Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

270. fundur 23. október 2019 kl. 14:00 - 16:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Guðrún Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi Akrahrepps
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2020

Málsnúmer 1910115Vakta málsnúmer

Lagður fram rammi fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. Sviðsstjóri upplýsti að byrjað væri að vinna að rekstrar- og launaáætlunum fyrir stofnanir félags- og tómstundamála (02 og 06). Gert er ráð fyrir að fyrstu drög að skiptingu milli stofnana innan málaflokksins verði tilbúin fyrir fund byggðarráðs í lok mánaðarins. Í kjölfarið mun félags- og tómstundanefnd fá drögin í sínar hendur til fyrri umræðu.

2.Samtal vegna æfingagjalda og hvatapeninga

Málsnúmer 1910175Vakta málsnúmer

Á fund nefndarinnar komu formaður og framkvæmdastjóri UMSS til viðræðna um hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi og samspili hvatapeninga og styrkja. Eftir samtöl við aðildarfélög innan UMSS er niðurstaða þeirra sú að breyta ekki fyrirkomulaginu frá því sem nú er, heldur nýta fjármuni enn frekar til að styðja við iðkendur og félög innan UMSS. Fyrir fundinum liggur minnisblað sem sýnir glögglega að hækkun hvatapeninga fyrir árið 2019 hefur skilað tilætluðum árangri, með lægri æfingagjöldum iðkenda og um leið fjölgun skráninga og þar með auknum tekjum til aðildarfélaga innan UMSS. Nefndin gerir ekki athugasemdir við þá niðurstöðu og þakkar stjórn UMSS og frístundastjóra fyrir þeirra vinnu við málið.
Thelma Knútsdóttir og Klara Helgadóttir forsvarsmenn UMSS sátu fundinn undir þessum lið.

3.Sundlaugin á Sólgörðum

Málsnúmer 1910124Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Alfreð Símonarsyni umsjónarmanni sundlaugarinnar og stjórn Íbúa- og átthagafélags Fljóta þar sem spurt er um framtíðarsýn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna sundlaugarinnar á Sólgörðum og jafnframt bent á brýna þörf fyrir endurbætur á sundlauginni. Nefndin tekur undir mikilvægi þess að Sólgarðalaug sé áfram aðgengileg íbúum og gestum og að mikilvægt sé að marka sýn til framtíðar. Að öðru leyti vísar nefndin erindinu til byggðarráðs.

4.Styrkur til áhaldakaupa

Málsnúmer 1910167Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélaginu Smára þar sem þess er farið á leit við Sveitarfélagið Skagafjörð að það taki þátt í endurnýjun áhalda í íþróttahúsinu í Varmahlíð með Smáranum. Endurnýjunin mun bæði nýtast Grunnskólanum í Varmahlíð við íþróttakennslu sem og Smáranum við fimleikaæfingar. Áætlaður hlutur Sveitarfélagsins Skagafjarðar yrði kr. 350 þús. sem tekinn verður af lið 06890. Nefndin samþykkir erindið og felur frístundastjóra að ganga frá málinu við forsvarsmenn Smára.
Þorvaldur Gröndal og Guðrún Helga Jónsdóttir fulltrúi Akrahrepps viku af fundi eftir þennan lið.

5.Notendastýrð persónuleg aðstoð 2019

Málsnúmer 1910176Vakta málsnúmer

Félags - og tómstundanefnd samþykkir að greiðsluviðmið jafnaðarstunda í NPA samningum árið 2019 taki mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar svf. og jafnframt að taka upp þrjá mismunandi taxta sem endurspegla þarfir notenda þjónustunnar. Jafnaðarstund NPA samninga sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn þar sem notandi getur ekki nýtt sér hvíldarvaktir, skv. bókun 1 í sérkjarasamningi NPA miðstöðvar við Eflingu / SGS, nemur 4.913,04 kr. á klukkustund. Jafnaðarstund NPA samnings sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn hjá notanda sem getur nýtt sér hvíldarvaktir, nemur 4.476,54 kr. á klukkustund. Jafnaðarstund NPA samnings þar sem ekki er gert ráð fyrir næturvinnu, þ.e. hvorki hvíldarvöktum né vakandi næturvöktum, nemur 4.733,62 kr.
Þessar breytingar gildi afturvirkt frá 1. apríl sl.
Vegna viðbótarframlaga vegna námskeiða aðstoðarfólks skal reikna allt að 20 tímum fyrir hvern starfsman á ári. Félags- og tómstundanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti en vísar málinu jafnframt til byggðarráðs.

6.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um barnaverndarlög (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni)

Málsnúmer 1910160Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um barnaverndarlög.

7.Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra

Málsnúmer 1910164Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra.

8.Trúnaðarbók Félags- og tómstundanefndar 2019

Málsnúmer 1902123Vakta málsnúmer

Eitt mál tekið fyrir og samþykkt. Sjá túnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 16:00.