Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Karellen
Málsnúmer 1909285Vakta málsnúmer
2.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2020
Málsnúmer 1910115Vakta málsnúmer
Lagður fram rammi fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. Sviðsstjóri upplýsti að byrjað væri að vinna að rekstrar- og launaáætlunum fyrir stofnanir fræðslumála. Gert er ráð fyrir að fyrstu drög að skiptingu milli stofnana innan málaflokksins verði tilbúin fyrir fund byggðarráðs í lok mánaðarins. Í kjölfarið mun fræðslunefnd fá drögin í sínar hendur til fyrri umræðu.
3.Menntastefna Skagafjarðar
Málsnúmer 1812211Vakta málsnúmer
Drög að Menntastefnu Skagafjarðar lögð fram. Eins og kunnugt er hefur verið unnið að mótun Menntastefnu fyrir Skagafjörð á undanförnum mánuðum í miklu samráði við aðila skólasamfélagsins og íbúa Skagafjarðar. Fræðslunefnd hefur fjallað um stefnuna á nokkrum fundum sínum og tekið þátt í mótun hennar. Stefnan ásamt aðgerðaráætlun er nú lögð fram í lokadrögum. Fræðslunefnd samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og felur sviðsstjóra og ganga frá henni og leggja fyrir nefndina til staðfestingar.
4.Útboð skólaakstur innanbæjar
Málsnúmer 1905177Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað um útboð á skólaakstri innanbæjar á Sauðárkróki sbr. bókun nefndarinnar frá 17. september s.l., en þá var samþykkt að bjóða aksturinn út að nýju með breyttu fyrirkomulagi frá því sem verið hefur. Tvö tilboð bárust í aksturinn en annar bjóðandinn dró tilboð sitt til baka með tölvupósti þann 18. október s.l. Eftir stendur eitt tilboð frá Suðurleiðum ehf. að upphæð 15.090.483 krónur.
Fræðslunefnd samþykkir að taka tilboði Suðurleiða ehf. og felur sviðsstjóra að ganga frá samningum við fyrirtækið á grundvelli tilboðs þess.
Fræðslunefnd samþykkir að taka tilboði Suðurleiða ehf. og felur sviðsstjóra að ganga frá samningum við fyrirtækið á grundvelli tilboðs þess.
5.Úttekt á grunnskólum Skagafjarðar
Málsnúmer 1808139Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað um stöðu á úttekt á grunnskólum Skagafjarðar sem Starfsgæði ehf. vann ásamt samantekt á tillögum og kostnaðargreiningu vegna úttektarinnar. Í gögnum málsins er einnig fyrirspurn frá Auði Björk Birgisdóttur, áheyrnarfulltrúa í nefndinni, um ávinning af úttektinni, framkvæmd tillagna og kostnaði við úttektina. Varðandi framkvæmd er vísað í meðfylgjandi minnisblað. Kostnaður við úttektina er 3.475.316 kr. sem er annars vegar vinna við úttektina og hins vegar ferðakostnaður. Fræðslunefnd samþykkir að kalla vinnuhóp sem skipaður var til að útfæra tillögurnar aftur saman til áframhaldandi vinnu.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir varaáheyrnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra í fræðslunefnd óskar eftirfarandi bókað:
Greinilegt er að mikill kostnaður var lagður í umrædda úttekt en í úttektinni er að megninu til unnið með upplýsingar sem voru þegar til staðar og starfsmenn sveitarfélagsins hefðu getað unnið að mestu. Er það miður að fókus sé settur á niðurskurð í skólastarfi í Skagafirði með þessum hætti og með ærnum tilkostnaði í stað þess að byggja enn frekar undir það góða starf sem unnið er í skólum sveitarfélagins
og litið er til víða af á landinu.
Jóhanna Ey Harðardóttir, fulltrúi Byggðalista, óskar eftirfarandi bókað:
Ráðist var í veigamikla úttekt á grunnskólum Skagafjarðar og skilaði úttektin mikilvægum upplýsingum, þar sem liggur fyrir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir um framtíð skólasamfélags í framsveitinni og austan Vatna. Var það niðurstaða nefndarinnar á þessum tíma að velja þessa leið til að fá heildar yfirsýn yfir veigamikið starf skólanna. Mikilvægt er að fulltrúar nefndarinnar séu vel upplýstir um stöðu mála og geti þar af leiðandi tekið upplýstar ákvarðanir.
