Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

13. fundur 10. maí 2023 kl. 16:15 - 18:24 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson 1. varaforseti
  • Sigurður Bjarni Rafnsson varam.
    Aðalmaður: Hrund Pétursdóttir
  • Hrefna Jóhannesdóttir aðalm.
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir forseti
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Sveitarstjórn samþykkti samhljóða í upphafi fundar að taka mál 2304146 Reglur um skólaakstur í dreifbýli Skagafjarðar, á dagskrá með afbrigðum.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 45

Málsnúmer 2304018FVakta málsnúmer

Fundargerð 45. fundar byggðarráðs frá 26. apríl 2023 lögð fram til afgreiðslu á 13. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 45 Undir þessum dagskrárlið kom Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs á fundinn og fór yfir framkvæmdir ársins vegna húsnæðis Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi og þar á meðal lagfæringu á fráveitulögnum sem reyndust í verra ástandi en búist var við. Búið er að bjóða út endurnýjun á gluggum, einangrun og klæðningu útveggja ásamt endurnýjun á þakklæðningu fyrir stóran hluta hússins. Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar byggðarráðs staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 45 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti nauðsynlegar framkvæmdir sem þarf að ráðast í vegna hitaveituholu VH-03 í Varmahlíð. Áætlaður heildarkostnaður er 88,3 milljónir króna.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vinna frekar að málinu og undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar byggðarráðs staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 45 Lagt fram kort af beitarhólfum við Hofsós merkt S01, í verki 416302 Stoð, breyting gerð 08.12. 2022 ásamt korti af Naustalandi. Engir samningar eru í gildi um skika númer 2 og 4 né Naustaland. Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð samþykkir að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að auglýsa skikana til leigu.
    Bókun fundar Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún vék af fundi og tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu.
    Afgreiðsla 45. fundar byggðarráðs staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 45 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. mars 2023 frá Guðjóni Ólafi Guðjónssyni, þar sem hann óskar eftir að fá leigt hólf fyrir ofan Lækjarbakka 3 og norðan við Lækjarbrekku í Steinsstaðahverfi. Svæðið er í deiliskipulagsferli undir íbúðabyggð. Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð samþykkir að synja erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar byggðarráðs staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 45 Lagt fram aðalfundarboð frá Landskerfi bókasafna hf., dagsett 17. apríl 2023, vegna aðalfundar félagsins þann 9. maí 2023 í Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar byggðarráðs staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 45 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. apríl 2023 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 82/2023, "Grænbók um sjálfbært Ísland". Umsagnarfrestur er til og með 29.05.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar byggðarráðs staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 45 Lögð fram til kynningar auglýsing um fundarferð forsætisráðherra, "Mótum sjálfbæra framtíð. Samtal við forsætisráðherra um sjálfbært Ísland". Sjá nánar á heimasíðu https://www.stjornarradid.is/verkefni/sjalfbaert-island/ Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar byggðarráðs staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 45 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 922.,923. og 924. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar byggðarráðs staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 46

Málsnúmer 2304026FVakta málsnúmer

Fundargerð 46. fundar byggðarráðs frá 3. maí 2023 lögð fram til afgreiðslu á 13. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 46 Lagt fram uppfært samkomulag milli menningar- og viðskiptaráðuneytis og Skagafjarðar um byggingu menningarhúss í Skagafirði. Til grundvallar samkomulagi þessu er viljayfirlýsing mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um fjármögnun og undirbúning að menningarhúsi í Skagafirði dags. 5. maí 2018. Samkomulag er milli aðila um áframhaldandi samstarf og að stofnframlagi verði varið til viðbyggingar og endurbóta á Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Þar mun rúmast bókasafn, listasafn, skjalasafn og tengd fræðastarfsemi, auk rýmis fyrir varðveislu og sviðslistir.
    Markmið samkomulagsins er að framangreindar byggingar verði ekki einungis vettvangur fyrir safnastarfsemi og sviðslistir á Sauðárkróki heldur að gegni einnig húsin lykilhlutverki sem slík í Skagafirði og á Norðurlandi vestra. Gert er því ráð fyrir að nágrannasveitarfélög og íbúar þeirra hafi afnotarétt af menningarhúsunum eins og við verður komið, enda séu slík afnot í samræmi við almenna nýtingu húsanna.
    Í þarfagreiningu sem unnin var árið 2017 er miðað við 1.252 m2 nýbyggingu auk þess sem þarfagreiningin tekur til nauðsynlegra endurbóta á eldri byggingu. Miðað er við að heildarkostnaður við nýbyggingu og endurbætur núverandi húsa verði eigi hærri en 1.517 m.kr. og nemi 60 hundraðshlutar ríkissjóðs allt að 910 m.kr. Sveitarfélagið Skagafjörður leggur til 40 hundraðshluta og allan umframkostnað sem til fellur.

    Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfandi tillögu: Byggðaráð samþykkir að afgreiðslu Samkomulags um menningarhús á Sauðárkróki verði frestað þar til rekstraráætlun hefur verið gerð um fyrirhugaðan rekstur menningarhúss á Sauðárkróki.
    Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum meirihlutans (B og D) gegn einu (Vg og óháð).

    Einar E. Einarsson og Sólborg Borgarsdóttir leggja fram svohljóðandi bókun:
    Það er ekki raunhæft að gera fullmótaða rekstaráætlun fyrir þá starfsemi sem þarna mun fara fram að svo stöddu en ljóst er að hluti hennar mun leiða til hagræðingar í rekstri á meðal annars geymslum Hérðasskjalasafns og Byggðasafnsins. Rekstarfyrirkomulag á sjálfum sölunum og annarri aðstöðu tengdri menningarhúsinu verður síðan skoðaður þegar nær dregur en þar koma ýmsar leiðir til greina.

    Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur fram svohljóðandi bókun:
    Menningarhús staðsett á Sauðárkróki er sannarlega þarft og er virkilega mikill ávinningur af þátttöku ríkisins að verkefninu með 910 milljóna króna framlagi. Bág fjárhagsstaða Skagafjarðar kastar hins vegar skugga á verkefnið, ekki síst í ljósi þess að önnur mikilvæg verkefni bíða víða um fjörðinn. Þar má nefna stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, íþróttahús á Hofsósi, fjölgun hjúkrunarrýma, skólamannvirki í Varmahlíð ásamt almennu viðhaldi eigna sveitarfélagsins og fl. Ljóst er að halda þarf vel utan um þetta verkefni og gæta þess að kostnaður fari ekki fram úr áætlun. Samkvæmt samkomulagi kemur Skagafjörður til með að greiða 40% hluta kostnaðar á móti ríkinu, standist þær áætlanir sem lagt er upp með, en ef farið er fram yfir þær áætlanir mun allur umframkostnaður koma til með að falla 100% á Skagafjörð. Samfara þessu verkefni mætti fara vandlega yfir eignastöðu sveitarfélagsins með það að leiðarljósi að kanna hvort ekki megi losa um aðrar eignir til þess að þetta mannvirki verði að veruleika án stórkostlegra fjárhagslegra skuldbindinga íbúa. Á þetta leggja VG og óháð áherslu, sem og að tilvonandi menningarhús standist þær kröfur sem lagt var upp með í þarfagreiningu félagasamtaka þeirra sem að henni komu.
    VG og óháð samþykkja að fara í þetta verkefni með fyrrgreindum áherslum.

    Byggðarráð samþykkir samkomulagið og vísar því til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Samkomulag um menningarhús í Skagafirði" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 46 Lögð fram svohljóðandi áskorun til formanns og stjórnar KSÍ:
    Byggðarráð Skagafjarðar skorar á formann og stjórn KSÍ að grípa til markvissra og tafarlausra aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun á milli karla og kvenna sem iðka knattspyrnu og spila í deildakeppni hér á landi.
    Eins og kemur svo glögglega fram á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) þá er þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda á Íslandi kvenkyns. Samt sem áður virðist sem samtökin Íslenskur toppfótbolti (ÍTF), sem eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu, miði hagsmunagæslu sína, markaðsefni og skili fjárhagslegum ávinningi af starfi samtakanna einkum til knattspyrnu karla. Á heimasíðu ÍTF er á meðal markmiða samtakanna að stuðla að samvinnu ÍTF og KSÍ að öllum málum er snúa að félögunum og hagsmunum þeirra. Einnig að hagnýta réttindi, svo sem sjónvarpsréttindi, markaðsréttindi, nafnaréttindi deilda, sölu auglýsinga og markaðssetningu fyrir þær deildir sem eiga aðild að ÍTF og ráðstafa þeim réttindum. Því vekur mikla furðu að ekki skuli gæta meira jafnræðis á milli karla og kvenna þegar kemur að því að skila fjárhagslegum ávinningi af starfi samtakanna til aðildarfélaga ÍTF.
    Byggðarráð Skagafjarðar hvetur formann og stjórn KSÍ og formann og stjórn ÍTF til að vinna saman að uppbyggingu og framgangi íslenskrar knattspyrnu, bæði á meðal karla og kvenna, og að gæta að jafnræði kynjanna í öllu starfi, hagsmunagæslu og fjárhagslegum úthlutunum á vegum beggja sambanda/samtaka.
    Byggðarráð Skagafjarðar beinir því einnig til stjórnar KSÍ að það er með öllu óeðlilegt að sambandið setji einhliða reglur og geri ítarlegar og mjög fjárfrekar kröfur til mannvirkja svo knattspyrnulið megi spila í efstu deildum karla og kvenna á Íslandi. Um er að ræða kröfur sem geta hljóðað upp á tugi og hundruð milljóna króna. Í mörgum tilfellum er um að ræða slíkar kröfur að óraunhæft er að íþróttafélög eða sveitarfélög kosti alla uppbyggingu og rekstur slíkra mannvirkja. Íslenska þjóðin telur innan við 400 þúsund manns og ljóst að óraunhæft er með öllu að gera sömu kröfur til fámennra samfélaga hér á landi líkt og gerist á meðal milljónaþjóða erlendis. Eðlilegt er að fram fari samtal á milli stjórnar KSÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga um raunhæfar og eðlilegar kröfur til knattspyrnumannvirkja hér á landi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs, sem er svohljóðandi:

    Lögð fram svohljóðandi áskorun til formanns og stjórnar KSÍ:
    Sveitarstjórn Skagafjarðar skorar á formann og stjórn KSÍ að grípa til markvissra og tafarlausra aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun á milli karla og kvenna sem iðka knattspyrnu og spila í deildakeppni hér á landi. Eins og kemur svo glögglega fram á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) þá er þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda á Íslandi kvenkyns.
    Samt sem áður virðist sem samtökin Íslenskur toppfótbolti (ÍTF), sem eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu, miði hagsmunagæslu sína, markaðsefni og skili fjárhagslegum ávinningi af starfi samtakanna einkum til knattspyrnu karla.
    Á heimasíðu ÍTF er á meðal markmiða samtakanna að stuðla að samvinnu ÍTF og KSÍ að öllum málum er snúa að félögunum og hagsmunum þeirra. Einnig að hagnýta réttindi, svo sem sjónvarpsréttindi, markaðsréttindi, nafnaréttindi deilda, sölu auglýsinga og markaðssetningu fyrir þær deildir sem eiga aðild að ÍTF og ráðstafa þeim réttindum.
    Því vekur mikla furðu að ekki skuli gæta meira jafnræðis á milli karla og kvenna þegar kemur að því að skila fjárhagslegum ávinningi af starfi samtakanna til aðildarfélaga ÍTF.

