Samkomulag um menningarhús í Skagafirði
Málsnúmer 1909244
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1014. fundur - 11.05.2022
Lagt fram samkomulag við menningar- og viðskiptaráðuneytið um byggingu menningarhúss í Skagafirði sem felst í endurbótum á Safnahúsi Skagfirðinga og nýbyggingu við það. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 1.434 mkr. Hlutur sveitarfélaganna nemur 40% og ríkisins 60%.
Álfhildur Leifsdóttir (Vg og óháð) óskar bókað:
Að reisa menningarhús er kostnaðarsöm framkvæmd fyrir sveitarfélagið þrátt fyrir aðkomu ríkisins. Það er stefna VG og Óháðra að við stærri framkvæmdir eins og byggingu menningarhúss sé leitað eftir vilja íbúanna, bæði hvað varðar notkunargildi og staðsetningu. Talsvert er liðið bæði frá þarfagreiningu og ákvörðun staðsetningar menningarhússins og því full ástæða til að endurskoðunar á hvoru tveggja svo húsið þjóni sem bestum tilgangi fyrir sem flesta.
VG og óháð leggja því til að staðsetning og notkun á væntanlegu menningarhúsi verði lögð fram til íbúakosninga og íbúar fái þannig hlutdeild í ákvarðanatökunni.
Ólafur Bjarni Haraldsson (L) óskar bókað:
Samningur þessi ber þess merki að þetta er síðasti fundur fyrir kosningar. Við höfum haft innan við sólahring til þess að lesa yfir innihald samningsins, en þegar um svo stórt og flókið mál er að ræða þá er eðlilegt að við gefum okkur þann tíma sem við teljum okkur þurfa. Við eigum að vanda okkur í okkar störfum, hvort sem það eru að koma kosningar eða ekki.
Gísli Sigurðsson (D) og Stefán Vagn Stefánsson (B) leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihluti byggðarráðs fagnar þeim áfanga að nú sé búið að samþykkja samning um menningarhús á Sauðárkróki. Umræddur samningur er búinn að vera lengi í burðarliðnum, drög að samningnum hafa legið fyrir frá því 2019 og hefði átt að vera tilbúinn fyrir löngu síðan. Þarfagreiningu er lokið og staðsetning við Safnahúsið á Sauðárkróki liggur fyrir samkvæmt samningnum. Þar tengjum við saman núverandi starfsemi safnahúss og nýs menningarhúss. Menningarhús á Sauðárkróki á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir menningu í Skagafirði sem og að þar er komin varanleg lausn á varðveislurými Byggðasafns Skagfirðinga. Nú er biðin á enda eftir menningarhúsi á Sauðárkróki og hægt að fara að hefjast handa en áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdum ljúki árið 2025. Meirihluti byggðarráðs óskar íbúum Skagafjarðar til hamingju með áfangann.
Tillaga Vg og óháðra um að staðsetning og notkun á væntanlegu menningarhúsi verði lögð fram til íbúakosninga og íbúar fái þannig hlutdeild í ákvarðanatökunni borin upp til atkvæða. Tillagan er felld með þremur atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir samninginn með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar og Stefáns Vagns Stefánssonar. Ólafur Bjarni Haraldsson situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
Álfhildur Leifsdóttir (Vg og óháð) óskar bókað:
Að reisa menningarhús er kostnaðarsöm framkvæmd fyrir sveitarfélagið þrátt fyrir aðkomu ríkisins. Það er stefna VG og Óháðra að við stærri framkvæmdir eins og byggingu menningarhúss sé leitað eftir vilja íbúanna, bæði hvað varðar notkunargildi og staðsetningu. Talsvert er liðið bæði frá þarfagreiningu og ákvörðun staðsetningar menningarhússins og því full ástæða til að endurskoðunar á hvoru tveggja svo húsið þjóni sem bestum tilgangi fyrir sem flesta.
VG og óháð leggja því til að staðsetning og notkun á væntanlegu menningarhúsi verði lögð fram til íbúakosninga og íbúar fái þannig hlutdeild í ákvarðanatökunni.
