Byggðarráð Skagafjarðar - 881
Málsnúmer 1909015F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 388. fundur - 25.09.2019
Fundargerð 881. fundar byggðarráðs frá 17. september 2019 lögð fram til afgreiðslu á 388. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 881 Málið áður á dagskrá byggðarráðs þann 22. maí og 3. júlí 2019.
Byggðarráð leggur til eftirfarandi verði bókað á sveitarstjórnarfundi: "Sveitarstjórn fagnar því frumkvæði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið með stofnun samráðsvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Sveitarstjórn telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftslagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga. Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.
Sveitarstjórn lýsir sig tilbúna til þátttöku í samráðsvettvanginum með þátttöku í fundum og viðburðum um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Á sínum vettvangi mun sveitarstjórn beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einni, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum." Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 18 "Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftlagsmál" Samþykkt samhljóða.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 881 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. september 2019 frá Álfhildi Leifsdóttur þar sem óskað er eftir svörum við fyrirspurnum hennar vegna framkvæmda við Sundlaug Sauðárkróks.
Einnig lögð fram svör við framangreindum fyrirspurnum.
Byggðarráð samþykkir að spurningar og svör verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 881. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 881 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. september 2019 frá Rúnari Gíslasyni, lögreglumanni hjá embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Óskar hann eftir því að settur verði upp spegill á ljósastaur gegnt lögreglustöðinni til að bæta sjónarhorn þeirra til norðurs, sem keyra frá bílaplani við Landsbankann og lögreglustöðina.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu veitu- og framkvæmdasviðs. Bókun fundar Afgreiðsla 881. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum. - .4 1909130 Samráðsgátt; Drög að frumvarpi til laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda (seinna samráð)Byggðarráð Skagafjarðar - 881 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. september 2019 þar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 221/2019, "Drög að frumvarpi til laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda - Seinna samráð". Umsagnarfrestur er til og með 19.09.2019. Bókun fundar Afgreiðsla 881. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 881 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. september 2019 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 222/2019, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um þjóðlendur og afmörkun eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998". Umsagnarfrestur er til og með 26.09.2019. Bókun fundar Afgreiðsla 881. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 881 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. september 2019 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 219/2019, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 34/1991 um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri". Umsagnarfrestur er til og með 20.09.2019. Bókun fundar Afgreiðsla 881. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 881 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 11. september 2019 frá Persónuvernd þar sem tilkynnt er um að ársskýrsla stofnunarinnar fyrir árið 2018 hafi verið gefin út á rafrænu formi sem hægt er að nálgast heimasíðu Persónuverndar. Bókun fundar Afgreiðsla 881. fundar byggðarráðs staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.