    Sveitarstjórn Skagafjarðar hvetur formann og stjórn KSÍ og formann og stjórn ÍTF til að vinna saman að uppbyggingu og framgangi íslenskrar knattspyrnu, bæði á meðal karla og kvenna, og að gæta að jafnræði kynjanna í öllu starfi, hagsmunagæslu og fjárhagslegum úthlutunum á vegum beggja sambanda/samtaka.

    Sveitarstjórn Skagafjarðar beinir því einnig til stjórnar KSÍ að það er með öllu óeðlilegt að sambandið setji einhliða reglur og geri ítarlegar og mjög fjárfrekar kröfur til mannvirkja svo knattspyrnulið megi spila í efstu deildum karla og kvenna á Íslandi. Um er að ræða kröfur sem geta hljóðað upp á tugi og hundruð milljóna króna. Í mörgum tilfellum er um að ræða slíkar kröfur að óraunhæft er að íþróttafélög eða sveitarfélög kosti alla uppbyggingu og rekstur slíkra mannvirkja. Íslenska þjóðin telur innan við 400 þúsund manns og ljóst að óraunhæft er með öllu að gera sömu kröfur til fámennra samfélaga hér á landi líkt og gerist á meðal milljónaþjóða erlendis. Eðlilegt er að fram fari samtal á milli stjórnar KSÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga um raunhæfar og eðlilegar kröfur til knattspyrnumannvirkja hér á landi.

    Samþykkt samhljóða

    Afgreiðsla 46. fundar byggðarráðs staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 46 Á undanförnum árum hefur sveitarfélagið Skagafjörður þrýst mjög á þingmenn og Vegagerðina um hröðun undirbúnings og framkvæmda við jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar. Nú sem aldrei fyrr er lífsnauðsynlegt að göngin komist til framkvæmda því jarðsig, skriðuföll og grjóthrun hefur verið með mesta móti á undanförnum misserum eins og þeir þekkja sem aka daglega um veginn. Nýlegar myndir sýna svo ekki er um villst að það er ekki spurning um hvort - heldur hvenær Siglufjarðarvegur rofnar og fellur í sjó fram. Mælingar sem eru opinberar á heimasíðu Vegagerðarinnar sýna þannig færsluhraða á flötum við veginn sem nemur allt að 2,5 cm lóðrétt á dag og enn meiri láréttar færslur. Talið er að af þessum sökum verði veginum lokað mun oftar í framtíðinni en verið hefur vegna öryggisráðstafana og ekki er óraunhæft að fólk þurfti að horfast í augu við það að Siglufjarðarvegur getur lokast án fyrirvara.
    Byggðarráð Skagafjarðar skorar á alþingismenn og innviðaráðherra að tryggja að undirbúningi og endanlegri hönnun jarðganga á milli Fljóta og Siglufjarðar verði lokið sem fyrst og tryggja fjármögnun til að framkvæmdir við gerð þeirra geti hafist innan tíðar. Byggðarráð hvetur Vegagerðina jafnframt til að hafa heimamenn í Fljótum og á Siglufirði með í ráðum við greiningu á heppilegri legu ganganna og veglagningu beggja vegna gangnamunna.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs, sem er svohljóðandi:

    Á undanförnum árum hefur sveitarfélagið Skagafjörður þrýst mjög á þingmenn og Vegagerðina um hröðun undirbúnings og framkvæmda við jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar. Nú sem aldrei fyrr er lífsnauðsynlegt að göngin komist til framkvæmda því jarðsig, skriðuföll og grjóthrun hefur verið með mesta móti á undanförnum misserum eins og þeir þekkja sem aka daglega um veginn. Nýlegar myndir sýna svo ekki er um villst að það er ekki spurning um hvort - heldur hvenær Siglufjarðarvegur rofnar og fellur í sjó fram. Mælingar sem eru opinberar á heimasíðu Vegagerðarinnar sýna þannig færsluhraða á flötum við veginn sem nemur allt að 2,5 cm lóðrétt á dag og enn meiri láréttar færslur. Talið er að af þessum sökum verði veginum lokað mun oftar í framtíðinni en verið hefur vegna öryggisráðstafana og ekki er óraunhæft að fólk þurfti að horfast í augu við það að Siglufjarðarvegur getur lokast án fyrirvara.

    Sveitarstjórn Skagafjarðar skorar á alþingismenn og innviðaráðherra að tryggja að undirbúningi og endanlegri hönnun jarðganga á milli Fljóta og Siglufjarðar verði lokið sem fyrst og tryggja fjármögnun til að framkvæmdir við gerð þeirra geti hafist innan tíðar.

    Sveitarstjórn Skagafjarðar hvetur Vegagerðina jafnframt til að hafa heimamenn í Fljótum og á Siglufirði með í ráðum við greiningu á heppilegri legu ganganna og veglagningu beggja vegna gangnamunna.
    Samþykkt samhljóða.

    Afgreiðsla 46. fundar byggðarráðs staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 46 Málið áður á 42. fundi byggðarráðs þann 5. apríl 2023 og 43. fundi byggðarráðs þann 12. apríl 2023. Erindi frá framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Tindastóls og yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið Skagafjörð um úrbætur á Sauðárkróksvelli (gervigrasvöllur), m.a. hvað varðar aðstöðu til sjónvarpsútsendinga, geymslu búnaðar og snjómoksturs á vellinum.
    Byggðarráð samþykkir að kaupa 10ft. húseiningu sem aðstöðu fyrir fjölmiðlafólk. Áætlaður kostnaður með flutningi og uppsetningu 2,5 mkr. Fjármagnið tekið af fjárfestingafé eignasjóðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar byggðarráðs staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 46 Lagt fram tilboð í LED skjá í Íþróttahúsið á Sauðárkróki frá Exton.
    Byggðarráð samþykkir kaupa og setja upp LED skjá í Íþróttahúsið á Sauðárkróki. Fjármagnið tekið af viðhaldsfé eignasjóðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar byggðarráðs staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 46 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. apríl 2023 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi Orkufund 2023, Samtaka orkusveitarfélaga, þann 10. maí 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar byggðarráðs staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 46 Lögð fram samstarfsyfirlýsing milli Skagafjarðar og Þórs Brynjarssonar ehf., Rekstur á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir að 20 rafskútur komi í upphafi.
    Byggðarráð samþykkir framlagða samstarfsyfirlýsingu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar byggðarráðs staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 46 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 26. apríl 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um kosningalög o.fl. (ýmsar breytingar), 945. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. maí nk. Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar byggðarráðs staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 46 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 27. apríl 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð, 941. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. maí nk. Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar byggðarráðs staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 46 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 24. apríl 2023 þar sem umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 84/2023, "Valkostir og greining á vindorku. Skýrsla starfshóps".
    Umsagnarfrestur er til og með 18.05.2023.
    Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar byggðarráðs staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 46 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 27. apríl 2023 þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 88/2023, "Tillögur vinnuhóps um stefnumótun um lengri gönguleiðir".
    Umsagnarfrestur er til og með 18.05.2023.
    Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar byggðarráðs staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 46 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 21. apríl 2023 frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneyti varðandi "Vindorkufundi" þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, býður til opinna funda um orkuskipti með áherslu á hlutverk vindorku. Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar byggðarráðs staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 46 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 26. apríl 2023 frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. varðandi breytingu á útlánavöxtum verðtryggða lána af eigin fé sjóðsins þann 1. maí 2023. Vextirnir verða 3,17%. Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar byggðarráðs staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • 2.14 2301008 Fundagerðir NNV 2023
    Byggðarráð Skagafjarðar - 46 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra þann 25. apríl 2023. Bókun fundar Lögð fram til kynningar á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023.

3.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 10

Málsnúmer 2304020FVakta málsnúmer

Fundargerð 10. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 26. apríl 2023 lögð fram til afgreiðslu á 13. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 10 Á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2023 verða Samfélagsverðlaun Skagafjarðar veitt í áttunda sinn. Verðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bárust fjölmargar og afar góðar tilnefningar til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar. Atvinnu,- menningar- og kynningarnefnd samþykkir einum rómi að Rögnvaldur Valbergsson hljóti Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2023. Rögnvaldur er flestum Skagfirðingum góðkunnugur. Hann hefur staðið vaktina í samfélagi okkar í áratugi og aðstoðað leika og lærða. Hans afrek eru mörg og tengjast mikið tónlist. Hann er óþreytandi að leggja góðum hlutum lið og er hafsjór af fróðleik í þeim efnum. Rögnvaldur hefur spilað undir hjá fjölmörgum kórum og allskyns hópum auk þess að vera organisti Sauðárkrókskirkju til langs tíma. Rögnvaldur er gjöfull og greiðagóður á tíma sinn og hæfileika til samfélagsins.
    Það er því vel við hæfi að Rögnvaldur Valbergsson hljóti Samfélagsverðlaun Skagafjarðar og að þakka honum opinberlega fyrir öll hans óeigingjörnu störf í gegnum tíðina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.