Ólafur Bjarni Haraldsson (L) óskar bókað:
Samningur þessi ber þess merki að þetta er síðasti fundur fyrir kosningar. Við höfum haft innan við sólahring til þess að lesa yfir innihald samningsins, en þegar um svo stórt og flókið mál er að ræða þá er eðlilegt að við gefum okkur þann tíma sem við teljum okkur þurfa. Við eigum að vanda okkur í okkar störfum, hvort sem það eru að koma kosningar eða ekki.
Gísli Sigurðsson (D) og Stefán Vagn Stefánsson (B) leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihluti byggðarráðs fagnar þeim áfanga að nú sé búið að samþykkja samning um menningarhús á Sauðárkróki. Umræddur samningur er búinn að vera lengi í burðarliðnum, drög að samningnum hafa legið fyrir frá því 2019 og hefði átt að vera tilbúinn fyrir löngu síðan. Þarfagreiningu er lokið og staðsetning við Safnahúsið á Sauðárkróki liggur fyrir samkvæmt samningnum. Þar tengjum við saman núverandi starfsemi safnahúss og nýs menningarhúss. Menningarhús á Sauðárkróki á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir menningu í Skagafirði sem og að þar er komin varanleg lausn á varðveislurými Byggðasafns Skagfirðinga. Nú er biðin á enda eftir menningarhúsi á Sauðárkróki og hægt að fara að hefjast handa en áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdum ljúki árið 2025. Meirihluti byggðarráðs óskar íbúum Skagafjarðar til hamingju með áfangann.
Tillaga Vg og óháðra um að staðsetning og notkun á væntanlegu menningarhúsi verði lögð fram til íbúakosninga og íbúar fái þannig hlutdeild í ákvarðanatökunni borin upp til atkvæða. Tillagan er felld með þremur atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir samninginn með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar og Stefáns Vagns Stefánssonar. Ólafur Bjarni Haraldsson situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 425. fundur - 25.05.2022
Lagt fram samkomulag við menningar- og viðskiptaráðuneytið um byggingu menningarhúss í Skagafirði sem felst í endurbótum á Safnahúsi Skagfirðinga og nýbyggingu við það. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 1.434 mkr. Hlutur sveitarfélaganna nemur 40% og ríkisins 60%.
Álfhildur Leifsdóttir (Vg og óháð) ítekar bókun sína frá fundi byggðarráðs.
Að reisa menningarhús er kostnaðarsöm framkvæmd fyrir sveitarfélagið þrátt fyrir aðkomu ríkisins. Það er stefna VG og Óháðra að við stærri framkvæmdir eins og byggingu menningarhúss sé leitað eftir vilja íbúanna, bæði hvað varðar notkunargildi og staðsetningu. Talsvert er liðið bæði frá þarfagreiningu og ákvörðun staðsetningar menningarhússins og því full ástæða til að endurskoðunar á hvoru tveggja svo húsið þjóni sem bestum tilgangi fyrir sem flesta.
VG og óháð leggja því til að staðsetning og notkun á væntanlegu menningarhúsi verði lögð fram til íbúakosninga og íbúar fái þannig hlutdeild í ákvarðanatökunni.
Bókun meirihluta, framsóknar og sjálfstæðisflokks:
Meirihluti byggðarráðs fagnar þeim áfanga að nú sé búið að samþykkja samning um menningarhús á Sauðárkróki. Umræddur samningur er búinn að vera lengi í burðarliðnum, drög að samningnum hafa legið fyrir frá því 2019 og hefði átt að vera tilbúinn fyrir löngu síðan. Þarfagreiningu er lokið og staðsetning við Safnahúsið á Sauðárkróki liggur fyrir samkvæmt samningnum. Þar tengjum við saman núverandi starfsemi safnahúss og nýs menningarhúss. Menningarhús á Sauðárkróki á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir menningu í Skagafirði sem og að þar er komin varanleg lausn á varðveislurými Byggðasafns Skagfirðinga. Nú er biðin á enda eftir menningarhúsi á Sauðárkróki og hægt að fara að hefjast handa en áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdum ljúki árið 2025. Meirihluti byggðarráðs óskar íbúum Skagafjarðar til hamingju með áfangann.
Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs, þá Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri, Gísli Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, Ólafur Bjarni Haraldsson, Stefán Vagn Stefánsson með leyfi annars varaforseta.
Samningurinn borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með fimm atkvæðum.
Álfhildur Leifsdóttir, og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar Vg og óháðra, Jóhanna Ey Harðardóttir og Ólafur Bjarni Haraldsson fulltrúar Byggðarlista, óskar bókað að þau sitji hjá.
Álfhildur Leifsdóttir (Vg og óháð) ítekar bókun sína frá fundi byggðarráðs.
Að reisa menningarhús er kostnaðarsöm framkvæmd fyrir sveitarfélagið þrátt fyrir aðkomu ríkisins. Það er stefna VG og Óháðra að við stærri framkvæmdir eins og byggingu menningarhúss sé leitað eftir vilja íbúanna, bæði hvað varðar notkunargildi og staðsetningu. Talsvert er liðið bæði frá þarfagreiningu og ákvörðun staðsetningar menningarhússins og því full ástæða til að endurskoðunar á hvoru tveggja svo húsið þjóni sem bestum tilgangi fyrir sem flesta.
VG og óháð leggja því til að staðsetning og notkun á væntanlegu menningarhúsi verði lögð fram til íbúakosninga og íbúar fái þannig hlutdeild í ákvarðanatökunni.
Bókun meirihluta, framsóknar og sjálfstæðisflokks:
Meirihluti byggðarráðs fagnar þeim áfanga að nú sé búið að samþykkja samning um menningarhús á Sauðárkróki. Umræddur samningur er búinn að vera lengi í burðarliðnum, drög að samningnum hafa legið fyrir frá því 2019 og hefði átt að vera tilbúinn fyrir löngu síðan. Þarfagreiningu er lokið og staðsetning við Safnahúsið á Sauðárkróki liggur fyrir samkvæmt samningnum. Þar tengjum við saman núverandi starfsemi safnahúss og nýs menningarhúss. Menningarhús á Sauðárkróki á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir menningu í Skagafirði sem og að þar er komin varanleg lausn á varðveislurými Byggðasafns Skagfirðinga. Nú er biðin á enda eftir menningarhúsi á Sauðárkróki og hægt að fara að hefjast handa en áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdum ljúki árið 2025. Meirihluti byggðarráðs óskar íbúum Skagafjarðar til hamingju með áfangann.
Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs, þá Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri, Gísli Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, Ólafur Bjarni Haraldsson, Stefán Vagn Stefánsson með leyfi annars varaforseta.
Samningurinn borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með fimm atkvæðum.
Álfhildur Leifsdóttir, og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar Vg og óháðra, Jóhanna Ey Harðardóttir og Ólafur Bjarni Haraldsson fulltrúar Byggðarlista, óskar bókað að þau sitji hjá.
Byggðarráð Skagafjarðar - 46. fundur - 03.05.2023
Lagt fram uppfært samkomulag milli menningar- og viðskiptaráðuneytis og Skagafjarðar um byggingu menningarhúss í Skagafirði. Til grundvallar samkomulagi þessu er viljayfirlýsing mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um fjármögnun og undirbúning að menningarhúsi í Skagafirði dags. 5. maí 2018. Samkomulag er milli aðila um áframhaldandi samstarf og að stofnframlagi verði varið til viðbyggingar og endurbóta á Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Þar mun rúmast bókasafn, listasafn, skjalasafn og tengd fræðastarfsemi, auk rýmis fyrir varðveislu og sviðslistir.
Markmið samkomulagsins er að framangreindar byggingar verði ekki einungis vettvangur fyrir safnastarfsemi og sviðslistir á Sauðárkróki heldur að gegni einnig húsin lykilhlutverki sem slík í Skagafirði og á Norðurlandi vestra. Gert er því ráð fyrir að nágrannasveitarfélög og íbúar þeirra hafi afnotarétt af menningarhúsunum eins og við verður komið, enda séu slík afnot í samræmi við almenna nýtingu húsanna.
