-
Fræðslunefnd - 147
Á fundi nefndarinnar þann 22. ágúst s.l. var sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að koma með nýja tillögu að fyrirkomulagi skólaaksturs á Sauðárkróki. Tillagan er svohljóðandi:
Skólaakstur á Sauðárkróki verði boðinn út frá 1. október n.k. til 15. júní ársins 2020. Útboðið feli í sér hefðbundinn skólaakstur á milli heimilis og skóla á tímabilinu 15. október til 15. apríl (sveigjanlegt eftir tíðafari) og auk þess allt að 4500-5000 kílómetra aukalega til ýmissa ferða, s.s. nemendaferða, skíðaferða o.fl. Samtals er um að ræða um 7500 kílómetra á tímabilinu.
Nánari skilgreining á aukaakstri fylgi með í útboðsgögnum. Ákvarðanir um aukaaksturinn er í höndum skólastjóra og hefur hann heimildir til að víkja frá skilgreiningum í fylgiskjali í samráði við verktaka.
Fræðslunefnd samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra að ganga endanlega frá útboðsgögnum og auglýsa sem first.
Bókun fundar
Afgreiðsla 147. fundar fræðslunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 147
Á undanförnum árum hafa fræðsluyfirvöld í Sveitarfélaginu Skagafirði lagt mikla áherslu á að auka og efla samstarf á milli skóla og skólagerða og leitast við að skapa samfellu í námi barna í skólum sveitarfélagsins. Vilji er til að auka samstarfið við aðra skóla í héraðinu, FNV, Háskólann á Hólum og Farskólann ? miðstöð símenntunar. Í því skyni er lagt til að myndaður verði sérstakur formlegur samráðsvettvangur allra skólanna í Skagafirði undir heitinu ,,Skólar í Skagafirði“ . Gert er ráð fyrir að forsvarsmenn skólanna og fræðsluyfirvöld eftir atvikum hittist einu sinni til tvisvar á ári til samtals og samráðs um sameiginlega sýn og möguleika til að styrkja enn frekar öflugt skólastaf í héraðinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 147. fundar fræðslunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 147
Á fundi félags- og tómstundanefndar þann 26. ágúst s.l. samþykkti nefndin að leita eftir umfjöllun og umsögn annarra fagnefnda sveitarfélagsins. Fræðslunefnd fagnar þeirri vinnu sem lögð hefur verið í gerð jafnréttisáætlunarinnar. Nefndin fjallaði um áætlunina og komu nefndarmenn með fjölmargar athugasemdir sem gætu gagnast við endanlega gerð áætlunarinnar. Athugasemdum nefndarmanna verður safnað saman og sendar mannauðsstjóra og félags- og tómstundanefnd.
Bókun fundar
Afgreiðsla 147. fundar fræðslunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 147
Á fundi félags- og tómstundanefndar þann 26. ágúst s.l. samþykkti nefndin að leita eftir afstöðu fræðslunefndar vegna útfærslu og staðsetningar hjólabrettagarðs. Meðfylgjandi í gögnum er minnisblað með mynd af útfærslu og kostnaðaráætlun. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við staðsetningu en leggur til að verði ákveðið að ráðast í slíka framkvæmd þá verði um hugað að útfærslu sem fleiri gætu nýtt, t.d. reiðhjól.
Bókun fundar
Afgreiðsla 147. fundar fræðslunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 147
Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um úthlutun úr Námsgagnasjóði árið 2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 147. fundar fræðslunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 147
Eitt mál tekið fyrir. Sjá trúnaðarbók.
Bókun fundar
Afgreiðsla 147. fundar fræðslunefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
Fulltrúar fræðslunefndar í sveitarstjórn óska bókað:
Fræðslunefnd heimsótti leik- og grunnskólana í Varmahlíð þann 17. september síðastliðinn. Það var fróðlegt og skemmtilegt en jafnframt þarft fyrir nefndarfólk að sjá aðbúnað og aðstöðu í leik og grunnskólanum í Varmahlíð. Mikilvægt er að nefndarfólk þekki til aðstæðna og aðbúnaðar þar sem liggur fyrir að taka þurfi ákvörðun um framtíð skólasamfélagsins í Varmahlíð. Viljum við hrósa starfsfólki leik- og grunnskólans í Varmahlíð fyrir vel unnin störf, ekki er sjálfsagt að það geti farið fram eins faglegt og flott starf við þessar aðstæður.
Jóhanna Ey Harðardóttir
Laufey Kristín Skúladóttir