4.Landbúnaðarnefnd - 9

Málsnúmer 2304014FVakta málsnúmer

Fundargerð 9. fundar landbúnaðarnefndar frá 27. apríl 2023 lögð fram til afgreiðslu á 13. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti fundargerð. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Einar E Einarsson kvöddu sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 9 Erindi hefur borist frá Andrési Helgasyni bónda í Tungu, þar sem hann óskar eftir viðræðum um rafgirðingu í landi sveitarfélagsins, móti Tungulandi sunnan Gönguskarðsár. Girðingin er niður fallin og hættuleg skepnum. Einnig er þörf á að endurnýja girðingu á merkjum gagnvart Tungu.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að rafgirðingin verði fjarlægð og að sveitarfélagið taki þátt í endurnýjun girðingar á merkjum gagnvart Tungu samkvæmt lögum og reglugerðum. Landbúnaðarnefnd óskar eftir kostnaðaráætlun frá Andrési varðandi merkjagirðinguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 9 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. apríl 2023 frá Brynjari Skúlasyni og Sigríði Bjarnadóttur, eigandum jarðarinnar Þröm í Skagafirði, L176749, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis. Áformað er að nýta jörðina fyrir skógrækt. Veðbókarvottorð jarðarinnar fylgir erindinu ásamt yfirlitsmynd af landamerkjum hennar gagnvart aðliggjandi jörðum. Fyrir liggja meðmæli ráðunautar hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins með að stofnun nýs lögbýlis á jörðinni verði samþykkt.
    Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið verði stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Þröm - Beiðni um stofnun lögbýlis". Samþykkt samhljóða.
  • Landbúnaðarnefnd - 9 Á síðasta fundi landbúnaðarnefndar úthlutaði nefndin 4,2 mkr. framlagi til hluta fjallskilasjóða í sveitarfélaginu, af 8 mkr. fjárveitingu ársins.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að úthluta 1.050 þkr. til fjallskilasjóða á þessum fundi af fjármagni því sem nefndin hefur til ráðstöfunar. Nefndin samþykkir einnig að fá forsvarsmenn Fjallskilasjóðs Hofsóss- og Unadals, Fjallskilasjóðs Hóla- og Viðvíkurhrepps og Upprekstrarfélags Akrahrepps á næsta fund nefndarinnar til viðræðu um fjárhagsáætlun þeirra fyrir árið 2023.
    Landbúnaðarnefnd beinir því til eignarsjóðs að 2,5 mkr. framlag af fjárveitingu ársins 2023 til viðhalds skilarétta verði eyrnamerkt Fjallskilasjóði Skefilssstaðahrepps vegna viðhalds á Selnesrétt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 9 Lögð fram áætlun um minka- og refaveiði ársins 2023 og úthlutun veiðikvóta. Gert er ráð fyrir að veiða 331 ref og 235 minka. Fjárhæðir verðlauna til ráðinna veiðimanna eru 11.000 kr. fyrir veiddan mink en 2.000 kr. til annarra. Verðlaun til ráðinna veiðimanna fyrir unnið grendýr 20.000 kr., hlaupadýr/vetrarveiði 10.000 kr. Aðrir fá greiddar 1.000 kr. fyrir refinn. Undir þessum dagskrárlið komu refa- og minkaveiðimenn til viðræðu um tilhögun veiðanna árið 2023. Mættir voru: Þorsteinn Ólafsson, Stefán Ingi Sigurðsson, Hans Birgir Friðriksson, Birgir Árdal Hauksson, Elvar Örn Birgisson, Steinþór Tryggvason og Egill Yngvi Ragnarsson.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagðar áætlanir um minka- og refaveiði 2023.
    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 9 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Seyluhrepps - úthluta, fyrir árið 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 9 Lagðir fram til kynningar ársreikningar Fjallskilasjóðs Staðarhrepps og Fjallskilasjóðs Staðarafréttar fyrir árið 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 9 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs framhluta Skagafjarðar fyrir árið 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 9 Dr. Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands kom á fundinn og flutti fróðlegan og áhugaverðan fyrirlestur um melrakkann fyrir nefndarmenn og ráðna veiðimenn. Starri Heiðmarsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.

5.Skipulagsnefnd - 23

Málsnúmer 2304022FVakta málsnúmer

Fundargerð 23. fundar skipulagsnefndar frá 27. april 2023 lögð fram til afgreiðslu á 13. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 23 Björn Magnús Árnason og Ína Björk Ársælsdóttir frá Stoð ehf. verkfræðistofu kynntu uppfærða deiliskipulagstillögu dags. 15.03.2023 útgáfa 1.2 fyrir Hofsós - Suðurbraut, Hofsóskirkja, Sætún og Hátún eftir breytingar sem unnar voru í kjölfar innsendra athugasemda frá íbúum við Sætún.
    Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 4 mg. 41.gr skipulagslaga 123/2010 fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu, vegna breytinga sem gerðar voru í kjölfar innsendra athugasemda.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Hofsós Deiliskipulag - Suðurbraut, Hofsóskirkja, Sætún og Hátún." Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 23 Bjarni Jónasson og Unnur Ólöf Halldórsdóttir, f.h. Tröllheima ehf., þinglýsts eiganda jarðarinnar Borgargerðis 4, landnúmer 234946, óska eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir jörðina á eigin kostnað, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Skipulagssvæðið er á landbúnaðarlandi L1 í II. flokki skv. aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umbeðna deiliskipulagsgerð sbr. 2. mrg 38. gr laga nr.123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Borgargerði 4 L234946 - Deiliskipulag." Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 23 Á 9. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 18.01.2023 var m.a. eftirfarandi bókað:
    “Vísað frá 15. fundi skipulagsnefndar frá 15. desember 2022 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: Skipulagsfulltrúi upplýsir að byggingarfulltrúi Skagafjarðar hafi, m.v.t. 10. gr. l. 160/2010, leitað umsagnar vegna umsóknar frá Einari I. Ólafssyni f.h. Friðriks Jónssonar ehf. um leyfi til að byggja iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði, ásamt tengibyggingu á lóðunum nr. 6 og 8 við Borgarröst á Sauðárkróki. Í umsögn til byggingarfulltrúa hafi athygli hans verið vakin á því að þar sem svæðið sé ekki deiliskipulagt þurfi annað hvort að ráðast í gerð deiliskipulags eða að grenndarkynna framkvæmdina áður en viðkomandi byggingarleyfi sé veitt. Aðaluppdrættir gerðir af Bjarna Reykjalín arkitekt, dagsettir 29. nóvember 2022 liggja frammi á fundinum og eru þeir yfirfarnir af nefndarmönnum á fundinum. Skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé í samræmi við gildandi aðalskipulag og auk þess í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar á svæðinu. Áður hafi lóðarhöfum í viðkomandi skipulagsreit verið heimilað að sameina lóðir með líkum hætti og gert ráð fyrir í því tilviki sem liggur fyrir. Með vísan til þessa og þar sem ekki liggi fyrir deiliskipulag leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að fram fari grenndarkynning skv. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Grenndarkynnt yrði fyrir Borgarröst nr. 4, 5 og Borgartúni nr. 8. Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum."

    Fyrirliggja umbeðnar umsagnir frá eigendum fasteigna við Borgarröst nr. 4, 5 og Borgartúns nr. 8, þar sem fram kemur að ekki séu gerðar athugasemdir.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna sameiningu lóðanna Borgarrastar 6 og 8 ásamt áformaðri uppbyggingu.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Borgarröst 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi." Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 23 Sonja S. Sigurgeirsdóttir og Halla Sigurjónsdóttir, þinglýstir eigendur landsins Ljónsstaða, landeignarnúmer L230903, óska eftir leyfi til að skilgreina byggingarreit fyrir lítið gestahús á lóðinni. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðarssyni uppdrátturinn er númer S-101, dagsettur 24.03.2023.

    Skipulagsnefnd hafnar umbeðnum byggingarreit á grundvelli laga nr.123/2010 en bendir jafnframt á að á grundvelli sömu laga geti landeigandi eða framkvæmdaraðili óskað eftir því við sveitarstjórn að gerð sé tillaga að deiliskipulagi á eigin kostnað.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Ljónsstaðir - Umsókn um byggingarreit." Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 23 Kjartan Helgason og Elín Margrét Hallgrímsdóttir óska eftir stækkun lóðarinnar við Kambastíg 2 til austurs og norðurs. Tilgangurinn er að gera bílastæði og tröppur til austurs frá kjallara húsins.

    Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og vísar erindinu til gerðar deiliskipulags sem er í vinnslu fyrir hluta gamla bæjarins á Sauðárkróki samkvæmt samþykkt Sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 6.04.2022.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar skipulagnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 23 Margrét Helgadóttir sækir um fyrir hönd Viktors Kárasonar og Ester Þóru Viðarsdóttur, þinglýstra eiganda Knarrarstígs 4, fnr. 213-1938 leyfi til að breyta kanti, lækka hann svo hægt sé að nýta bílastæði innan lóðar.
    Meðfylgjandi er þinglýst samkomulag eiganda efri og neðri hæðar um nýtingu lóðarinnar.
    Fyrirliggur umsögn Veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Nefndin bendir á að þar sem ætluð framkvæmd er að hluta utan lóðar og fer yfir gangbraut sveitarfélagsins er bent á að verkið skuli unnið í samráði við Veitu- og framkvæmdasvið sveitarfélagsins og þessar framkvæmdir alfarið á kostnað lóðarhafa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar skipulagnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 23 Grétar Ómarsson fyrir hönd Mílu ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í neðangreind staðföng á Sauðárkróki:

    Freyjugata 11, 13, 15, 17, 18, 19, 21, 22, 23, 24, 26, 26A, 28, 30, 32, 34, 36, 44, 46, 48 og 50.
    Knarrarstígur 1, 2 og 4.
    Skagfirðingabraut 8 og 10.
    Skógargata 22, 24 og 26.
    Suðurgata 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 11B, 12, 13, 13B, 14, 16, 18, 18B, 20, 22 og 24.
    Sævarstígur 2 og 6.