Í þarfagreiningu sem unnin var árið 2017 er miðað við 1.252 m2 nýbyggingu auk þess sem þarfagreiningin tekur til nauðsynlegra endurbóta á eldri byggingu. Miðað er við að heildarkostnaður við nýbyggingu og endurbætur núverandi húsa verði eigi hærri en 1.517 m.kr. og nemi 60 hundraðshlutar ríkissjóðs allt að 910 m.kr. Sveitarfélagið Skagafjörður leggur til 40 hundraðshluta og allan umframkostnað sem til fellur.
Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfandi tillögu: Byggðaráð samþykkir að afgreiðslu Samkomulags um menningarhús á Sauðárkróki verði frestað þar til rekstraráætlun hefur verið gerð um fyrirhugaðan rekstur menningarhúss á Sauðárkróki.
Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum meirihlutans (B og D) gegn einu (Vg og óháð).
Einar E. Einarsson og Sólborg Borgarsdóttir leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er ekki raunhæft að gera fullmótaða rekstaráætlun fyrir þá starfsemi sem þarna mun fara fram að svo stöddu en ljóst er að hluti hennar mun leiða til hagræðingar í rekstri á meðal annars geymslum Hérðasskjalasafns og Byggðasafnsins. Rekstarfyrirkomulag á sjálfum sölunum og annarri aðstöðu tengdri menningarhúsinu verður síðan skoðaður þegar nær dregur en þar koma ýmsar leiðir til greina.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur fram svohljóðandi bókun:
Menningarhús staðsett á Sauðárkróki er sannarlega þarft og er virkilega mikill ávinningur af þátttöku ríkisins að verkefninu með 910 milljóna króna framlagi. Bág fjárhagsstaða Skagafjarðar kastar hins vegar skugga á verkefnið, ekki síst í ljósi þess að önnur mikilvæg verkefni bíða víða um fjörðinn. Þar má nefna stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, íþróttahús á Hofsósi, fjölgun hjúkrunarrýma, skólamannvirki í Varmahlíð ásamt almennu viðhaldi eigna sveitarfélagsins og fl. Ljóst er að halda þarf vel utan um þetta verkefni og gæta þess að kostnaður fari ekki fram úr áætlun. Samkvæmt samkomulagi kemur Skagafjörður til með að greiða 40% hluta kostnaðar á móti ríkinu, standist þær áætlanir sem lagt er upp með, en ef farið er fram yfir þær áætlanir mun allur umframkostnaður koma til með að falla 100% á Skagafjörð. Samfara þessu verkefni mætti fara vandlega yfir eignastöðu sveitarfélagsins með það að leiðarljósi að kanna hvort ekki megi losa um aðrar eignir til þess að þetta mannvirki verði að veruleika án stórkostlegra fjárhagslegra skuldbindinga íbúa. Á þetta leggja VG og óháð áherslu, sem og að tilvonandi menningarhús standist þær kröfur sem lagt var upp með í þarfagreiningu félagasamtaka þeirra sem að henni komu.
VG og óháð samþykkja að fara í þetta verkefni með fyrrgreindum áherslum.
Byggðarráð samþykkir samkomulagið og vísar því til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Markmið samkomulagsins er að framangreindar byggingar verði ekki einungis vettvangur fyrir safnastarfsemi og sviðslistir á Sauðárkróki heldur að gegni einnig húsin lykilhlutverki sem slík í Skagafirði og á Norðurlandi vestra. Gert er því ráð fyrir að nágrannasveitarfélög og íbúar þeirra hafi afnotarétt af menningarhúsunum eins og við verður komið, enda séu slík afnot í samræmi við almenna nýtingu húsanna.
Í þarfagreiningu sem unnin var árið 2017 er miðað við 1.252 m2 nýbyggingu auk þess sem þarfagreiningin tekur til nauðsynlegra endurbóta á eldri byggingu. Miðað er við að heildarkostnaður við nýbyggingu og endurbætur núverandi húsa verði eigi hærri en 1.517 m.kr. og nemi 60 hundraðshlutar ríkissjóðs allt að 910 m.kr. Sveitarfélagið Skagafjörður leggur til 40 hundraðshluta og allan umframkostnað sem til fellur.
Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfandi tillögu: Byggðaráð samþykkir að afgreiðslu Samkomulags um menningarhús á Sauðárkróki verði frestað þar til rekstraráætlun hefur verið gerð um fyrirhugaðan rekstur menningarhúss á Sauðárkróki.
Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum meirihlutans (B og D) gegn einu (Vg og óháð).
Einar E. Einarsson og Sólborg Borgarsdóttir leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er ekki raunhæft að gera fullmótaða rekstaráætlun fyrir þá starfsemi sem þarna mun fara fram að svo stöddu en ljóst er að hluti hennar mun leiða til hagræðingar í rekstri á meðal annars geymslum Hérðasskjalasafns og Byggðasafnsins. Rekstarfyrirkomulag á sjálfum sölunum og annarri aðstöðu tengdri menningarhúsinu verður síðan skoðaður þegar nær dregur en þar koma ýmsar leiðir til greina.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur fram svohljóðandi bókun:
Menningarhús staðsett á Sauðárkróki er sannarlega þarft og er virkilega mikill ávinningur af þátttöku ríkisins að verkefninu með 910 milljóna króna framlagi. Bág fjárhagsstaða Skagafjarðar kastar hins vegar skugga á verkefnið, ekki síst í ljósi þess að önnur mikilvæg verkefni bíða víða um fjörðinn. Þar má nefna stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, íþróttahús á Hofsósi, fjölgun hjúkrunarrýma, skólamannvirki í Varmahlíð ásamt almennu viðhaldi eigna sveitarfélagsins og fl. Ljóst er að halda þarf vel utan um þetta verkefni og gæta þess að kostnaður fari ekki fram úr áætlun. Samkvæmt samkomulagi kemur Skagafjörður til með að greiða 40% hluta kostnaðar á móti ríkinu, standist þær áætlanir sem lagt er upp með, en ef farið er fram yfir þær áætlanir mun allur umframkostnaður koma til með að falla 100% á Skagafjörð. Samfara þessu verkefni mætti fara vandlega yfir eignastöðu sveitarfélagsins með það að leiðarljósi að kanna hvort ekki megi losa um aðrar eignir til þess að þetta mannvirki verði að veruleika án stórkostlegra fjárhagslegra skuldbindinga íbúa. Á þetta leggja VG og óháð áherslu, sem og að tilvonandi menningarhús standist þær kröfur sem lagt var upp með í þarfagreiningu félagasamtaka þeirra sem að henni komu.
VG og óháð samþykkja að fara í þetta verkefni með fyrrgreindum áherslum.
Byggðarráð samþykkir samkomulagið og vísar því til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Skagafjarðar - 13. fundur - 10.05.2023
Vísað frá 46. fundi byggðarráðs frá 3. maí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
Lagt fram uppfært samkomulag milli menningar- og viðskiptaráðuneytis og Skagafjarðar um byggingu menningarhúss í Skagafirði. Til grundvallar samkomulagi þessu er viljayfirlýsing mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um fjármögnun og undirbúning að menningarhúsi í Skagafirði dags. 5. maí 2018. Samkomulag er milli aðila um áframhaldandi samstarf og að stofnframlagi verði varið til viðbyggingar og endurbóta á Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Þar mun rúmast bókasafn, listasafn, skjalasafn og tengd fræðastarfsemi, auk rýmis fyrir varðveislu og sviðslistir.
Markmið samkomulagsins er að framangreindar byggingar verði ekki einungis vettvangur fyrir safnastarfsemi og sviðslistir á Sauðárkróki heldur að gegni einnig húsin lykilhlutverki sem slík í Skagafirði og á Norðurlandi vestra. Gert er því ráð fyrir að nágrannasveitarfélög og íbúar þeirra hafi afnotarétt af menningarhúsunum eins og við verður komið, enda séu slík afnot í samræmi við almenna nýtingu húsanna.
