Fara í efni

Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga

Málsnúmer 1908074

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 876. fundur - 21.08.2019

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. ágúst 2019 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, þar sem tilkynnt er um að ráðuneytið hafi birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 879. fundur - 09.09.2019

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á ráðuneytið hefur birt til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir ánægju með góða vinnu og undirbúning við tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga og styður framkomnar tillögur.
Byggðarráð er sammála meginmarkmiðum þingsályktunarinnar um að tryggja sjálfbærar byggðir og sveitarfélög um land allt og að þjónusta samgöngu- og fjarskiptakerfa mæti þörfum samfélagsins.
Byggðarráð tekur enn fremur undir áherslur um að sveitarfélögin verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi, að sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga verði virt, og að tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu. Byggðarráð telur aðgerðir þær sem boðaðar eru í þingsályktunartillögunni séu vel til þess fallnar að efla sveitarstjórnarstigið og getu sveitarfélaganna í landinu til að veita íbúum sínum sem besta þjónustu.
Byggðarráð leggur ríka áherslu á að staðið verði við fjárhagslegan stuðning við sameiningar sveitarfélaganna og að tekjustofnar þeirra verðir styrktir til að auka fjárhagslega sjálfbærni þeirra og getu til að veita öfluga þjónustu í öllum byggðum með jafnræði íbúanna að leiðarljósi.