    Framkvæmdin felur í sér bæði skurðvinnu og ídrátt í fyrirliggjandi rör.
    Áætlaður verktími eru 10-15 dagar og stefnt er á að hefja framkvæmdir í lok maí eða um leið og leyfisveiting er fyrir hendi.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Míla ehf. - Framkvæmdaleyfisumsókn - Ljósleiðaravæðing á Sauðárkróki." Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 23 Óli Björn Pétursson og Pétur Ingi Björnsson sækja um frístundalóðina Steinsstaði 8, L222095.
    Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar skipulagnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 23 Birgir Örn Hreinsson dregur til baka umsókn um iðnaðarlóðina við Borgarflöt 29.
    Hinn umsækjandinn Kaupfélag Skagfirðinga hefur skilað inn öllum umbeðnum gögnum.
    Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til Kaupfélags Skagfirðinga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar skipulagnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 23 Þeir aðilar sem fengu lóðirnar við Nestún 13 og 14 úthlutað á 21. fundi skipulagsnefndarinnar þann 23.03.2023 hafa nú skilað inn umbeðnum gögnum og fellur því niður sá fyrirvari sem gerður var við úthlutun lóðanna til umsækjenda. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar skipulagnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 23 Með tölvupósti dags. 20. febrúar sl. er óskar skipulagsfulltrúi eftir við lóðarhafa að gerð sé tillaga að byggingarreitum innan viðkomandi lóða ásamt því að gera grein fyrir ætluðu byggingarmagni / byggingum og byggingaráformum.
    Fyrir liggur umbeðin greinargerð dags. 30.3.2023.
    Meðfylgjandi greinargerðinni er lóðaruppdráttur (S101 verknr. 3245) unninn af Áræðni ehf. kt. 420807-0150 sem sýnir tillögu að lóðarskipulagi, byggingarreit og byggingarmagni á lóð ásamt fyrirhugaðri áfangaskiptingu framkvæmda. Áformaður fyrsti áfangi er 546m² geymsluhúsnæði, annar áfangi 614m². Skv. meðfylgjandi fyrirspurnaruppdrætti óskar lóðarhafi eftir aðkomu að lóðinni úr suðri um 40.0 m breiðan innkeyrslustút með 6 m radíus. Jafnframt óskar lóðarhafi eftir leyfi fyrir jarðvegsmön á austurmörkum lóðarinnar. Meðfylgjandi er tillöguteikning sem gerir grein fyrir því húsi sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni.
    Nefndin bendir á að innan lóðarinnar liggur háspennustrengur í eigu RARIK. Gerð verður grein fyrir þeim streng á lóðarblaði og í lóðarleigusamningi.
    Skipulagsnefnd samþykkir að hámarki 15 m breiðan innkeyrslustút með 6 m radíus með tilliti til umferðaröryggis á svæðinu og samþykkir erindið að öðru leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar skipulagnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 23 Lagt fram til kynningar umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa vegna Iðutúns 17 á Sauðárkróki. Um er að ræða stoðvegg innan lóðar. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar skipulagnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 23 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 14 þann 18.04.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar skipulagnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí með níu atkvæðum.

6.Skipulagsnefnd - 24

Málsnúmer 2305004FVakta málsnúmer

Fundargerð 24. fundar skipulagsnefndar frá 4. maí 2023 lögð fram til afgreiðslu á 13. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 24 Tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
    Lagðar fram tillögur að aðalskipulagsbreytingum, sem byggja á vinnslutillögum sem voru kynntar 8. mars - 6. apríl, umsögnum og athugasemdum sem bárust á kynningartíma, og viðbrögðum við þeim. Fyrir hverja breytingartillögu fylgir uppdráttur, greinargerð ásamt umhverfismatsskýrslu.
    Skipulagsbreytingarnar fjalla um: Helgustaði í Unadal (Verslun og þjónusta), ÍB410 Íbúðarbyggð í Sveinstúni, Varmahlíðaskóla og nágrennis, AF402 tjaldsvæði í Sæmundarhlíð, K401 Sauðárkrókskirkjugarð, ÍÞ404 hesthúsasvæðið við Flæðigerði og íbúðarsvæði á Hofsósi.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreindar breytingar í auglýsingu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Skipulagsfulltrúa er falið að uppfæra tillögur í samræmi við viðbrögð við umsögnum.

    Álfhildur Leifsdóttir fyrir hönd VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu varðandi tjaldsvæðið við Sauðárgil:
    Í ljósi bæði samfélagsumræðu og athugasemda íbúa við endurskoðun Aðalskipulags Skagafjarðar hvað varðar uppbyggingu tjaldsvæðis við Sauðá leggja VG og óháð til að leitað verði til íbúa um tillögur um framtíðar tjaldsvæði Sauðárkróks. Skipulagsnefnd fái tillögurnar á sitt borð og í framhaldi verði farið í íbúakosningu sem fyrst um framtíðar staðsetningu tjaldsvæðis á Sauðárkróki.
    Áform um uppbyggingu tjaldsvæðis við Sauðá eru metnaðarfull en á sama tíma taka þau ekki nægjanlegt tillit til breytt landslags í þessari þjónustu. Tjaldsvæðum í dag fylgir mikil umferð, gjarnan þungir og fyrirferðamiklir eftirvagnar og oft stórir bílar. Vegna þessarar þróunar er mikilvægt að finna tjaldsvæðum góða staði í sátt við íbúa byggðar hvers sveitarfélags. Svæðið við Sauðá er í miðri íbúðabyggð ásamt því að vera í nálægð við mikilvægt útivistarsvæði íbúa, Litla-Skóg. Nú þegar Flæðarnar, þar sem núverandi tjaldsvæði er, verður tekið til deiliskipulagsvinnu með upp byggingu menningarhúss að leiðarljósi er ljóst að færa þarf tjaldsvæðið þaðan innan skamms. Mikilvægt er að hraða verkefninu og hefja undirbúning sem svo sannarlega er þarfur, þannig að áfram verði hægt að bjóða gesti í tjöldum, húsbílum og vögnum velkomna til Sauðárkróks.

    Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu á tillögu Álfhildar Leifsdóttur.

    Sigríður Magnúsdóttir formaður skipulagsnefndar leggur fram eftirfarandi bókun:
    Staðsetning tjaldsvæðis á Sauðárkróki var ákveðin við uppfærslu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum í sveitarstjórn í mars 2022. Við vinnslu á Aðalskipulaginu var það kynnt á íbúafundum ásamt því að öll gögn lágu frammi til kyningar og athugasemda þar sem íbúar Skagafjarðar gátu gert athugasemdir og haft áhrif tvisvar sinnum á vinnslutímanum. Núverandi deiliskipulagsvinna er því eðlilegt verklag eftir það sem á undan hefur verið gert og samþykkt. Í deiliskipulagsferlinu sem nú er í gangi mun íbúum aftur gefast kostur á að láta skoðun sýna í ljós á fyrirhuguðum framkvæmdum eins og reglurnar kveða á um. Deiliskipulagsvinnan er ekki heldur samþykki um að framkvæmdir hefjist strax en mikilvægt er að ljúka þessari vinnu svo endanleg útfærsla sé ljós þegar hætt verður að nota núverandi tjaldsvæði vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Flæðunum. Í Aðalskipulaginu kemur einnig fram að samhliða þessu nýja tjaldsvæði verði tjaldsvæðið á nöfunum einnig notað þegar um stóra og fjölmenna viðburði er að ræða á Sauðárkróki.

    Jón Daníel Jónsson situr hjá við afgreiðslu varðandi tjaldsvæðið við Sauðárgil.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun - Aðalskipulagsbreytingar". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 24 Landsnet óskar í erindi dags. 25. apríl 2023 eftir breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 og Aðalskipulagi Akrahrepps 2010- 2022 vegna Blöndulínu 3.
    Umhverfismatsferli Blöndulínu 3 lauk með áliti Skipulagsstofnunar 9. desember 2022. Í umhverfismatsskýrslu kemur fram að aðalvalkostur Landsnets verði loftlína og muni fara að hluta um Skagafjörð (áður Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur).
    Samkvæmt umhverfismatsskýrslu Landsnets mun 220 kV loftlína (aðalvalkostur) í Skagafirði liggja frá sveitarfélagamörkum Húnavatnshrepps (nú Húnabyggðar) og Skagafjarðar í Kiðaskarði að fyrirhuguðu tengivirki nálægt Mælifellsá á alls um 6 km kafla. Frá tengivirki færi línan austur yfir Eggjar í Skagafirði og inn í Norðurárdal að sveitarfélagamörkum Skagafjarðar og Hörgársveitar á Öxnadalsheiði á alls um 32 km kafla.
    Þessi kafli er ekki í samræmi við legu Blöndulínu 3 í núgildandi Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og Aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022. Af þeim sökum óskar Landsnet eftir breytingu á framangreindum aðalskipulagsáætlunum þannig að ný lega Blöndulínu 3 verði færð inn á skipulagsuppdrætti í stað eldri legu, einnig nýr 132 kV jarðstrengur frá tengivirki á Mælifellsdal að tengivirki við Varmahlíð ásamt þeim námum sem stefnt er að vinna efni úr vegna línunnar. Einnig að mörkuð verði stefna um þessar framkvæmdir í skipulagsgreinargerð sem og umfjöllun í umhverfismatsskýrslu skipulags.
    Í stuttu máli eru framkvæmdaþættir sem fjalla þyrfti um í aðalskipulagsbreytingu eftirfarandi:
    Um 38 km kafli 220 kV Blöndulínu 3 (loftlínu) í Skagafirði sbr. framangreinda lýsingu.
    Um 15 km langur, 132 kV jarðstrengur úr fyrirhuguðu tengivirki við Mælifellsá, í núverandi tengivirki í Varmahlíð.
    Tengivirki við Mælifellsá, en Landsnet mun samfara aðalskipulagsbreytingu vinna að gerð deiliskipulags fyrir tengivirkið.

    Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og bendir á að hafin sé vinna við mat á mögulegri lengd jarðstrengjar í Blöndulínu 3 þar sem þær skýrslur og gögn sem Landsnet hefur lagt fram verða rýnd. Í framhaldi þeirrar vinnu verður erindið tekið til frekari afgreiðslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar skipulagnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 24 Lögð fram skipulagslýsing fyrir Flæðarnar á Sauðárkróki, útg. 1.0, dags. 27.04.2023 sem unnin var á Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagssvæðið nær yfir 2,4 ha svæði sem afmarkast af Skagfirðingabraut að austan, áhorfendabrekku íþróttavallar að sunnan, neðsta hluta Nafa að austan og Suðurgötu að norðan.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir Flæðar á Sauðárkróki í auglýsingu í samræmi við 40. gr. skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Faxatorg - Flæðar - Deiliskipulag". Samþykkt samhljóða.

7.Skipulagsnefnd - 25

Málsnúmer 2305009FVakta málsnúmer

Fundargerð 25. fundar skipulagsnefndar frá 8. maí 2023 lögð fram til afgreiðslu á 13. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 25 Lögð fram deiliskipulagstillaga Hraun í Fljótum - Skagafirði, uppdráttur ásamt greinargerð dags. 25.04.2023 sem unnin var á teiknistofunni Kollgáta ehf.
    Jörðin að Hraunum er alls um 1900 ha að stærð en skipulagssvæðið sem hér um ræðir er um 48 ha. Svæðið afmarkast í grunninn af skilgreindum nýtingarsvæðum í aðalskipulagi Skagafjarðar 2022-2035 þar sem skilgreind eru tvö svæði með þremur nýtingarflokkum AF-19, VÞ-09 og VÞ-10. Deiliskipulagssvæðið nær yfir þessi svæði og tengiveg sem liggur milli svæðanna. Deiliskipulagssvæðið afmarkast því af Siglufjarðarvegi að vestan og vegtengingu heimreiðar við Siglufjarðarveg að sunnan. Afmörkun að vestan liggur síðan eftir landhalla um miðja vegu milli sjávar og þjóðvegar til norðurs, út fyrir Kjarna B sem endar rétt norðan við vegslóða sem þar liggur niður að litlu sumarhúsi sem þar stendur. Markmið deiliskipulagsins er að gera landeiganda kleift að hefja uppbyggingu á ferðaþjónustu á svæðinu með byggingu mannvirkja sem styðja slíkan rekstur.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi Hraun í Fljótum - Skagafirði í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Hraun I - Hraun II - Deiliskipulag". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 25 Anna Guðný Hermannsdóttir og Guðmundur Halldór Jónsson, landeigendur Lambaness í Fljótum, Skagafirði, landnr. L146837, sækja um stofnun byggingarreits fyrir skemmubyggingu úr stálgrind á staðsteyptum sökklum.