Í þarfagreiningu sem unnin var árið 2017 er miðað við 1.252 m2 nýbyggingu auk þess sem þarfagreiningin tekur til nauðsynlegra endurbóta á eldri byggingu. Miðað er við að heildarkostnaður við nýbyggingu og endurbætur núverandi húsa verði eigi hærri en 1.517 m.kr. og nemi 60 hundraðshlutar ríkissjóðs allt að 910 m.kr. Sveitarfélagið Skagafjörður leggur til 40 hundraðshluta og allan umframkostnað sem til fellur. Byggðarráð samþykkir samkomulagið og vísar því til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveinn Finster Úlfarsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Byggðalistans lagði fram tillögu um að afgreiðslu á samkomulagi um menningarhús yrði frestað þar til rekstraráætlun lægi til grundvallar. Fulltrúar meirihlutans höfnuðu tillögunni á þeim grundvelli að ekki sé hægt að vinna fullmótaða rekstraráætlun fyrir þá starfsemi sem slíkt menningarhús muni hýsa.
Að skuldbinda sveitarfélagið í framkvæmd sem þessa á meðan íþróttahús, leik-, grunn- og framhaldsskólar bíða framkvæmda og viðhalds teljum við fulltrúar Byggðalistans ekki gott verklag.
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson
Fulltrúar Vg og óháðra ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs sem hljóða svo:
Menningarhús staðsett á Sauðárkróki er sannarlega þarft og er virkilega mikill ávinningur af þátttöku ríkisins að verkefninu með 910 milljóna króna framlagi. Bág fjárhagsstaða Skagafjarðar kastar hins vegar skugga á verkefnið, ekki síst í ljósi þess að önnur mikilvæg verkefni bíða víða um fjörðinn. Þar má nefna stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, íþróttahús á Hofsósi, fjölgun hjúkrunarrýma, skólamannvirki í Varmahlíð ásamt almennu viðhaldi eigna sveitarfélagsins og fl. Ljóst er að halda þarf vel utan um þetta verkefni og gæta þess að kostnaður fari ekki fram úr áætlun. Samkvæmt samkomulagi kemur Skagafjörður til með að greiða 40% hluta kostnaðar á móti ríkinu, standist þær áætlanir sem lagt er upp með, en ef farið er fram yfir þær áætlanir mun allur umframkostnaður koma til með að falla 100% á Skagafjörð. Samfara þessu verkefni mætti fara vandlega yfir eignastöðu sveitarfélagsins með það að leiðarljósi að kanna hvort ekki megi losa um aðrar eignir til þess að þetta mannvirki verði að veruleika án stórkostlegra fjárhagslegra skuldbindinga íbúa. Á þetta leggja VG og óháð áherslu, sem og að tilvonandi menningarhús standist þær kröfur sem lagt var upp með í þarfagreiningu félagasamtaka þeirra sem að henni komu.
VG og óháð samþykkja að fara í þetta verkefni með fyrrgreindum áherslum.
Einar E Einarson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun frá meirihlutanum.
Hér er lagt fram uppfært samkomulag milli menningar- og viðskiptaráðuneytis og Skagafjarðar um byggingu menningarhúss í Skagafirði sem felst í endurbótum á Safnahúsi Skagfirðinga og nýbyggingu við það. Eldra samkomulag var samþykkt í sveitarstjórn 25. maí síðast liðinn, en var svo aldrei klárað formlega með undirritun. Í uppfærðu samkomulagi hefur verið leiðrétt fyrir meðal annars hækkun byggingarkostnaðar sem nú er áætlaður 1.517 m.kr og er hlutur sveitarfélagsins 40% og ríkisins 60%. Einnig er gert ráð fyrir nánara samstarfi við menningar- og viðskiptaráðuneytið um meðal annars útboðsform og tilhögun á starfsemi í húsinu. Með samkomulaginu er einnig fylgiskjal sem staðfestir upphæð greiðslna hvert ár samkvæmt samþykktri fjármálaáætlun ríkisins.
