Lögð var fram beiðni leikskólastjóra leikskólanna í Skagafirði um að taka í notkun skráningarkerfið Karellen. Karellen er sérhannað kerfi fyrir leikskóla sem heldur utan um allar skráningar í skólann, mætingar barna og samskipti við foreldra. Þá heldur kerfið utanum myndir, viðburði og hægt er að stjórna vefsíðu beint úr kerfinu o.fl. Leikskólastjórar telja að kerfi sem þetta geti sparað þeim tíma við daglegt utanumhald sem og dregið úr pappísrkostnaði. Stofnkostnaður fyrir leikskólana þrjá er 318.000 krónur en árlegur kostnaður við rekstur og vefhýsingu rúmar 1.100.000 krónur. Fræðslunefnd vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
Fræðslunefnd vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.