    Framlagðir uppdráttur er gerður af Þórði Karli Gunnarssyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Uppdrættir eru í verki númer 72340101, nr. S01 og eru þeir dagsettir 26.04.2023.

    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar skipulagnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 25 Sonja S. Sigurgeirsdóttir og Halla Sigurjónsdóttir, þinglýstir eigendur landsins Ljónsstaða, landeignarnúmer L230903, óska eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag af lóðinni á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulag á eigin kostnað.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Ljónsstaðir - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag á eigin kostnað". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 25 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 17. apríl síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 varðandi fyrirhugaða viðbyggingu við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 22 við Gilstún.
    Í kjölfarið óskaði skipulagsfulltrúi eftir með tölvupósti 21.04. sl. við hönnuð og lóðarhafa að frekari grein yrði gerð fyrir áformaðri umbeðinni framkvæmd.
    Í dag liggur fyrir umbeðin greinargerð ásamt skýringaruppdrætti og yfirlýsingu frá lóðarhöfum Gilstúns 20 og 24 og Iðutúns 10, 12, 14, 15, 17 og 19.
    Við mat á því hvort breyting teljist óveruleg skal taka mið af því að hve miklu leyti tillagan víkur frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Einnig skal metið hvort um fordæmisgefandi breytingu er að ræða eða breytingu sem varðar almannahagsmuni.
    Lóðin Gilstún 22 er 750,0 m² að flatarmáli. Byggingarreitur lóðar er 417,0 m². Ætlað byggingarmagn á lóðinni eru 294,6 m².
    Fyrirhuguð byggingarframkvæmd fer einungis að litlu leiti út úr byggingarreit, þ.e.a.s. 14,6 m² eða 3,5% út fyrir byggingarreit á baklóð.
    Breytingin varðar ekki almannahagsmuni og eru fordæmi fyrir breytingum sem þessari í suðurhluta Túnahverfis.
    Skipulagsnefnd heimilar umbeðin frávik eins og þau koma fram á framlögðum gögnum og uppdráttum Þóris Guðmundssonar. Uppdrættir í verki HA23126, númer A-101 og A-102, dagsettir 19. febrúar 2023.
    Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar skipulagnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí með níu atkvæðum.

8.Umhverfis- og samgöngunefnd - 13

Málsnúmer 2303006FVakta málsnúmer

Fundargerð 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 27. apríl 2023 lögð fram til afgreiðslu á 13. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Sigfús Ingi Sigfússon, Einar E Einarsson sveitarstjóri og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson kvöddu sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 13 Framkvæmdasvið Skagafjarðar hefur sótt um starfsleyfi vegna rekstur malarnámu á Gráumóum. Umsóknin er til meðferðar hjá heilbrigðisfulltrúa Norðurlands vestra. Málið er til meðhöndlunar hjá heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 13 Framkvæmdasvið Skagafjarðar er að vinna greinargerð vegna áframhaldandi útvíkkunar á námusvæði á Gránumóum. Í tillögu að stækkun svæðisins verði litið til mögulegrar nýrrar tengingar Þverárfjallsvegar við Kjarnann höfð til hliðsjónar.

    Umhverfis- og samgöngunefnd telur afar brýnt að unnið sé að framtíðarsýn á norðanverðum Nöfum og á Gránumóum. Þetta snýr meðal annars að núverandi námusvæði og hugmyndum varðandi bætta innkomu inn í bæinn. Með nýrri tengingu, ef af verður, minnkar umferðin í gegnum athafnarsvæðið á Eyrinni til muna og styttir leiðina frá Sauðárkróki til Blönduóss um 1,6 km. Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs er falið að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 13 Íslenska gámafélagið óskar eftir að breytingar verði gerðar á opnunartíma gámaplana (móttökustöðva fyrir sorp).

    Þegar unnið var að útboði í sorpmálum í Skagafirði var tekið á mörgum þáttum þar á meðal opnunartíma á móttökustöðvum. Það er nokkuð ljóst að m.v. breytingu á sorphirðu að nýting á stöðvunum verður minni en áður. Hins vegar erum við að leggja af stað í nýju kerfi og því mikilvægt að halda þeim opnunartíma sem kemur fram í útboði. Nefndin er tilbúin að endurskoða opnunartíma þegar reynsla er komin á nýtt fyrirkomulag og breytingar á notkun og aðsókn liggja fyrir frá verktaka. Fram að þeim tíma skal opnunartíminn vera samkvæmt útboði og útsendum bæklingi varðandi flokkun í Skagafirði.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að synja erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 13 Fyrirhugað er að listaverkið Faxi verði tekið af stalli í sumar og sent til viðgerðar. Einnig er áformað að gera við undirstöðu listaverksins og hafa hana klára þegar Faxi kemur aftur úr viðgerð. Viðgerðin á listaverkinu verður unnin í samstarfi við fjölskyldu Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara en hann hefði orðið 100 ára á þessu ári. Gera má ráð fyrir að viðgerðin taki nokkra mánuði.
    Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vera í samskiptum við fjölskyldu Ragnars varðandi framkvæmd og áætlaðan kostnað verkefnisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • 8.5 2304132 Umhverfisdagar 2023
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 13 Umhverfisdagar í Skagafirði verða í lok apríl og fram í maí og taka bæði félagasamtök og fyrirtæki á svæðinu þátt í þeim. Íbúar eru hvattir til þess að taka til hjá sér, losa sig við rusl af lóðum, þ.m.t. bílhræjum, sækja um stöðuleyfi þar sem það á við og ganga snyrtilega um gámasvæði. Sveitarfélagið vonast til að vel verði við brugðist, þannig að ásýnd sveitarfélagsins batni til muna frá því sem nú er.
    Umhverfis- og samgöngunefnd hvetur alla íbúa til að sameinast í átakinu um að ganga vel um.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • 8.6 2203253 Römpum upp Ísland
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 13 Römpum upp Ísland hópurinn hefur verið í sambandi við framkvæmdasvið Skagafjarðar. Gerðar hafa verið tillögur að verkefnum og er gert ráð fyrir að nokkrir staðir verði "rampaðir upp" í Skagafirði á komandi sumri. Tillögur að verkefnunum verða lagðar til kynningar á fundi í ráðgefandi hópi um aðgengismál sem haldinn verður 10. maí næstkomandi.
    Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar komu átaksins til Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 13 Ábending og ósk kom frá íbúa um að settu verði bekkur við fjöruna á Borgarsandinum við enda gönguleiðarinnar vinsælu.
    Umhverfis og samgöngunefnd þakkar fyrir góða ábendingu og felur sviðsstjóra að skoða uppsetningu bekkja.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 13 Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir að endurbyggja Efri garð í tveimur áföngum til ársins 2027. Á síðasta ári var fyrsti hluti verksins boðinn út en tilboðum var hafnað þar sem að þau voru langt yfir áætluðum kostnaði. Vegagerðin leggur til bjóða aftur út þennan stálþilskafla (90 m) en nú miðað við -7 m hönnunardýpi í stað -9 m dýpis eins og áður var ráðgert.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu Vegagerðarinnar um að hönnunardýpi fyrir fyrsta áfanga (90 m) verði -7 m sem aukist svo í - 8 m fyrir það sem eftir er og felur hafnastjóra í samstarfi við sviðsstjóra framkvæmda og veitusviðs Skagafjarðar að vinna málið áfram í samstarfi við Vegagerðina.

    Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 13 Ástand núverandi garðlands á Sauðárkróki er orðið mjög slæmt og þarfnast svæðið hvíldar og viðhalds. Lagt er til að opnað verði nýtt garðland sunnar á Nöfunum á túni sem kallað er Skallaflöt. Um er að ræða svæði sem er um 8500 m² að stærð.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 13 Fundagerðir Hafnasambands Íslands nr. 449, 450 og 451 lagðar fram til kynningar.
    Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 13 Framkvæmdasvið Skagafjarðar sótti um framkvæmdaleyfi vegna útvíkkunar námu á Gránumóum í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. reglugerðar nr. 772/2012. Um er að ræða efnistöku á um 0,9 ha svæði og er áætlað að efnistaka á svæðinu geti orðið allt að 49.000 m³ á næstu 3 árum. Skipulagsnefnd og sveitastjórn hafa samþykkt að veita leyfið. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.

9.Samkomulag um menningarhús í Skagafirði

Málsnúmer 1909244Vakta málsnúmer

Vísað frá 46. fundi byggðarráðs frá 3. maí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

Lagt fram uppfært samkomulag milli menningar- og viðskiptaráðuneytis og Skagafjarðar um byggingu menningarhúss í Skagafirði. Til grundvallar samkomulagi þessu er viljayfirlýsing mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um fjármögnun og undirbúning að menningarhúsi í Skagafirði dags. 5. maí 2018. Samkomulag er milli aðila um áframhaldandi samstarf og að stofnframlagi verði varið til viðbyggingar og endurbóta á Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Þar mun rúmast bókasafn, listasafn, skjalasafn og tengd fræðastarfsemi, auk rýmis fyrir varðveislu og sviðslistir.
Markmið samkomulagsins er að framangreindar byggingar verði ekki einungis vettvangur fyrir safnastarfsemi og sviðslistir á Sauðárkróki heldur að gegni einnig húsin lykilhlutverki sem slík í Skagafirði og á Norðurlandi vestra. Gert er því ráð fyrir að nágrannasveitarfélög og íbúar þeirra hafi afnotarétt af menningarhúsunum eins og við verður komið, enda séu slík afnot í samræmi við almenna nýtingu húsanna.
Í þarfagreiningu sem unnin var árið 2017 er miðað við 1.252 m2 nýbyggingu auk þess sem þarfagreiningin tekur til nauðsynlegra endurbóta á eldri byggingu. Miðað er við að heildarkostnaður við nýbyggingu og endurbætur núverandi húsa verði eigi hærri en 1.517 m.kr. og nemi 60 hundraðshlutar ríkissjóðs allt að 910 m.kr. Sveitarfélagið Skagafjörður leggur til 40 hundraðshluta og allan umframkostnað sem til fellur. Byggðarráð samþykkir samkomulagið og vísar því til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Sveinn Finster Úlfarsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Byggðalistans lagði fram tillögu um að afgreiðslu á samkomulagi um menningarhús yrði frestað þar til rekstraráætlun lægi til grundvallar. Fulltrúar meirihlutans höfnuðu tillögunni á þeim grundvelli að ekki sé hægt að vinna fullmótaða rekstraráætlun fyrir þá starfsemi sem slíkt menningarhús muni hýsa.
Að skuldbinda sveitarfélagið í framkvæmd sem þessa á meðan íþróttahús, leik-, grunn- og framhaldsskólar bíða framkvæmda og viðhalds teljum við fulltrúar Byggðalistans ekki gott verklag.
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson

