélaginu Skagafirði. Annars vegar er um að ræða Gránu sem byggð var árið 1887 og hins vegar gömlu mjólkurstöðina sem byggð var árið 1935. Byggingarnar eiga sér merka sögu í atvinnulífi héraðsins.
Fyrir lá að meðan byggingarnar voru í eigu Kaupfélags Skagfirðinga hafði verið veitt heimild til niðurrifs á hluta þeirra. M.a. af þeirri ástæðu og vegna þess að viðhaldi þeirra hafði ekki verið sinnt þannig að þær voru orðnar lýti á ásýnd gamla bæjarins á Sauðárkróki, var ákveðið að fara í makaskipti á fasteignum við Kaupfélag Skagfirðinga, þannig að Sveitarfélagið Skagafjörður eignaðist umrædd hús. Fullkomin samstaða var um þetta í tíð fyrri sveitarstjórnar á þeim forsendum sem þá voru til staðar og einnig um það að ráðast í endurbætur á húsunum.
Nú hyllir undir verklok á endurbótum húsanna. Verkið hefur farið fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun enda endurbæturnar m.a. náð til stærri hluta hússins en ráðgert hafði verið í upphafi. Eftir standa glæsilegar byggingar í eigu sveitarfélagsins, sem eru því og héraðinu til sóma í stað vansa og aðgengilegar öllum.
Fyrir liggur að minnihluti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar er andvígur aðkomu sveitarfélagsins að þeirri starfsemi sem er í húsunum við Aðalgötu 21a og 21b. Um það þarf ekki að deila. Meirihluti sveitarstjórnar telur hins vegar að það hafi verið farsælt skref að ráðast í endurbætur og lagfæringu húsanna og að stuðla að því að þar byggðist upp lifandi starfsemi sem vekti áhuga og eftirtekt og laði að gesti sem ferðist víða um Skagafjörð til að skoða allt það fjölmarga sem héraðið hefur upp á að bjóða. Ekki er það síður jákvætt að aðsókn að Sýndarveruleikasýningunni 1238 hefur verið í samræmi við væntingar rekstraraðila þá ríflega tvo mánuði sem hún hefur verið í gangi og að 12 manns eru nú þegar á launaskrá hjá þeim, svo sem lesa mátti nýlega um í héraðsfréttablaðinu Feyki. Bókun fundar Ólafur Bjarni Haraldsson ítrekar bókun:
Framkvæmdirnar við endurbætur húsanna hafa farið allt of langt fram úr þeim áætlunum sem farið var af stað með í upphafi. Menn hljóta að spyrja sig að því hvort réttar ákvarðanir hafi verið teknar í upphafi og hvað lá þeim ákvörðunum til grundvallar.
Ólafur Bjarni Haraldsson
Jóhanna Ey Harðadóttir
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
Það er mikilvægt að upplýsingar um aðkomu sveitarfélagsins að svona stórum og fjárfrekum verkefnum liggi fyrir á hverjum tíma.Eftir á þó að gera upp verkið í heild sinni þegar því er lokið en ljóst er að verkið hefur verið vanáætlað frá upphafi og verið sveitarfélaginu mjög kostnaðarsamt, með þeim afleiðingum að önnur nauðsynleg verk hafa beðið framkvæmda á sama tíma.
Álfhildur Leifsdóttir
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
VG og óháð
Stefán Vagn Stefánsson ítrekar bókun meirihluta sveitarstjórnar: Byggingar við Aðalgötu 21a og 21b á Sauðárkróki eru með eldri húsum í Sveitarfélaginu Skagafirði. Annars vegar er um að ræða Gránu sem byggð var árið 1887 og hins vegar gömlu mjólkurstöðina sem byggð var árið 1935. Byggingarnar eiga sér merka sögu í atvinnulífi héraðsins. Fyrir lá að meðan byggingarnar voru í eigu Kaupfélags Skagfirðinga hafði verið veitt heimild til niðurrifs á hluta þeirra. M.a. af þeirri ástæðu og vegna þess að viðhaldi þeirra hafði ekki verið sinnt þannig að þær voru orðnar lýti á ásýnd gamla bæjarins á Sauðárkróki, var ákveðið að fara í makaskipti á fasteignum við Kaupfélag Skagfirðinga, þannig að Sveitarfélagið Skagafjörður eignaðist umrædd hús. Fullkomin samstaða var um þetta í tíð fyrri sveitarstjórnar á þeim forsendum sem þá voru til staðar og einnig um það að ráðast í endurbætur á húsunum. Nú hyllir undir verklok á endurbótum húsanna. Verkið hefur farið fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun enda endurbæturnar m.a. náð til stærri hluta hússins en ráðgert hafði verið í upphafi. Eftir standa glæsilegar byggingar í eigu sveitarfélagsins, sem eru því og héraðinu til sóma í stað vansa og aðgengilegar öllum. Fyrir liggur að minnihluti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar er andvígur aðkomu sveitarfélagsins að þeirri starfsemi sem er í húsunum við Aðalgötu 21a og 21b. Um það þarf ekki að deila. Meirihluti sveitarstjórnar telur hins vegar að það hafi verið farsælt skref að ráðast í endurbætur og lagfæringu húsanna og að stuðla að því að þar byggðist upp lifandi starfsemi sem vekti áhuga og eftirtekt og laði að gesti sem ferðist víða um Skagafjörð til að skoða allt það fjölmarga sem héraðið hefur upp á að bjóða. Ekki er það síður jákvætt að aðsókn að Sýndarveruleikasýningunni 1238 hefur verið í samræmi við væntingar rekstraraðila þá ríflega tvo mánuði sem hún hefur verið í gangi og að 12 manns eru nú þegar á launaskrá hjá þeim, svo sem lesa mátti nýlega um í héraðsfréttablaðinu Feyki.
