Fyrir liggur bréf frá Landsneti dagsett 24. september 2019 um stofnun verkefnaráðs vegna Blöndulínu 3. Bréfinu er ætlað að kynna hugmyndir Landsnets um samsetningu verkefnaráðsins, óska eftir ábendingum frá sveitarfélaginu ef einhverjar eru og óska eftir þátttöku sveitarfélagsins í ráðinu. Tilgangur verkefnaráðsins að mati Landsnets er að undirbúningsvinna þessa verkefnis sé í samráði og samvinnu við nærsamfélagið og samkvæmt tillögu þeirra eigi eftirtaldir aðilar fulltrúa í ráðinu: Sveitarfélögin Akrahreppur, Akureyrarbær, Húnavatnshreppur, Hörgársveit og Sveitarfélagið Skagafjörður og einnig Atvinnuþróunarfélag Eyfirðinga, Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, Háskólinn á Akureyri, Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Skógræktin, SUNN samtök um náttúruvernd á Norðurlandi og Ungir umhverfisverndarsinnar.
Miðlun upplýsinga, samráð og samtal út í samfélagið er áætlað að verði með fjölbreyttum hætti: vefsíða, greinar í blöðum, opin hús, fundir með íbúum og atvinnulífinu og miðlun á samfélagsmiðlum. Samráð við landeigendur verður í formi kynninga- og samráðsfunda auk annara samskiptaleiða sem henta best hverju sinni. Af hálfu Landsnets sitja í verkefnaráðinu verkefnastjóri og samráðsfulltrúi Landsnets og verða auk þess kallaðir til aðilar í takt við viðfangsefni ráðsins hverju sinni, bæði sérfræðingar á vegum Landsnets og aðilar utan fyrirtækisins. Tillaga Landsnets er að verkefnaráðið komi saman eftir þörfum og taki til starfa um leið og skipan í ráðið liggur fyrir. Óskað er eftir tilnefningum á tveimur fulltrúum frá Sveitarfélaginu Skagafirði, aðal- og varafulltrúa og tilnefning liggi fyrir eigi síðar en 15. október. Forseti ber upp tillögu um Einar E Einarssn sem aðalfulltrúa og Álfhildi Leifsdóttur sem varafulltrúa.
Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
Miðlun upplýsinga, samráð og samtal út í samfélagið er áætlað að verði með fjölbreyttum hætti: vefsíða, greinar í blöðum, opin hús, fundir með íbúum og atvinnulífinu og miðlun á samfélagsmiðlum. Samráð við landeigendur verður í formi kynninga- og samráðsfunda auk annara samskiptaleiða sem henta best hverju sinni.
Af hálfu Landsnets sitja í verkefnaráðinu verkefnastjóri og samráðsfulltrúi Landsnets og verða auk þess kallaðir til aðilar í takt við viðfangsefni ráðsins hverju sinni, bæði sérfræðingar á vegum Landsnets og aðilar utan fyrirtækisins. Tillaga Landsnets er að verkefnaráðið komi saman eftir þörfum og taki til starfa um leið og skipan í ráðið liggur fyrir.
Óskað er eftir tilnefningum á tveimur fulltrúum frá Sveitarfélaginu Skagafirði, aðal- og varafulltrúa og tilnefning liggi fyrir eigi síðar en 15. október.
Forseti ber upp tillögu um Einar E Einarssn sem aðalfulltrúa og Álfhildi Leifsdóttur sem varafulltrúa.
Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.