Árvist - skoðun á starfi
Málsnúmer 1910015
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 148. fundur - 23.10.2019
Lagt fram minnisblað um aðstæður og starfsemi í Árvistar ? heilsdagsskóla á Sauðárkróki. Minnisblaðið er sett fram í framhaldi af erindi sem barst fræðslustjóra frá foreldrum barna þar sem lýst er áhyggjum vegna erilsömu andrúmslofti í Árvist. Upplýst var að nemendum í Árvist hefði fjölgað mjög og nú væri einungis hægt að taka inn börn í 1.-2. bekk. Fyrirséð er að börnum í þessum aldurshópi muni fjölga á næsta ári. Fræðslustjóri vinnur að úrlausn málsins í samstarfi við frístundastjóra og stjórnendur Árskóla/Árvistar.