Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 880

Málsnúmer 1909007F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 388. fundur - 25.09.2019

Fundargerð 880. fundar byggðarráðs frá 11. september 2019 lögð fram til afgreiðslu á 388. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 880 Lagt fram bréf dagsett 27. ágúst 2019 frá skólastjóra Varmahlíðarskóla þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu að fjárhæð 1.680 þús.kr. vegna húsbúnaðarkaupa fyrir Varmahlíðarskóla.
    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að undirbúinn verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna þessa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 880. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 880 Lagt fram sameiginlegt bréf dagsett 1. ágúst 2019 frá Hestamannafélaginu Skagfirðingi, Hrossaræktarsambandi Skagafjarðar og Flugu ehf., þar sem óskað er eftir fjárframlagi til reksturs sameiginlegs framkvæmdastjóra fyrir félögin þrjú.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 880. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 880 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 212/2019, "Drög að frumvarpi um til breytinga á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnu við fiskveiðar". Umsagnarfrestur er til og með 16.09. 2019. Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 880. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 880 Lagt fram til kynningar bréf dagsett í ágúst 2019 frá Bjarna Haraldssyni heiðursborgara Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Í bréfinu segir: "Þann 29. júní síðastliðinn var þess minnst að 100 ár voru liðin frá stofnun Verzlunar Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki, verslunar sem stofnuð var af föður mínum þann 28. júní 1919 en ég hef rekið undanfarna áratugi. Með bréfi þessu langar okkur Ásdísi að þakka sveitarfélaginu fyrir veittan stuðning við hátíðarhöldin. Jafnframt vil ég sérstaklega þakka sveitarstjórninni þann mikla heiður sem það sýndi mér með því að útnefna mig heiðursborgara Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Með kærri kveðju, Bjarni Haraldsson" Bókun fundar Afgreiðsla 880. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 880 Lagt fram til kynningar bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett 27. ágúst 2019 varðandi árlegan minningardag Sameinuðu þjóðanna þann 17. nóvember 2019, um þá sem hafa látist í umferðarslysum. Bókun fundar Afgreiðsla 880. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.