Stefán Vagn Stefánsson
Gísli Sigurðsson
Regína Valdimarsdóttir
Laufey Kristín Skúladóttir
Sigríður Magnúsdóttir
Afgreiðsla 878. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 878 Lögð fram drög að samningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Kaupfélags Skagfirðinga um stuðning KS við uppbyggingu ljósleiðarakerfis í dreifbýli í sveitarfélaginu. Samkvæmt drögunum mun KS styðja við verkefnið með 20 m.kr. framlagi til viðbótar við framlag Sveitarfélagsins Skagafjarðar og annarra aðila. Áætlað er að ljósleiðaravæðingu í dreifbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði verði lokið árið 2021.
Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög og þakkar Kaupfélagi Skagfirðinga fyrir þeirra framlag til hröðunar ljósleiðaravæðingar og eflingu búsetuskilyrða í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 878. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 878 Lögð fram drög að jafnréttisstefnu fyrir árin 2018-2022 ásamt aðgerðaráætlun.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 878. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 878 Trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 878. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 878 Lagt fram til kynningar mál í samráðsgátt stjórnvalda nr. 2010/2019 um breytingu á lögum um matvæli, lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, lögum um sjávarafurðir og lögum um slátrun og sláturafurðir. Bókun fundar Afgreiðsla 878. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
21.Byggðarráð Skagafjarðar - 877
Málsnúmer 1908015FVakta málsnúmer
Fundargerð 877. fundar byggðarráðs frá 28. ágúst 2019 lögð fram til afgreiðslu á 388. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Ólafur Bjarni Haraldsson, Álfhildur Leifsdóttir og Stefán Vagn Stefánsson kvöddu sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 877 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. ágúst 2019 frá Íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og nágrenni og Foreldrafélagi leikskólans Barnaborgar á Hofsósi. Óskað er eftir upplýsingum um stöðu fyrirhugaðrar leikskólabyggingar á Hofsósi.
Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti stöðu verksins eftir breytingu á hönnuninni sem lýtur að stækkun vegna lagna- og tækjarýmis.
Byggðarráð ítrekar að verkefninu verði hraðað sem kostur er. Stefnt er að því að verkefnið fari í útboð um mánaðamótin september/október næstkomandi.
Bjarni Jónsson (Vg og óháð), óskar bókað:
Undirritaður lýsir miklum vonbrigðum með hve dregist hefur að koma uppbyggingu á nýrri leikskólaaðstöðu á stað á Hofsósi ásamt, frekari íþróttaaðstöðu, og endurgerð annarra skólamannvirkja sem því tengjast. Málið hefur ítrekað verið tekið upp af okkar ósk á undanförnum misserum og árum. Vonandi hyllir nú undir að verkið komist á stað og langþráðar endurbætur á skólamannvirkjum og nýr leikskóli verði að veruleika.
Ólafur Bjarni Haraldsson (Byggðalistinn), óskar bókað:
Gert var ráð fyrir fjármagni til hönnunar húsnæðisins í fjárhagsáætlun 2017. Það að verkið skuli svo ekki vera komið lengra en raun ber vitni er því óásættanlegt. Það er þó ánægjulegt að sjá að samstaða virðist vera innan byggðarráðs um að verkefnið verði að veruleika og að því verði flýtt sem kostur er.
Stefán Vagn Stefánsson (Framsóknarflokki) og Gísli Sigurðsson (Sjálfstæðisflokki) óska bókað:
Fulltrúar meirihluta í byggðarráði vilja láta bóka að slæmt sé hversu langan tíma hafi tekið að koma umræddu verki í gang. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 er gert ráð fyrir að verkefnið fari af stað á árinu og áfram er stefnt að því. Um er að ræða verkefni sem er mikilvægt samfélaginu á svæðinu og mun það verða til mikilla bóta. Sömuleiðis er ljóst að áfram þarf að halda í uppbyggingu skóla- íþróttaamannvirkja á Hofsósi og er það á stefnuská núverandi meirihluta að svo verði. Í meirihlutasáttmála Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna í Skagafirði er m.a. gert ráð fyrir uppbyggingu íþróttahúss á Hofsósi og er það von okkar að hönnun á slíku húsnæði geti hafist á árinu 2020.