Laufey Skúladóttir, fulltrúi Frammsóknarflokks, Elín Árdís Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks óska eftirfarandi bókað: Full samstaða var innan fræðslunefndar um að fara í umrædda úttekt þegar að sú ákvörðun var tekin. Úttektin er upplýsandi um stöðu mála og möguleika til uppbyggingar í framtíðinni. Úttektin á eftir að nýtast vel til umræðna og ákvörðunar um framtíðarskipulag skólamála í Skagafirði. Úttektin tekur mið af bæði rekstrarlegum þáttum skólanna sem og almennu skipulagi skólahalds í Skagafirði. Í Skagafirði eru frambærilegir skólar sem hafa á að skipa öflugum starfsmönnum á öllum sviðum. Það er mikilvægt að vera vakandi yfir tækifærum til framþróunar enda rekstur grunnskóla afar mikilvægur þáttur í þjónustu sveitarfélaga við íbúa.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir varaáheyrnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra í fræðslunefnd óskar eftirfarandi bókað:
Greinilegt er að mikill kostnaður var lagður í umrædda úttekt en í úttektinni er að megninu til unnið með upplýsingar sem voru þegar til staðar og starfsmenn sveitarfélagsins hefðu getað unnið að mestu. Er það miður að fókus sé settur á niðurskurð í skólastarfi í Skagafirði með þessum hætti og með ærnum tilkostnaði í stað þess að byggja enn frekar undir það góða starf sem unnið er í skólum sveitarfélagins
og litið er til víða af á landinu.
Jóhanna Ey Harðardóttir, fulltrúi Byggðalista, óskar eftirfarandi bókað:
Ráðist var í veigamikla úttekt á grunnskólum Skagafjarðar og skilaði úttektin mikilvægum upplýsingum, þar sem liggur fyrir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir um framtíð skólasamfélags í framsveitinni og austan Vatna. Var það niðurstaða nefndarinnar á þessum tíma að velja þessa leið til að fá heildar yfirsýn yfir veigamikið starf skólanna. Mikilvægt er að fulltrúar nefndarinnar séu vel upplýstir um stöðu mála og geti þar af leiðandi tekið upplýstar ákvarðanir.
Laufey Skúladóttir, fulltrúi Frammsóknarflokks, Elín Árdís Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks óska eftirfarandi bókað: Full samstaða var innan fræðslunefndar um að fara í umrædda úttekt þegar að sú ákvörðun var tekin. Úttektin er upplýsandi um stöðu mála og möguleika til uppbyggingar í framtíðinni. Úttektin á eftir að nýtast vel til umræðna og ákvörðunar um framtíðarskipulag skólamála í Skagafirði. Úttektin tekur mið af bæði rekstrarlegum þáttum skólanna sem og almennu skipulagi skólahalds í Skagafirði. Í Skagafirði eru frambærilegir skólar sem hafa á að skipa öflugum starfsmönnum á öllum sviðum. Það er mikilvægt að vera vakandi yfir tækifærum til framþróunar enda rekstur grunnskóla afar mikilvægur þáttur í þjónustu sveitarfélaga við íbúa.
6.Árvist - skoðun á starfi
Málsnúmer 1910015Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað um aðstæður og starfsemi í Árvistar ? heilsdagsskóla á Sauðárkróki. Minnisblaðið er sett fram í framhaldi af erindi sem barst fræðslustjóra frá foreldrum barna þar sem lýst er áhyggjum vegna erilsömu andrúmslofti í Árvist. Upplýst var að nemendum í Árvist hefði fjölgað mjög og nú væri einungis hægt að taka inn börn í 1.-2. bekk. Fyrirséð er að börnum í þessum aldurshópi muni fjölga á næsta ári. Fræðslustjóri vinnur að úrlausn málsins í samstarfi við frístundastjóra og stjórnendur Árskóla/Árvistar.
7.Íþróttir og tómstundir á skólaaksturstíma í GAV
Málsnúmer 1812198Vakta málsnúmer
Á fundi sínum þann 28. febrúar tók fræðslunefnd undir bókun félags- og tómstundanefndar þar sem frístundastjóra var falið að vinna að því að koma öllu tómstundastarfi og íþróttaæfingum nemenda Grunnskólans austan Vatna fyrir innan skólaaksturstíma. Frístunda ? og fræðslustjóri hafa unnið að tillögunum í samstarfi við skólaráð GAV, skólastjórnendur og formenn íþróttafélaganna Hjalta og Neista og komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að skólaakstri verði seinkað á mánudögum um rúma klukkustund. Skólatími nemenda á Hofsósi og Hólum verði samræmdur eins og kostur er og boðið verði upp á tómstundir að skóla loknum á mánudögum. Nefndin samþykkir að endurmeta stöðuna um áramót í samstarfi við félags- og tómstundanefnd.
8.Aukinn stuðningur í leik - og grunnskóla
Málsnúmer 1910128Vakta málsnúmer
Fræðslustjóri fór lauslega yfir aukna stuðningsþörf fyrir börn í leik- og grunnskólum Skagafjarðar.
9.Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna
Málsnúmer 1910008Vakta málsnúmer
Lagt fram leiðbeinandi álit frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um tvöfalda skólavist barna í leik- eða grunnskóla. Í niðurstöðu álitsins ráðleggur sambandið, með vísan í lög og út frá hagsmunum barns, öllum sveitarfélögum að hafna beiðnum um tvöfalda leik- og grunnskólavist.
10.Samræmd próf haust 2018 og vor 2019
Málsnúmer 1906241Vakta málsnúmer
Fræðslustjóri fór yfir viðbrögð grunnskólanna vegna niðurstöðu samræmdra könnunarprófa sbr. bókun nefndarinnar þann 1. júlí s.l.
Fundi slitið - kl. 19:10.
Fræðslunefnd vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.