Samtal vegna æfingagjalda og hvatapeninga
Málsnúmer 1910175
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 270. fundur - 23.10.2019
Á fund nefndarinnar komu formaður og framkvæmdastjóri UMSS til viðræðna um hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi og samspili hvatapeninga og styrkja. Eftir samtöl við aðildarfélög innan UMSS er niðurstaða þeirra sú að breyta ekki fyrirkomulaginu frá því sem nú er, heldur nýta fjármuni enn frekar til að styðja við iðkendur og félög innan UMSS. Fyrir fundinum liggur minnisblað sem sýnir glögglega að hækkun hvatapeninga fyrir árið 2019 hefur skilað tilætluðum árangri, með lægri æfingagjöldum iðkenda og um leið fjölgun skráninga og þar með auknum tekjum til aðildarfélaga innan UMSS. Nefndin gerir ekki athugasemdir við þá niðurstöðu og þakkar stjórn UMSS og frístundastjóra fyrir þeirra vinnu við málið.
Thelma Knútsdóttir og Klara Helgadóttir forsvarsmenn UMSS sátu fundinn undir þessum lið.