Fulltrúar Vg og óháðra ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs sem hljóða svo:
Menningarhús staðsett á Sauðárkróki er sannarlega þarft og er virkilega mikill ávinningur af þátttöku ríkisins að verkefninu með 910 milljóna króna framlagi. Bág fjárhagsstaða Skagafjarðar kastar hins vegar skugga á verkefnið, ekki síst í ljósi þess að önnur mikilvæg verkefni bíða víða um fjörðinn. Þar má nefna stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, íþróttahús á Hofsósi, fjölgun hjúkrunarrýma, skólamannvirki í Varmahlíð ásamt almennu viðhaldi eigna sveitarfélagsins og fl. Ljóst er að halda þarf vel utan um þetta verkefni og gæta þess að kostnaður fari ekki fram úr áætlun. Samkvæmt samkomulagi kemur Skagafjörður til með að greiða 40% hluta kostnaðar á móti ríkinu, standist þær áætlanir sem lagt er upp með, en ef farið er fram yfir þær áætlanir mun allur umframkostnaður koma til með að falla 100% á Skagafjörð. Samfara þessu verkefni mætti fara vandlega yfir eignastöðu sveitarfélagsins með það að leiðarljósi að kanna hvort ekki megi losa um aðrar eignir til þess að þetta mannvirki verði að veruleika án stórkostlegra fjárhagslegra skuldbindinga íbúa. Á þetta leggja VG og óháð áherslu, sem og að tilvonandi menningarhús standist þær kröfur sem lagt var upp með í þarfagreiningu félagasamtaka þeirra sem að henni komu.
VG og óháð samþykkja að fara í þetta verkefni með fyrrgreindum áherslum.

Einar E Einarson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun frá meirihlutanum.
Hér er lagt fram uppfært samkomulag milli menningar- og viðskiptaráðuneytis og Skagafjarðar um byggingu menningarhúss í Skagafirði sem felst í endurbótum á Safnahúsi Skagfirðinga og nýbyggingu við það. Eldra samkomulag var samþykkt í sveitarstjórn 25. maí síðast liðinn, en var svo aldrei klárað formlega með undirritun. Í uppfærðu samkomulagi hefur verið leiðrétt fyrir meðal annars hækkun byggingarkostnaðar sem nú er áætlaður 1.517 m.kr og er hlutur sveitarfélagsins 40% og ríkisins 60%. Einnig er gert ráð fyrir nánara samstarfi við menningar- og viðskiptaráðuneytið um meðal annars útboðsform og tilhögun á starfsemi í húsinu. Með samkomulaginu er einnig fylgiskjal sem staðfestir upphæð greiðslna hvert ár samkvæmt samþykktri fjármálaáætlun ríkisins.
Að lokinni samþykkt og undirritun samkomulagsins verður farið í vinnu við hönnun og útboð samkvæmt fyrirliggjandi þarfagreiningu en áætlað er að verkinu í heild verði lokið fyrir árslok 2027. Bygging menningarhús á Sauðárkróki með sviðslistasal, fjölnota sýninga- og móttökurými ásamt varðveislurými og aðstöðu fyrir söfn og fræðimenn verður mikil lyftistöng fyrir menningarlíf Skagfirðinga.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Þá tóku til máls Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Sveinn Finster Úlfarsson, Álfhildur Leifsdóttir og Einar E Einarsson
Samkomulag um menningarhús í Skagafirði borið upp til afgreiðslu og samþykkt með sjö atkvæðum.
Fulltrúar Byggðalista, Sveinn Finster Úlfarsson og Jóhanna Ey Harðardóttir óska bókað að þau sitja hjá.

10.Þröm - Beiðni um stofnun lögbýlis

Málsnúmer 2304048Vakta málsnúmer

Vísað frá 9. fundi landbúnaðarnefndar frá 27. apríl sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. apríl 2023 frá Brynjari Skúlasyni og Sigríði Bjarnadóttur, eigandum jarðarinnar Þröm í Skagafirði, L176749, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis. Áformað er að nýta jörðina fyrir skógrækt. Veðbókarvottorð jarðarinnar fylgir erindinu ásamt yfirlitsmynd af landamerkjum hennar gagnvart aðliggjandi jörðum. Fyrir liggja meðmæli ráðunautar hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins með að stofnun nýs lögbýlis á jörðinni verði samþykkt.
Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið verði stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

11.Hofsós Deiliskipulag - Suðurbraut, Hofsóskirkja, Sætún og Hátún.

Málsnúmer 2201059Vakta málsnúmer

Vísað frá 23. fundi skipulagsnefndar frá 27. apríl sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Björn Magnús Árnason og Ína Björk Ársælsdóttir frá Stoð ehf. verkfræðistofu kynntu uppfærða deiliskipulagstillögu dags. 15.03.2023 útgáfa 1.2 fyrir Hofsós - Suðurbraut, Hofsóskirkja, Sætún og Hátún eftir breytingar sem unnar voru í kjölfar innsendra athugasemda frá íbúum við Sætún.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 4 mg. 41.gr skipulagslaga 123/2010 fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu, vegna breytinga sem gerðar voru í kjölfar innsendra athugasemda."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 4 mg. 41.gr skipulagslaga 123/2010 fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu, vegna breytinga sem gerðar voru í kjölfar innsendra athugasemda

12.Borgargerði 4 L234946 - Deiliskipulag

Málsnúmer 2304004Vakta málsnúmer

Vísað frá 23. fundi skipulagsnefndar frá 27. apríl sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Bjarni Jónasson og Unnur Ólöf Halldórsdóttir, f.h. Tröllheima ehf., þinglýsts eiganda jarðarinnar Borgargerðis 4, landnúmer 234946, óska eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir jörðina á eigin kostnað, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið er á landbúnaðarlandi L1 í II. flokki skv. aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umbeðna deiliskipulagsgerð sbr. 2. mrg 38. gr laga nr.123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að heimila umbeðna deiliskipulagsgerð sbr. 2. mrg 38. gr laga nr.123/2010.

13.Borgarröst 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2212024Vakta málsnúmer

Vísað frá 23. fundi skipulagsnefndar frá 27. apríl sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Á 9. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 18.01.2023 var m.a. eftirfarandi bókað:
Vísað frá 15. fundi skipulagsnefndar frá 15. desember 2022 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: Skipulagsfulltrúi upplýsir að byggingarfulltrúi Skagafjarðar hafi, m.v.t. 10. gr. l. 160/2010, leitað umsagnar vegna umsóknar frá Einari I. Ólafssyni f.h. Friðriks Jónssonar ehf. um leyfi til að byggja iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði, ásamt tengibyggingu á lóðunum nr. 6 og 8 við Borgarröst á Sauðárkróki. Í umsögn til byggingarfulltrúa hafi athygli hans verið vakin á því að þar sem svæðið sé ekki deiliskipulagt þurfi annað hvort að ráðast í gerð deiliskipulags eða að grenndarkynna framkvæmdina áður en viðkomandi byggingarleyfi sé veitt. Aðaluppdrættir gerðir af Bjarna Reykjalín arkitekt, dagsettir 29. nóvember 2022 liggja frammi á fundinum og eru þeir yfirfarnir af nefndarmönnum á fundinum. Skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé í samræmi við gildandi aðalskipulag og auk þess í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar á svæðinu. Áður hafi lóðarhöfum í viðkomandi skipulagsreit verið heimilað að sameina lóðir með líkum hætti og gert ráð fyrir í því tilviki sem liggur fyrir. Með vísan til þessa og þar sem ekki liggi fyrir deiliskipulag leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að fram fari grenndarkynning skv. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Grenndarkynnt yrði fyrir Borgarröst nr. 4, 5 og Borgartúni nr. 8. Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum."

Fyrirliggja umbeðnar umsagnir frá eigendum fasteigna við Borgarröst nr. 4, 5 og Borgartúns nr. 8, þar sem fram kemur að ekki séu gerðar athugasemdir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna sameiningu lóðanna Borgarrastar 6 og 8 ásamt áformaðri uppbyggingu.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, umbeðna sameiningu lóðanna Borgarrastar 6 og 8 ásamt áformaðri uppbyggingu.

14.Ljónsstaðir - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2303272Vakta málsnúmer

Vísað frá 23. fundi skipulagsnefndar frá 27. apríl sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Sonja S. Sigurgeirsdóttir og Halla Sigurjónsdóttir, þinglýstir eigendur landsins Ljónsstaða, landeignarnúmer L230903, óska eftir leyfi til að skilgreina byggingarreit fyrir lítið gestahús á lóðinni. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðarssyni uppdrátturinn er númer S-101, dagsettur 24.03.2023.

Skipulagsnefnd hafnar umbeðnum byggingarreit á grundvelli laga nr.123/2010 en bendir jafnframt á að á grundvelli sömu laga geti landeigandi eða framkvæmdaraðili óskað eftir því við sveitarstjórn að gerð sé tillaga að deiliskipulagi á eigin kostnað.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að heimila að gerð sé tillaga að deiliskipulagi á eigin kostnað landeiganda eða framkvæmdaraðila.

15.Míla ehf. - Framkvæmdaleyfisumsókn - Ljósleiðaravæðing á Sauðárkróki

Málsnúmer 2304126Vakta málsnúmer

Vísað frá 23. fundi skipulagsnefndar frá 27. apríl sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Grétar Ómarsson fyrir hönd Mílu ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í neðangreind staðföng á Sauðárkróki:
Freyjugata 11, 13, 15, 17, 18, 19, 21, 22, 23, 24, 26, 26A, 28, 30, 32, 34, 36, 44, 46, 48 og 50.
Knarrarstígur 1, 2 og 4.
Skagfirðingabraut 8 og 10.
Skógargata 22, 24 og 26.
Suðurgata 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 11B, 12, 13, 13B, 14, 16, 18, 18B, 20, 22 og 24.
Sævarstígur 2 og 6.