Að lokinni samþykkt og undirritun samkomulagsins verður farið í vinnu við hönnun og útboð samkvæmt fyrirliggjandi þarfagreiningu en áætlað er að verkinu í heild verði lokið fyrir árslok 2027. Bygging menningarhús á Sauðárkróki með sviðslistasal, fjölnota sýninga- og móttökurými ásamt varðveislurými og aðstöðu fyrir söfn og fræðimenn verður mikil lyftistöng fyrir menningarlíf Skagfirðinga.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Þá tóku til máls Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Sveinn Finster Úlfarsson, Álfhildur Leifsdóttir og Einar E Einarsson
Samkomulag um menningarhús í Skagafirði borið upp til afgreiðslu og samþykkt með sjö atkvæðum.
Fulltrúar Byggðalista, Sveinn Finster Úlfarsson og Jóhanna Ey Harðardóttir óska bókað að þau sitja hjá.
Lagt fram uppfært samkomulag milli menningar- og viðskiptaráðuneytis og Skagafjarðar um byggingu menningarhúss í Skagafirði. Til grundvallar samkomulagi þessu er viljayfirlýsing mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um fjármögnun og undirbúning að menningarhúsi í Skagafirði dags. 5. maí 2018. Samkomulag er milli aðila um áframhaldandi samstarf og að stofnframlagi verði varið til viðbyggingar og endurbóta á Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Þar mun rúmast bókasafn, listasafn, skjalasafn og tengd fræðastarfsemi, auk rýmis fyrir varðveislu og sviðslistir.
Markmið samkomulagsins er að framangreindar byggingar verði ekki einungis vettvangur fyrir safnastarfsemi og sviðslistir á Sauðárkróki heldur að gegni einnig húsin lykilhlutverki sem slík í Skagafirði og á Norðurlandi vestra. Gert er því ráð fyrir að nágrannasveitarfélög og íbúar þeirra hafi afnotarétt af menningarhúsunum eins og við verður komið, enda séu slík afnot í samræmi við almenna nýtingu húsanna.
Í þarfagreiningu sem unnin var árið 2017 er miðað við 1.252 m2 nýbyggingu auk þess sem þarfagreiningin tekur til nauðsynlegra endurbóta á eldri byggingu. Miðað er við að heildarkostnaður við nýbyggingu og endurbætur núverandi húsa verði eigi hærri en 1.517 m.kr. og nemi 60 hundraðshlutar ríkissjóðs allt að 910 m.kr. Sveitarfélagið Skagafjörður leggur til 40 hundraðshluta og allan umframkostnað sem til fellur. Byggðarráð samþykkir samkomulagið og vísar því til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveinn Finster Úlfarsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Byggðalistans lagði fram tillögu um að afgreiðslu á samkomulagi um menningarhús yrði frestað þar til rekstraráætlun lægi til grundvallar. Fulltrúar meirihlutans höfnuðu tillögunni á þeim grundvelli að ekki sé hægt að vinna fullmótaða rekstraráætlun fyrir þá starfsemi sem slíkt menningarhús muni hýsa.
Að skuldbinda sveitarfélagið í framkvæmd sem þessa á meðan íþróttahús, leik-, grunn- og framhaldsskólar bíða framkvæmda og viðhalds teljum við fulltrúar Byggðalistans ekki gott verklag.
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson
Fulltrúar Vg og óháðra ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs sem hljóða svo:
Menningarhús staðsett á Sauðárkróki er sannarlega þarft og er virkilega mikill ávinningur af þátttöku ríkisins að verkefninu með 910 milljóna króna framlagi. Bág fjárhagsstaða Skagafjarðar kastar hins vegar skugga á verkefnið, ekki síst í ljósi þess að önnur mikilvæg verkefni bíða víða um fjörðinn. Þar má nefna stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, íþróttahús á Hofsósi, fjölgun hjúkrunarrýma, skólamannvirki í Varmahlíð ásamt almennu viðhaldi eigna sveitarfélagsins og fl. Ljóst er að halda þarf vel utan um þetta verkefni og gæta þess að kostnaður fari ekki fram úr áætlun. Samkvæmt samkomulagi kemur Skagafjörður til með að greiða 40% hluta kostnaðar á móti ríkinu, standist þær áætlanir sem lagt er upp með, en ef farið er fram yfir þær áætlanir mun allur umframkostnaður koma til með að falla 100% á Skagafjörð. Samfara þessu verkefni mætti fara vandlega yfir eignastöðu sveitarfélagsins með það að leiðarljósi að kanna hvort ekki megi losa um aðrar eignir til þess að þetta mannvirki verði að veruleika án stórkostlegra fjárhagslegra skuldbindinga íbúa. Á þetta leggja VG og óháð áherslu, sem og að tilvonandi menningarhús standist þær kröfur sem lagt var upp með í þarfagreiningu félagasamtaka þeirra sem að henni komu.
