Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 356

Málsnúmer 1909005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 388. fundur - 25.09.2019

Fundargerð 356. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 10. september 2019 lögð fram til afgreiðslu á 388. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 356 Vinnufundur um aðalskipulagsvinnuna, skólaverkefni og íbúafund. Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi tók þátt í fundinum gegn um síma Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 356 Tekið fyrir erindi Friðbjörns H. Jónssonar fyrir hönd F-húsa þar sem óskað er eftir heimild til að gera tvær íbúðir í einbýlishúsinu að Suðurgötu 18 og breyta útliti þess. Erindið hefur áður verið afgreitt úr skipulags- og byggingarnefnd. Með bréfi frá Friðbirni H. Jónssyni sem var kynnt nefndinni 14. janúar síðastliðinn óskar hann eftir að málið verði aftur tekið til umfjöllunnar. Skipulags- og byggingarnefnd er sammála um að endurskoða afstöðu sína og leyfa umræddar breytingar að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar. Jón Örn vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar. Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.