Bókun fundar Ólafur Bjarni Haraldsson ítrekar bókun.
Gert var ráð fyrir fjármagni til hönnunar húsnæðisins í fjárhagsáætlun 2017. Það að verkið skuli svo ekki vera komið lengra en raun ber vitni er því óásættanlegt. Það er þó ánægjulegt að sjá að samstaða virðist vera innan byggðarráðs um að verkefnið verði að veruleika og að því verði flýtt sem kostur er.
Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir
Álfhildur Leifsdóttir ítrekar bókun:
VG og óháð lýsa miklum vonbrigðum með hve dregist hefur að koma uppbyggingu á nýrri leikskólaaðstöðu á stað á Hofsósi ásamt, frekari íþróttaaðstöðu, og endurgerð annarra skólamannvirkja sem því tengjast. Málið hefur ítrekað verið tekið upp af okkar ósk á undanförnum misserum og árum. Vonandi hyllir nú undir að verkið komist á stað og langþráðar endurbætur á skólamannvirkjum og nýr leikskóli verði að veruleika.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir Vg og óháðum
Stefán Vagn Stefánsson ítrekar bókun.
Fulltrúar meirihluta í sveitarstjórn vilja láta bóka að slæmt sé hversu langan tíma hafi tekið að koma umræddu verki í gang. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 er gert ráð fyrir að verkefnið fari af stað á árinu og áfram er stefnt að því. Um er að ræða verkefni sem er mikilvægt samfélaginu á svæðinu og mun það verða til mikilla bóta. Sömuleiðis er ljóst að áfram þarf að halda í uppbyggingu skóla- íþróttaamannvirkja á Hofsósi og er það á stefnuská núverandi meirihluta að svo verði. Í meirihlutasáttmála Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna í Skagafirði er m.a. gert ráð fyrir uppbyggingu íþróttahúss á Hofsósi og er það von okkar að hönnun á slíku húsnæði geti hafist á árinu 2020.
Stefán Vagn Stefánsson
Gísli Sigurðsson
Regína Valdimarsdóttir
Laufey Kristín Skúladóttir
Sigríður Magnúsdóttir
Afgreiðsla 877. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 877 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. ágúst 2019 frá Herði Þórarinssyni þar sem hann spyrst fyrir um hvort land sveitarfélagsins við Áshildarholtsvatn sé falt til leigu. Landnúmer 143992.
Byggðarráð samþykkir að leigja ekki út þennan skika að sinni og hafnar því ósk um leigu landsins. Bókun fundar Afgreiðsla 877. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 877 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. ágúst 2019 úr máli 1908179 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 19.08. 2019 sækir Úlfar Sveinsson, Syðri Ingveldarstöðum, f.h. Flugu hf., kt. 631000-3040, um leyfi til að reka veitingastað í flokki II í Reiðhöllinni Svaðastöðum, Flæðagerði, 550 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 877. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 877 Lögð fram drög að flugstefnu fyrir Ísland (Grænbók)útgefin í júlí 2019. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipaði verkefnisstjórn til að vinna að mótun flugstefnu fyrir Ísland í september 2018. Málið áður á dagskrá 876. fundar byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög, með áorðnum breytingum, að umsögn um drög að flugstefnu fyrir Ísland.
Bókun fundar Afgreiðsla 877. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 877 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 23. ágúst 2019 frá Samráðsgáttinni/Ísland.is þar sem tilkynnt er um að umsagnarfrestur í máli nr. 185/2019, "Drög að frumvarpi til laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja" rennur út 04. september 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 877. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 877 Lögð fram til kynningar áskorun dagsett 20. ágúst 2019, til umhverfisráðherra, ríkisstjórnar og sveitarfélaga Íslands frá Samtökum grænkera á Íslandi.
Byggðarráð leggur áherslu á að í skólum sveitarfélagsins sé eins og kostur er boðið upp á holla og fjölbreytta fæðu svo sem kjöt, fisk, mjólkurvörur og grænmeti sem framleidd er í Skagafirði. Með því telur sveitarfélagið að komið sé til móts við bæði lýðheilsumarkmið, gildi heilsueflandi samfélags og lágmörkun kolefnisspors. Bókun fundar Sveitarstjórn leggur áherslu á að í skólum sveitarfélagsins sé eins og kostur er boðið upp á holla og fjölbreytta fæðu svo sem kjöt, fisk, mjólkurvörur og grænmeti sem framleidd er í Skagafirði. Með því telur sveitarfélagið að komið sé til móts við bæði lýðheilsumarkmið, gildi heilsueflandi samfélags og lágmörkun kolefnisspors.
Afgreiðsla 877. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
Fundi slitið - kl. 18:30.