VG og óháð samþykkja að fara í þetta verkefni með fyrrgreindum áherslum.
Einar E Einarson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun frá meirihlutanum.
Hér er lagt fram uppfært samkomulag milli menningar- og viðskiptaráðuneytis og Skagafjarðar um byggingu menningarhúss í Skagafirði sem felst í endurbótum á Safnahúsi Skagfirðinga og nýbyggingu við það. Eldra samkomulag var samþykkt í sveitarstjórn 25. maí síðast liðinn, en var svo aldrei klárað formlega með undirritun. Í uppfærðu samkomulagi hefur verið leiðrétt fyrir meðal annars hækkun byggingarkostnaðar sem nú er áætlaður 1.517 m.kr og er hlutur sveitarfélagsins 40% og ríkisins 60%. Einnig er gert ráð fyrir nánara samstarfi við menningar- og viðskiptaráðuneytið um meðal annars útboðsform og tilhögun á starfsemi í húsinu. Með samkomulaginu er einnig fylgiskjal sem staðfestir upphæð greiðslna hvert ár samkvæmt samþykktri fjármálaáætlun ríkisins.
Að lokinni samþykkt og undirritun samkomulagsins verður farið í vinnu við hönnun og útboð samkvæmt fyrirliggjandi þarfagreiningu en áætlað er að verkinu í heild verði lokið fyrir árslok 2027. Bygging menningarhús á Sauðárkróki með sviðslistasal, fjölnota sýninga- og móttökurými ásamt varðveislurými og aðstöðu fyrir söfn og fræðimenn verður mikil lyftistöng fyrir menningarlíf Skagfirðinga.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Þá tóku til máls Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Sveinn Finster Úlfarsson, Álfhildur Leifsdóttir og Einar E Einarsson
Samkomulag um menningarhús í Skagafirði borið upp til afgreiðslu og samþykkt með sjö atkvæðum.
Fulltrúar Byggðalista, Sveinn Finster Úlfarsson og Jóhanna Ey Harðardóttir óska bókað að þau sitja hjá.
Til grundvallar samkomulagi þessu er viljayfirlýsing um fjármögnun og undirbúning byggingar menningarhúss í Skagafirði, dagsett 5. maí 2018. Samkomulag er milli aðila um áframhaldandi samstarf og að stofnframlagi verði varið til viðbyggingar og endurbóta á Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Þar mun rúmast bókasafn, listasafn, skjalasafn auk rýmis fyrir varðveislu og sviðslistir.
Markmið samkomulagsins er að framangreindar byggingar verði ekki einungis vettvangur fyrir safnastarfsemi og sviðslistir á Sauðárkróki heldur að gegni einnig húsin lykilhlutverki sem slík í Skagafirði og á Norðurlandi vestra. Gert er því ráð fyrir að nágrannasveitarfélög og íbúar þeirra hafi afnotarétt af menningarhúsunum eins og við verður komið, enda séu slík afnot í samræmi við almenna nýtingu húsanna.
Byggðarráð samþykkir að forsætisráðherra verði boðið sérstaklega til undirskriftar samkomulags um byggingu menningahúss í Skagafirði þegar þar að kemur, á milli mennta- og menningarmálaráðuneytis fyrir hönd stjórnarráðsins og sveitarfélaganna í Skagafirði.