Framkvæmdin felur í sér bæði skurðvinnu og ídrátt í fyrirliggjandi rör.
Áætlaður verktími eru 10-15 dagar og stefnt er á að hefja framkvæmdir í lok maí eða um leið og leyfisveiting er fyrir hendi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

16.Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun - Aðalskipulagsbreytingar

Málsnúmer 2211029Vakta málsnúmer

Vísað frá 24. fundi skipulagsnefndar frá 4. maí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Lagðar fram tillögur að aðalskipulagsbreytingum, sem byggja á vinnslutillögum sem voru kynntar 8. mars - 6. apríl, umsögnum og athugasemdum sem bárust á kynningartíma, og viðbrögðum við þeim. Fyrir hverja breytingartillögu fylgir uppdráttur, greinargerð ásamt umhverfismatsskýrslu.
Skipulagsbreytingarnar fjalla um: Helgustaði í Unadal (Verslun og þjónusta), ÍB410 Íbúðarbyggð í Sveinstúni, Varmahlíðaskóla og nágrennis, AF402 tjaldsvæði í Sæmundarhlíð, K401 Sauðárkrókskirkjugarð, ÍÞ404 hesthúsasvæðið við Flæðigerði og íbúðarsvæði á Hofsósi.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreindar breytingar í auglýsingu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsfulltrúa er falið að uppfæra tillögur í samræmi við viðbrögð við umsögnum.

Sveinn Finster Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.

Fulltrúar Vg og óháðra ítreka bókun frá fundi skipulagsnefndar, svohljóðandi:
Álfhildur Leifsdóttir fyrir hönd VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu varðandi tjaldsvæðið við Sauðárgil:
Í ljósi bæði samfélagsumræðu og athugasemda íbúa við endurskoðun Aðalskipulags Skagafjarðar hvað varðar uppbyggingu tjaldsvæðis við Sauðá leggja VG og óháð til að leitað verði til íbúa um tillögur um framtíðar tjaldsvæði Sauðárkróks. Skipulagsnefnd fái tillögurnar á sitt borð og í framhaldi verði farið í íbúakosningu sem fyrst um framtíðar staðsetningu tjaldsvæðis á Sauðárkróki.
Áform um uppbyggingu tjaldsvæðis við Sauðá eru metnaðarfull en á sama tíma taka þau ekki nægjanlegt tillit til breytt landslags í þessari þjónustu. Tjaldsvæðum í dag fylgir mikil umferð, gjarnan þungir og fyrirferðamiklir eftirvagnar og oft stórir bílar. Vegna þessarar þróunar er mikilvægt að finna tjaldsvæðum góða staði í sátt við íbúa byggðar hvers sveitarfélags. Svæðið við Sauðá er í miðri íbúðabyggð ásamt því að vera í nálægð við mikilvægt útivistarsvæði íbúa, Litla-Skóg. Nú þegar Flæðarnar, þar sem núverandi tjaldsvæði er, verður tekið til deiliskipulagsvinnu með upp byggingu menningarhúss að leiðarljósi er ljóst að færa þarf tjaldsvæðið þaðan innan skamms. Mikilvægt er að hraða verkefninu og hefja undirbúning sem svo sannarlega er þarfur, þannig að áfram verði hægt að bjóða gesti í tjöldum, húsbílum og vögnum velkomna til Sauðárkróks.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu á tillögu Álfhildar Leifsdóttur.

Einar E Einarsson tók til máls og ítrekar bókun fulltrúa Framsóknarflokks frá fundi skipulagsnefndar, svohljóðandi:
Staðsetning tjaldsvæðis á Sauðárkróki var ákveðin við uppfærslu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum í sveitarstjórn í mars 2022. Við vinnslu á Aðalskipulaginu var það kynnt á íbúafundum ásamt því að öll gögn lágu frammi til kyningar og athugasemda þar sem íbúar Skagafjarðar gátu gert athugasemdir og haft áhrif tvisvar sinnum á vinnslutímanum. Núverandi deiliskipulagsvinna er því eðlilegt verklag eftir það sem á undan hefur verið gert og samþykkt. Í deiliskipulagsferlinu sem nú er í gangi mun íbúum aftur gefast kostur á að láta skoðun sýna í ljós á fyrirhuguðum framkvæmdum eins og reglurnar kveða á um. Deiliskipulagsvinnan er ekki heldur samþykki um að framkvæmdir hefjist strax en mikilvægt er að ljúka þessari vinnu svo endanleg útfærsla sé ljós þegar hætt verður að nota núverandi tjaldsvæði vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Flæðunum. Í Aðalskipulaginu kemur einnig fram að samhliða þessu nýja tjaldsvæði verði tjaldsvæðið á nöfunum einnig notað þegar um stóra og fjölmenna viðburði er að ræða á Sauðárkróki.
Einar E Einarsson, Hrefna Jóhannesdóttir og Sigurður Bjarni Rafnsson fulltrúar Framsóknarflokks og Sólborg Borgarsdóttir og Guðlaugur Skúlason fulltrúar Sjálfstæðisflokks.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, ofangreindar breytingar í auglýsingu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

17.Faxatorg - Flæðar - Deiliskipulag

Málsnúmer 2206310Vakta málsnúmer

Vísað frá 24. fundi skipulagsnefndar frá 4. maí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Lögð fram skipulagslýsing fyrir Flæðarnar á Sauðárkróki, útg. 1.0, dags. 27.04.2023 sem unnin var á Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagssvæðið nær yfir 2,4 ha svæði sem afmarkast af Skagfirðingabraut að austan, áhorfendabrekku íþróttavallar að sunnan, neðsta hluta Nafa að austan og Suðurgötu að norðan.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir Flæðar á Sauðárkróki í auglýsingu í samræmi við 40. gr. skipulagslaga.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að setja skipulagslýsingu fyrir Flæðar á Sauðárkróki í auglýsingu í samræmi við 40. gr. skipulagslaga.

18.Hraun I - Hraun II - Deiliskipulag

Málsnúmer 2111012Vakta málsnúmer

Vísað frá 25. fundi skipulagsnefndar frá 8. maí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram deiliskipulagstillaga Hraun í Fljótum - Skagafirði, uppdráttur ásamt greinargerð dags. 25.04.2023 sem unnin var á teiknistofunni Kollgáta ehf. Jörðin að Hraunum er alls um 1900 ha að stærð en skipulagssvæðið sem hér um ræðir er um 48 ha. Svæðið afmarkast í grunninn af skilgreindum nýtingarsvæðum í aðalskipulagi Skagafjarðar 2022-2035 þar sem skilgreind eru tvö svæði með þremur nýtingarflokkum AF-19, VÞ-09 og VÞ-10. Deiliskipulagssvæðið nær yfir þessi svæði og tengiveg sem liggur milli svæðanna. Deiliskipulagssvæðið afmarkast því af Siglufjarðarvegi að vestan og vegtengingu heimreiðar við Siglufjarðarveg að sunnan. Afmörkun að vestan liggur síðan eftir landhalla um miðja vegu milli sjávar og þjóðvegar til norðurs, út fyrir Kjarna B sem endar rétt norðan við vegslóða sem þar liggur niður að litlu sumarhúsi sem þar stendur. Markmið deiliskipulagsins er að gera landeiganda kleift að hefja uppbyggingu á ferðaþjónustu á svæðinu með byggingu mannvirkja sem styðja slíkan rekstur.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi Hraun í Fljótum - Skagafirði í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að setja tillögu að deiliskipulagi Hraun í Fljótum - Skagafirði í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010.

19.Ljónsstaðir - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag á eigin kostnað

Málsnúmer 2305020Vakta málsnúmer

Vísað frá 25. fundi skipulagsnefndar frá 8. maí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Sonja S. Sigurgeirsdóttir og Halla Sigurjónsdóttir, þinglýstir eigendur landsins Ljónsstaða, landeignarnúmer L230903, óska eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag af lóðinni á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulag á eigin kostnað.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulag á eigin kostnað.

20.Siðareglur kjörinna fulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2206129Vakta málsnúmer

Siðareglur kjörinna fulltrúa sem samþykkktar voru 27. júní 2022 lagðar fram til síðari afgreiðslu sveitarstjórnar.
Siðareglur kjörinna fulltrúa 2022-2026 bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.

21.Reglur um skólaakstur í dreifbýli Skagafjarðar

Málsnúmer 2304146Vakta málsnúmer

Vísað frá 47. fundi byggðarráðs frá 10. maí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Lögð fram svohljóðandi bókun frá 14. fundi fræðslunefndar þann 9. maí 2023:
"Reglur þessar eru lagðar fram að nýju í tengslum við útboð á skólaakstri sem nú er í gangi. Efnislegar breytingar eru engar en texti uppfærður með tilliti til m.a. vísana í eldra útboð.
Nefndin samþykkir reglurnar." Reglur um skólaakstur í dreifbýli lagðar fram. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Reglur um skólaakstur í dreifbýli Skagafjarðar bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.

22.Ársreikningur 2022

Málsnúmer 2301059Vakta málsnúmer

Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri kynnti ársreikninginn.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2022 er hér lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf., Flokka ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf., auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Rekstrartekjur Skagafjarðar námu á árinu 7.976 m.kr. af samstæðunni í heild, A- og B-hluta. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 6.567 m.kr. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 7.065 m.kr., þ.a. A-hluta 6.120 m.kr. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er jákvæð um 911 m.kr., þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði jákvæð um 447 m.kr. Afskriftir eru samtals 300 m.kr., þar af 163 m.kr. hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals 665 m.kr., þ.a. eru 494 m.kr. fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2022 er neikvæð um 55 m.kr. en rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 211 m.kr.

Eignir Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 13.338 m.kr., þ.a. voru eignir A hluta 10.192 m.kr. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2022 samtals 9.485 m.kr., þ.a. hjá A-hluta 8.163 m.kr.. Langtímaskuldir námu alls 6.006 m.kr. hjá A- og B-hluta auk 662 m.kr. næsta árs afborgana. Eigið fé nam 3.843 m.kr. hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 28,9%. Af þessari tölu nam eigið fé A-hluta 2.028 m.kr. og eiginfjárhlutfall 19,9%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.705 m.kr. í árslok.

Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 860 m.kr., þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 486 m.kr. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 664 m.kr. Fjárfestingahreyfingar námu á árinu 2022, 1.065 m.kr., þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 966 m.kr. Afborganir og skuldbreytingar langtímalána á árinu 2022 eru 643 m.kr., handbært fé nam 351 m.kr. í árslok. Tekin voru ný langtímalán að fjárhæð 599 m.kr.

Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2022, 118,9% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 90,7% þegar búið er að draga frá það sem heimilt er.

Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.

Álfhildur Leifsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun fulltrúa Vg og óháðra.
Í Skagafirði er atvinnustig gott, atvinnuleysi í lágmarki og umsvif margra fyrirtækja hefur aukist sem skilar sér í auknum tekjum sveitarsjóðs. Skuldastaða sveitarfélagsins er þó virkilega varhugaverð, en í árslok 2022 skuldar Skagafjörður 9,5 milljarða sem samsvarar því að skuld hvers íbúa séu 2,2 milljónir. Árið 2022 voru tekin ný lán fyrir 570 milljónir hjá sveitarfélaginu. Þetta er gert þrátt fyrir aukið útsvar og aukinna tekna vegna fasteignagjalda. Á covid tímum var gefinn aukinn slaki á skuldastöðu sveitarfélaga en samkvæmt samkomulagi um afkomumarkmið sveitarfélaga verður hækkun skulda að stöðvast fyrir árslok 2026. Það er því aldrei mikilvægara en nú að sýna ábyrgan rekstur því annars gæti þurft að grípa til sérstakra ráðstafana til að ná settu markmiði um skuldir, en sveitarfélaginu hefur einmitt borist bréf frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga með áskorun um að koma fjármálum sveitarfélagsins á réttan kjöl innan tiltekins frests vegna fjárhagsstöðu þess.
Aukin skuldasöfnun dregur úr möguleikum sveitarfélagsins til að veita öllum íbúum þess ódýra og góða þjónustu til framtíðar. Þarft væri t.d. að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts sem er í lögbundnu hámarki, lækka leikskólagjöld og stefna að í áföngum að gera máltíðir leik- og grunnskólabarna gjaldfrjálsar. Þannig yrði sveitarfélagið fjölskylduvænt og virkilega eftirsóknarverður búsetukostur.
Er því aldrei mikilvægara en nú að gæta ráðdeildar og forgangsraða með hagsmuni íbúa að leiðarljósi og lágmarka álögur sem lenda á herðum þeirra. Skynsamlegast væri að draga úr framkvæmdum og greiða niður skuldir eins og mögulegt er því allur aur sem fer í verðbætur og vexti af lánum hefur áhrif á framkvæmdagetu sveitarfélagins til framtíðar.
Viljum við þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu og þökkum við sérstaklega gott samstarf við Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra.

Jóhanna Ey Harðardóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun Byggðalista.
Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2022 skilar rekstur Skagafjarðar fyrir afskriftir og fjármagnsliði hagnaði og er staðan betri en áætlað var vegna aukins framlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem er gleðilegt. Þrátt fyrir aukið framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, þá eru A- og B- hluti reknir með 55 milljóna króna tapi árið 2022.
Skuldir og skuldahlutfall halda áfram að hækka eins og undanfarin ár. Við hjá Byggðalistanum höfum margs sinnis bent á að þessari þróun þurfi að breyta. Fjármálastjórnun sem einkennist af því að taka hærri lán en því sem nemur afborgunum eldri lána er ekki góð fjármálastjórnun. Nú nema skuldir sveitarfélagsins um 2.181.000 krónur á hvern íbúa. Við teljum rekstur sveitarfélagsins vera í járnum. Sérstaklega í ljósi þess að fyrir liggur að ráðast þurfi í miklar og kostnaðarsamar framkvæmdir við fráveitu og halda áfram með uppbyggingu grunn- og leikskóla sveitarfélagsins svo fátt eitt sé nefnt.
Við hjá Byggðalistanum teljum að breytt fyrirkomulag við gerð á ársreikningi sveitarfélagsins, þ.e.a.s. að taka Samtök sveitarfélaga á norðurlandi vestra og Norðurá bs. með í B hluta, ekki til góðs heldur einfaldlega flækja og gefa óskýra mynd, þar sem eignir og rekstur þessara félaga eru í raun sveitarfélaginu óviðkomandi og hafa engin áhrif á rekstur þess. Í raun er þessi breyting til þess valdandi að röng mynd skapast af rekstri B hluta sveitarfélagsins og gerir okkur erfiðara fyrir með að sjá raun tölur í rekstri sveitarfélagsins og rýna rekstur þess til hlítar. Við hjá Byggðalistanum teljum að opið bókhald þar sem möguleiki er að fylgjast með mælaborði reksturs sveitarfélagsins og að fá skýra mynd í hvað skatttekjur íbúa eru að fara í, veiti gagnsæi sem er gott fyrir kjörna fulltrúa, starfsfólk og íbúa sveitarfélagsins.
Að lokum viljum við þakka starfsfólki og sveitarstjóra fyrir þeirra vinnu við gerð ársreiknings fyrir árið 2022.
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson.

Einar E. Einarsson leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta Framsóknarflokks (B) og Sjálfstæðisflokks (D) í sveitarstjórn Skagafjarðar.
Í ársreikningi Skagafjarðar fyrir árið 2022 sem nú hefur verið kynntur og liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar kemur fram að rekstarniðurstaða A- og B- hlutaá árinu 2022 er neikvæð um 55 millj. króna en rekstarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 211 millj. króna. Þessi niðurstaða er mun betri en áætlanir ársins 2022 gerðu ráð fyrir en áætlað var að hallinn á A- og B-hluta yrði í heild neikvæður um 174 m.kr. Megin ástæða betri útkomu eru hærri tekjur en áætlað var ásamt því að reksturinn gekk vel og var samkvæmt áætlun þegar á heildina er litið.
Á árinu 2022 voru tekin ný langtímalán að upphæð 599 m.kr en afborganir langtímalána voru þó hærri eða 643 m.kr sem er jákvætt. Skuldahlutfallið lækkar því úr 124% í 119%. Skuldaviðmiðið lækkar einnig og er nú komið í tæplega 91% sem er jákvætt en viðmið fjármálareglna er 150%. Ef horft er á mögulegan uppgreiðslutíma áhvílandi langtímaskulda í árum með hliðsjón af veltufé frá rekstri, og ef það væri eingöngu notað til uppgreiðslu lánanna, lækkar uppgreiðslutíminn úr rúmum 11 árum í tæp 7 ár sem er jákvætt og segir okkur að gott samhengi er á milli þess fjár sem reksturinn skilar og heildar upphæð langtímalána. Vegna síhækkandi verðbólgu á árinu urðu fjármagnsgjöldin hins vegar um 40 milljónum hærri en áætlað var en við það er erfitt að ráða af hálfu sveitarfélagsins. Einnig hækkuðu lífeyrisskuldbindingar um 71 m.kr umfram það sem áætlað var, en mjög erfitt er að sjá fyrir þá útreikninga hins opinbera. Eins er rekstur á málaflokki fatlaðs fólks verulega neikvæður en þar fylgja ekki þeir fjármunir með verkefninu frá ríkinu sem þarf til að standa undir þeim kröfum sem lagt er upp með.
Ef litið er á veltufé frá rekstri þá var það 10,8% á árinu eða 860 m.kr sem er veruleg aukning frá árunum þar á undan. Veltufé frá rekstri er meginforsenda þess að sveitarfélagið geti fjárfest og framkvæmt án lántöku. Ef horft er á fjárfestingar sveitarfélagsins á árinu 2022 þá voru þær 632 m.kr. fyrir A-hluta, þar af eru framkvæmdir við Sundlaug Sauðárkróks stærstar eða 236 m.kr og viðbygging við Ársali 177 m.kr. Í B-hlutanum var fjárfest í varanlegum rekstarfjármunum fyrir 353 m.kr. Þar vega þyngst framkvæmdir við hitaveitu að upphæð 160 m.kr. og síðan hafnarframkvæmdir að upphæð 67 m.kr., þar með talin endurnýjun á búnaði í nýjum dráttarbát. Það að sveitarfélagið geti framkvæmt jafn mikið og raun ber vitni með veltufé frá rekstri er mjög jákvætt.
Þegar á heildina er litið er því óhætt að segja að rekstur sveitarfélagsins er góður og stefnir í rétta átt, þ.e.a.s. að verða enn þá betri. Verkið á komandi mánuðum og árum er því áfram að halda útgjöldum samkvæmt áætlun og gera reksturinn enn þá hagkvæmari en um leið að halda uppi góðri og mikilli þjónustu fyrir íbúa Skagafjarðar.
Sveitarstjórn vill að lokum þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem lögðu hönd á plóg við gerð þessa ársreiknings og starfsmönnum öllum fyrir mikla og góða vinnu við rekstur sveitarfélagsins en góðir starfsmenn eru ein mikilvægasta auðlind hvers sveitarfélags.

Guðlaugur Skúlason kvaddi sér hljóðs, þá Sveinn Finster Úlfarsson, Guðlaugur Skúlason, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.

Ársreikningur 2022 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu samhljóða atkvæðum.

23.Sveitarstjórnarviðburður í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík

Málsnúmer 2305062Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dags. 8. maí sl. frá Önnu Guðrúnu Björnsdóttur sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem framkvæmdastjóra og kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn er sérstaklega boðið að taka þátt í sveitarstjórnarviðburði í tengslum við leiðtogafund Evróðuráðsins í Reykjavík. Ungu fólki er einnig sérstaklega boðið að taka þátt og því er þess farið á leit að pósturinn verði einnig sendur á fulltrúa í ungmennaráði sveitarfélagsins. Viðburðurinn verður haldinn 15. maí nk. í Ráðhúsi Reykjavíkur frá kl. 09:00-13:00. Yfirskrift hans er: "Embedding democratic values at grassroots level".

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins (Congress of Local and Regional Authorities) stendur fyrir viðburðinum í samstarfi við sambandið og Reykjavíkurborg. Þingið er skipað kjörnum fulltrúum af sveitarstjórnar- og millistjórnsýslustigi í aðildarríkjum Evrópuráðsins og er meginhlutverk þess að styrkja staðbundið lýðræði í aðildarríkjum ráðsins. Ísland á þrjá fulltrúa á þinginu sem eru tilnefndir af stjórn sambandsins.

24.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 39

Málsnúmer 2304023FVakta málsnúmer

Fundargerð 39. fundar Skagfirskra leiguíbúða hses. frá 28. apríl 2023 lögð fram til kynningar á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023

25.Fundagerðir Norðurár bs 2023

Málsnúmer 2301005Vakta málsnúmer

Fundargerð aðalfundur Norðurár bs frá 27. mars 2023 lögð fram til kynningar á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023.

26.Fundargerðir SSNV 2023

Málsnúmer 2303051Vakta málsnúmer

Fundargerð 94. fundar stjórnar SSNV frá 2. maí 2023 lögð fram til kynningar á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023

27.Fundagerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

925. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28 apríl 2023 lögð fram til kynningar á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023

Fundi slitið - kl. 18:24.